Erlent

Fyrrum for­sætis­ráð­herrann stofnar nýjan flokk

Kjartan Kjartansson skrifar
Lars Løkke Rasmussen sagði skilið við Vinstri fyrr á þessu ári og stofnaði í kjölfarið nýjan stjórnmálavettvang. Hann hyggur nú á framboð með nýjum flokki.
Lars Løkke Rasmussen sagði skilið við Vinstri fyrr á þessu ári og stofnaði í kjölfarið nýjan stjórnmálavettvang. Hann hyggur nú á framboð með nýjum flokki. Vísir/EPA

Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, ætlar að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem á að vera á miðju danskra stjórnmála. Hann sagði skilið við flokkinn Vinstri fyrr á þessu ári.

Ekki kemur fram hvað flokkurinn kallast né hverjir gætu verið í framboði fyrir hann í pistli sem Rasmussen skrifar í dagblaðið BT. Þar segist hann hafa metnað til þess að hrinda af stað breytingum og taka sér stöðu á milli vinstri- og hægri blokkarinnar í dönskum stjórnmálum.

Rasmussen, sem var forsætisráðherra, frá 2009 til 2011 og aftur frá 2015 til 2019, þarf að safna rúmlega tuttugu þúsund undirskriftum til þess að flokkur hans komist á kjörseðilinn. Í pistli sínum segir að hann fleiri en 15.000 manns hafi þegar skráð sig í ný pólitísk samtök sem hann stofnaði í janúar og kallast „Pólitíski fundarstaðurinn“.

Á meðal stefnumála nýs flokks er að lækka skatta á fyrirtæki til þess að efla samkeppnisstöðu Danmerkur en einnig að auka og bæta aðstoð við þá sem standa höllustum fæti í samfélaginu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.