Innlent

Tvö grömm af kannabis komu upp um kolsvartar milljónir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Héraðsdómur Suðurlands er staðsettur í Miðgarði á Selfossi. Verði ákært í málinu má reikna með því að það verði flutt þar.
Héraðsdómur Suðurlands er staðsettur í Miðgarði á Selfossi. Verði ákært í málinu má reikna með því að það verði flutt þar. vísir/vilhelm

Lögreglan á Suðurlandi lagði á dögunum hald á tvö grömm af kannabisefnum hjá karlmanni búsettum á Suðurlandi. Haldlagning efnanna ein og sér teldist tæplega til tíðinda ef ekki væri fyrir það sem átti eftir að koma í ljós.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að ákveðið hafi verið að rannsaka málið nánar þar sem ýmislegt benti til þess að karlmaðurinn stæði í dreifingu fíkniefna. Lögregla réðst í greiningu á fjármálum viðkomandi.

Í ljós kom að á um það bil tveggja ára tímabili hefðu um tuttugu milljónir króna farið í gegnum reikninga honum tengdum sem ekki töldust til launa eða annarra útskýrðra greiðslna.

Að sögn lögreglu hefur karlmaðurinn játað brot sitt og dreifingu fíkniefna. Ber hann fyrir sig að fjármögnunin skýrist af eigin neyslu. Málið er enn til rannsóknar en verður í framhaldinu sent ákæruvaldi sem tekur ákvörðun um hvort ákært verði í málinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×