Væri ágætis byrjun að biðja fólkið afsökunar á þessu klúðri Snorri Másson skrifar 8. apríl 2021 16:07 Bjarni Már Magnússon lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík. Vísir/Baldur Hrafnkell Bjarni Már Magnússon, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, gagnrýnir íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að „grafa undan íslenskum dómstólum“ með viðbrögðum sínum við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli væri ólögmæt ráðstöfun. Hann telur eðlilegt að heilbrigðisyfirvöld biðji þá einstaklinga afsökunar sem voru frelsissviptir með ólögmætum hætti. „Það eru aðallega þessi ítrekuðu ummæli um að niðurstaða dómstólsins séu vonbrigði eða óheppileg eða geti sett sóttvarnir í landinu í uppnám. Það er ekki niðurstaða dómstóls sem setur sóttvarnir í uppnám, heldur eru það vinnubrögð heilbrigðisyfirvalda,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. „Það er þekkt að skjóta á dómstóla þegar einhverjir hafa klúðrað málunum,“ segir prófessorinn. „Líkist þetta lýðræðislegum stjórnarháttum?“ spyr hann í tísti í dag. Hættuleg orðræða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að úrskurðurinn sé slæmur fyrir sóttvarnir í landinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt hann vonbrigði. Bjarni segir svona orðræðu af hálfu stjórnvalda ekki tæka í lýðræðisríki. „Þetta er svo hættuleg orðræða, einkum þegar stemningin er orðin svona súr. Það er mikil vigt lögð í þessi ummæli en þarna er bara verið að gagnrýna dómstóla fyrir að standa vörð um réttindi borgara og grundvallarreglur í lýðræðisríki. Svo fylgir Læknafélagið í kjölfarið. Mér finnst þetta bara sorglegt,“ segir Bjarni. Hann leggur áherslu á að gagnrýni hans beinist ekki að sóttvarnaaðgerðum í sjálfu sér. „Þetta hefur ekkert með skoðanir mínar á sóttvörnum. Ég hef ekkert á móti þeim, ég er bara á móti fúski,“ segir Bjarni. Úr því að vandinn liggur að sögn Bjarna ekki hjá dómstólum heldur hjá stjórnvöldum, segir hann að einhverjir þurfi nú að biðjast afsökunar. „Sérstaklega það fólk sem hefur verið frelsissvipt. Það væri ágætisbyrjun að biðja það afsökunar á þessu klúðri og gera betur. Það er náttúrulega ekki lenska hérlendis að stjórnmálamenn segi af sér, þannig að það er ekki raunhæfur möguleiki.“ Gróf brot á réttindum fólks Bjarni segir að með upphaflegu reglugerðinni um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli hafi ýmsar grundvallarreglur verið þverbrotnar. „Þetta er skrýtið mál og mér finnst svo sérstakt hve léttvægt þau virðast líta á þetta. Þau virðast ekki átta sig á hve gróf þessi brot á réttindum fólks eru,“ segir Bjarni. Hann segir mögulegt að útfæra skyldudvöl á sóttkvíarhótelum en þá þurfi að gera það eftir ákveðnum ferlum og ekki sama hvernig farið er að. Lagabreytingu þarf til. Loks gagnrýnir Bjarni að stjórnvöld hafi neitað að afhenda gögn sem hugsanlega geta varpað ljósi á umrædd réttindabrot. Gögnin sem ákvörðunin um sóttkvíarhótel grundvallast á hafa enn ekki verið birt, eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt. Það er merkilegt að á einni viku hafa heilbrigðisyfirvöld brotið á grundvallarréttindum borgaranna, grafið undan íslenskum dómstólum, neitað að afhenda gögn sem hugsanlega geta varpað ljósi á brotin og ekki axlað nokkra ábyrgð. Líkist þetta lýðræðislegum stjórnarháttum?— Bjarni Már Magnússon (@BjarniMM) April 8, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. 6. apríl 2021 12:11 Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. 6. apríl 2021 14:18 „Vandinn snýr að sundurlyndi ríkisstjórnarinnar í þessu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að það sé einna helst sundurlyndi ríkisstjórnarflokkanna um að kenna hvernig fór um reglugerð um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi. 6. apríl 2021 15:36 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Hann telur eðlilegt að heilbrigðisyfirvöld biðji þá einstaklinga afsökunar sem voru frelsissviptir með ólögmætum hætti. „Það eru aðallega þessi ítrekuðu ummæli um að niðurstaða dómstólsins séu vonbrigði eða óheppileg eða geti sett sóttvarnir í landinu í uppnám. Það er ekki niðurstaða dómstóls sem setur sóttvarnir í uppnám, heldur eru það vinnubrögð heilbrigðisyfirvalda,“ segir Bjarni í samtali við Vísi. „Það er þekkt að skjóta á dómstóla þegar einhverjir hafa klúðrað málunum,“ segir prófessorinn. „Líkist þetta lýðræðislegum stjórnarháttum?