Enski boltinn

Segir Greenwood og Ras­h­ford þurfa eitt ár í við­bót með Ca­vani

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cavani og Greenwood fagna saman en verða þeir samherjar á næstu leiktíð?
Cavani og Greenwood fagna saman en verða þeir samherjar á næstu leiktíð? Laurence Griffiths/Getty

Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, segir að United eigi að gera allt sem þeir geta til þess að halda Edinson Cavani hjá félaginu.

Cavani var frábær um helgina í 3-1 sigrinum á Tottenham. Hann skoraði eitt mark og annað mark var dæmt af vegna brots í aðdragandanum.

Samningur Cavani við United rennur út í sumar en hann hefur meðal annars verið orðaður við Boca Juniors í Argentínu. Neville vill þó sjá hann áfram hjá Rauðu djöflunum.

„Það var augnablik undir lok leiksins þar sem Tottenham átti innkast og það voru tvær mínútur eftir og hann var að loka á miðverðina. Svo var hann að segja Greenwood hvar hann ætti að vera,“ sagði Gary.

„Mason Greenwood þarf eitt ár í viðbót með Cavani. Þetta hvetur ungu leikmennina og þú getur séð eins og Bryan Robson, Steve Bruce, Eric Cantona og Mark Hughes þegar við vorum yngri.“

„Þegar þú sérð leikmann sem hefur verið einn sá besti í heimi leggja svona mikið á sig á 94. mínútu getur einhver eins og Mason Greenwood ekki verið minni maður og þetta er kennarinn hans á vellinum.“

„Hann þarf eitt ár í viðbót með honum og Rashford þarf það líka. Hann hefur verið frábært fordæmi. Ég var stressaður þegar hann kom því menn eins og Falcao, Alexis Sanchez hafa verið öðruvísi en hann hefur verið frábær og hjálpað United mikið.“

„Manchester United hefur möguleikann og þeir munu gefa honum hann. Ef hann vill fara aftur til baka þá er ekkert sem þeir geta gert. Hann gerir réttu hlutina og réttu hlutina sem framherji,“ bætti Neville við.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.