Rauði krossinn ekki upplýstur um nýja reglugerð Sylvía Hall skrifar 8. apríl 2021 21:22 Farþegar mæta á Fosshótelið við Þórunnartún. Starfsmenn Rauða krossins hafa haft umsjón með farsóttar- og sóttvarnahúsum fyrir hönd stjórnvalda, en voru ekki upplýstir um nýja reglugerð fyrr en hún var birt. Stöð 2/Egill Rauði krossinn, sem hefur haft umsjón með farsóttar- og sóttvarnahúsum fyrir hönd stjórnvalda, var ekki upplýstur um nýja reglugerð er varðar komu fólks frá útlöndum og tekur gildi á miðnætti. Að mati Rauða krossins setur ný reglugerð sóttvarnir í uppnám. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum í kvöld en samkvæmt nýrri reglugerð munu allir þeir sem ekki uppfylla skilyrði um heimasóttkví þurfa í sóttvarnahús, óháð því hvaða landi þeir koma frá. Fulltrúar félagsins vinna nú að yfirferð og túlkun nýrra reglna sem boðar miklar breytingar að mati félagsins. „Það er mat Rauða krossins að ný reglugerð setji sóttvarnir og góðan árangur í sóttvarnarhúsum í uppnám og lýsa fulltrúar félagsins yfir verulegum áhyggjum af því,“ segir í tilkynningunni. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina samkvæmt nýrri reglugerð og munu gestir geta notið útivistar. Að mati Rauða krossins er lykilatriði að lágmarka umgang gesta um sameiginleg svæði eins og fremst er unnt. Reynslan hafi sýnt það að hópsmit hefðu hæglega getað komið upp þar sem nokkrir gestir á sóttvarnahótelinu reyndust smitaðir og þar af leiðandi einhverjir starfsmenn mögulega þurft í sóttkví, eða sóttkví annarra gesta framlengst. Því metur félagið það sem svo að ekki sé unnt að tryggja útiveru gesta og sérstakan aðbúnað fyrir börn líkt og kveðið er á um í reglugerð. „Rauði krossinn tekur af heilum hug undir mikilvægi þess að einstaklingar í sóttkví fái að njóta útiveru eins og frekast er unnt og hefur sýnt gagnrýni því tengdri skilning. En með ofangreint í huga, auk þess skamma undirbúningstíma sem reglugerðin gefur, er það mat Rauða krossins að ekki sé gerlegt að tryggja útiveru gesta og sérstakan aðbúnað fyrir börn á sóttkvíarhóteli – líkt og ný reglugerð boðar – nema á kostnað sóttvarna og þar með öryggis gesta sóttkvíarhótelsins.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum í kvöld en samkvæmt nýrri reglugerð munu allir þeir sem ekki uppfylla skilyrði um heimasóttkví þurfa í sóttvarnahús, óháð því hvaða landi þeir koma frá. Fulltrúar félagsins vinna nú að yfirferð og túlkun nýrra reglna sem boðar miklar breytingar að mati félagsins. „Það er mat Rauða krossins að ný reglugerð setji sóttvarnir og góðan árangur í sóttvarnarhúsum í uppnám og lýsa fulltrúar félagsins yfir verulegum áhyggjum af því,“ segir í tilkynningunni. Ekkert gjald verður tekið fyrir dvölina samkvæmt nýrri reglugerð og munu gestir geta notið útivistar. Að mati Rauða krossins er lykilatriði að lágmarka umgang gesta um sameiginleg svæði eins og fremst er unnt. Reynslan hafi sýnt það að hópsmit hefðu hæglega getað komið upp þar sem nokkrir gestir á sóttvarnahótelinu reyndust smitaðir og þar af leiðandi einhverjir starfsmenn mögulega þurft í sóttkví, eða sóttkví annarra gesta framlengst. Því metur félagið það sem svo að ekki sé unnt að tryggja útiveru gesta og sérstakan aðbúnað fyrir börn líkt og kveðið er á um í reglugerð. „Rauði krossinn tekur af heilum hug undir mikilvægi þess að einstaklingar í sóttkví fái að njóta útiveru eins og frekast er unnt og hefur sýnt gagnrýni því tengdri skilning. En með ofangreint í huga, auk þess skamma undirbúningstíma sem reglugerðin gefur, er það mat Rauða krossins að ekki sé gerlegt að tryggja útiveru gesta og sérstakan aðbúnað fyrir börn á sóttkvíarhóteli – líkt og ný reglugerð boðar – nema á kostnað sóttvarna og þar með öryggis gesta sóttkvíarhótelsins.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20 Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Svandís segir mögulegt að breyta þurfi sóttvarnalögum Heilbrigðisráðherra setti nýja reglugerð í dag um sóttkví farþega til landsins þar sem skilyrði eru sett um aðstæður í heimasóttkví og ef þau eru ekki uppfyllt skuli fólk fara á sóttvarnahótel því að kostnaðarlausu. Sóttvarnalæknir segir það enga stefnubreytingu að stefnt sé að veirulausu Íslandi. 8. apríl 2021 19:20
Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. 8. apríl 2021 16:07