“ spyr hann í tísti í dag. Hættuleg orðræða Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að úrskurðurinn sé slæmur fyrir sóttvarnir í landinu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sagt hann vonbrigði. Bjarni segir svona orðræðu af hálfu stjórnvalda ekki tæka í lýðræðisríki. „Þetta er svo hættuleg orðræða, einkum þegar stemningin er orðin svona súr. Það er mikil vigt lögð í þessi ummæli en þarna er bara verið að gagnrýna dómstóla fyrir að standa vörð um réttindi borgara og grundvallarreglur í lýðræðisríki. Svo fylgir Læknafélagið í kjölfarið. Mér finnst þetta bara sorglegt,“ segir Bjarni. Hann leggur áherslu á að gagnrýni hans beinist ekki að sóttvarnaaðgerðum í sjálfu sér. „Þetta hefur ekkert með skoðanir mínar á sóttvörnum. Ég hef ekkert á móti þeim, ég er bara á móti fúski,“ segir Bjarni. Úr því að vandinn liggur að sögn Bjarna ekki hjá dómstólum heldur hjá stjórnvöldum, segir hann að einhverjir þurfi nú að biðjast afsökunar. „Sérstaklega það fólk sem hefur verið frelsissvipt. Það væri ágætisbyrjun að biðja það afsökunar á þessu klúðri og gera betur. Það er náttúrulega ekki lenska hérlendis að stjórnmálamenn segi af sér, þannig að það er ekki raunhæfur möguleiki.“ Gróf brot á réttindum fólks Bjarni segir að með upphaflegu reglugerðinni um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli hafi ýmsar grundvallarreglur verið þverbrotnar. „Þetta er skrýtið mál og mér finnst svo sérstakt hve léttvægt þau virðast líta á þetta. Þau virðast ekki átta sig á hve gróf þessi brot á réttindum fólks eru,“ segir Bjarni. Hann segir mögulegt að útfæra skyldudvöl á sóttkvíarhótelum en þá þurfi að gera það eftir ákveðnum ferlum og ekki sama hvernig farið er að. Lagabreytingu þarf til. Loks gagnrýnir Bjarni að stjórnvöld hafi neitað að afhenda gögn sem hugsanlega geta varpað ljósi á umrædd réttindabrot. Gögnin sem ákvörðunin um sóttkvíarhótel grundvallast á hafa enn ekki verið birt, eins og þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt. Það er merkilegt að á einni viku hafa heilbrigðisyfirvöld brotið á grundvallarréttindum borgaranna, grafið undan íslenskum dómstólum, neitað að afhenda gögn sem hugsanlega geta varpað ljósi á brotin og ekki axlað nokkra ábyrgð. Líkist þetta lýðræðislegum stjórnarháttum?— Bjarni Már Magnússon (@BjarniMM) April 8, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. 6. apríl 2021 12:11 Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. 6. apríl 2021 14:18 „Vandinn snýr að sundurlyndi ríkisstjórnarinnar í þessu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að það sé einna helst sundurlyndi ríkisstjórnarflokkanna um að kenna hvernig fór um reglugerð um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi. 6. apríl 2021 15:36 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Segir ríkisstjórnina glannalega Sóttvarnarlæknir hefur kært úrskurð héraðsdóms um sóttkvíarhótel til Landsréttar og skorar á stjórnvöld að breyta lögum þannig að heimilt verði að skylda farþega þar í sóttkví. Velferðarnefnd Alþingis fundar nú um næstu skref. 6. apríl 2021 12:11
Brynjar segist aldrei muni taka þátt í að breyta sóttvarnarlögum við þessar aðstæður Talið er víst að margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni setja sig alfarið á móti því að breyta sóttvarnarlögum í þá átt að löglegt sé að skikka fólk í sóttvarnarhús, komi til þess. 6. apríl 2021 14:18
„Vandinn snýr að sundurlyndi ríkisstjórnarinnar í þessu“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, telur að það sé einna helst sundurlyndi ríkisstjórnarflokkanna um að kenna hvernig fór um reglugerð um skyldudvöl í sóttvarnarhúsi. 6. apríl 2021 15:36