Þeldökkum hermanni ógnað af lögreglumönnum: „Þú ættir að vera hræddur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. apríl 2021 23:35 Hér sést lögreglumaðurinn Joe Gutierrez grípa í úlnlið Nazario og beina að honum byssu. Myndin er skjáskot úr upptökum úr búkmyndavél lögreglumannsins Daniel Crockers og sést hann einnig halda byssunni á lofti. Vísir/Skjáskot Þeldökkum bandarískum hermanni, sem stöðvaður var af lögreglu við umferðareftirlit og ógnað með byssum, segist hafa verið logandi hræddur við að stíga út úr bílnum. Lögreglumennirnir svöruðu honum: „þú ættir að vera það,“ eins og sést á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna og símaupptöku mannsins. Washington Post greinir frá. Caron Nazario, hermaður í bandaríska hernum, hefur stefnt lögreglunni vegna atviksins. Lögreglumenn í Virginíu stöðvuðu hann við umferðareftirlit í desember síðastliðnum en Nazario ók þá nýjum bíl sem enn var með bráðabirgðanúmeraplötur og var það ástæða þess að lögregla stoppaði hann. Á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sjást þeir spreyja piparspreyi í andlit Nazarios, berja og handjárna hann. Þá heyrast þeir ýja að því að Nazario verði „tekinn af lífi.“ Í stefnunni er því haldið fram að lögreglumennirnir hafi hótað að binda endi á starfsferil Nazarios í hernum ef hann segði frá atvikinu. „Ég þjóna þessu landi og svona komið þið fram við mig?“ heyrist Nazario segja á myndbandsupptökunum. Myndbandsupptökurnar má sjá hér að neðan. Réttast er að vara við því að myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Sækist eftir milljón í bætur Nazario lagði fram kæru á hendur lögreglumönnunum í byrjun þessa mánaðar en atvikið átti sér stað þann 5. desember síðastliðinn. Nazario heldur því fram að lögreglumennirnir tveir, þeir Joe Gutierrez og Daniel Crocker, hafi stöðvað hann og komið svona fram við hann vegna kynþáttar hans. Nazario sækist eftir minnst milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, sem samsvara um 128 milljónum íslenskra króna. Þá sækist hann eftir því að Gutierrez og Crocker verði dæmdir fyrir að hafa brotið stjórnarskrárbundin réttindi Nazarios og þá sérstaklega réttindi sem tryggð eru í fjórða viðbótarákvæði stjórnarskrárinnar. Á myndbandsupptökunum má sjá lögreglumennina öskra á Nazario að stíga út úr bílnum. Nazario var kominn hálfur út úr bílnum en var enn spenntur í bílbeltið sem greinilega olli mikilli gremju hjá lögreglumönnunum. Nazario sagðist ekki vilja teygja sig í sætisbelti sitt og ítrekaði að hendur hans væru á lofti. Það er kannski ekki skrítið að Nazario hafi ekki viljað teygja sig inn í bílinn en árið 2016 var þeldökkur maður sem hét Philando Castile skotinn til bana í bíl sínum af lögregluþjóni sem hafði beðið hann um að rétta sér öku- og skráningarskírteni. Castile hafði tilkynnt lögregluþjóninum að hann væri með byssu í bílnum og hann hefði leyfi fyrir henni. Kærasta hans sagði hann hafa verið teygja sig í ökuskírteini sitt þegar lögregluþjóninn skaut hann margsinnis. Myndband úr lögreglubílnum af atvikinu sjálfu og myndband sem kærasta Castile streymdi eftir skothríðina leiddi til mikillar reiði í Bandaríkjunum. Lögregluþjónninn var svo seinna meir sýknaður fyrir að hafa skotið Castile til bana. Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Madura verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Sjá meira
Washington Post greinir frá. Caron Nazario, hermaður í bandaríska hernum, hefur stefnt lögreglunni vegna atviksins. Lögreglumenn í Virginíu stöðvuðu hann við umferðareftirlit í desember síðastliðnum en Nazario ók þá nýjum bíl sem enn var með bráðabirgðanúmeraplötur og var það ástæða þess að lögregla stoppaði hann. Á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna sjást þeir spreyja piparspreyi í andlit Nazarios, berja og handjárna hann. Þá heyrast þeir ýja að því að Nazario verði „tekinn af lífi.“ Í stefnunni er því haldið fram að lögreglumennirnir hafi hótað að binda endi á starfsferil Nazarios í hernum ef hann segði frá atvikinu. „Ég þjóna þessu landi og svona komið þið fram við mig?“ heyrist Nazario segja á myndbandsupptökunum. Myndbandsupptökurnar má sjá hér að neðan. Réttast er að vara við því að myndbandið er ekki fyrir viðkvæma. Sækist eftir milljón í bætur Nazario lagði fram kæru á hendur lögreglumönnunum í byrjun þessa mánaðar en atvikið átti sér stað þann 5. desember síðastliðinn. Nazario heldur því fram að lögreglumennirnir tveir, þeir Joe Gutierrez og Daniel Crocker, hafi stöðvað hann og komið svona fram við hann vegna kynþáttar hans. Nazario sækist eftir minnst milljón Bandaríkjadala í skaðabætur, sem samsvara um 128 milljónum íslenskra króna. Þá sækist hann eftir því að Gutierrez og Crocker verði dæmdir fyrir að hafa brotið stjórnarskrárbundin réttindi Nazarios og þá sérstaklega réttindi sem tryggð eru í fjórða viðbótarákvæði stjórnarskrárinnar. Á myndbandsupptökunum má sjá lögreglumennina öskra á Nazario að stíga út úr bílnum. Nazario var kominn hálfur út úr bílnum en var enn spenntur í bílbeltið sem greinilega olli mikilli gremju hjá lögreglumönnunum. Nazario sagðist ekki vilja teygja sig í sætisbelti sitt og ítrekaði að hendur hans væru á lofti. Það er kannski ekki skrítið að Nazario hafi ekki viljað teygja sig inn í bílinn en árið 2016 var þeldökkur maður sem hét Philando Castile skotinn til bana í bíl sínum af lögregluþjóni sem hafði beðið hann um að rétta sér öku- og skráningarskírteni. Castile hafði tilkynnt lögregluþjóninum að hann væri með byssu í bílnum og hann hefði leyfi fyrir henni. Kærasta hans sagði hann hafa verið teygja sig í ökuskírteini sitt þegar lögregluþjóninn skaut hann margsinnis. Myndband úr lögreglubílnum af atvikinu sjálfu og myndband sem kærasta Castile streymdi eftir skothríðina leiddi til mikillar reiði í Bandaríkjunum. Lögregluþjónninn var svo seinna meir sýknaður fyrir að hafa skotið Castile til bana.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Madura verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent