Engar breytingar á notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2021 16:46 Sérfræðinganefnd Evrópsku lyfjastofnunarinnar lagði áherslu á að blóðtappatilvik væru ákaflega sjaldgæf. Vísir/Vilhelm Ekki verða gerðar breytingar á notkun AstraZeneca bóluefnisins hérlendis í kjölfar þess að Evrópska lyfjastofnunin (EMA) gaf út að möguleg tengsl væru milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með efninu. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en bóluefnið er nú einungis gefið 70 ára og eldri hér á landi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort yngra fólk sem hafi fengið fyrri skammt bóluefnisins fái þann seinni. Flest tilfelli hjá konum yngri en 60 ára EMA hefur fyrirskipað að blóðtappar skuli skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun bóluefnisins er þó áfram sagður vega þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Sérfræðinganefnd EMA kynnti niðurstöður sínar í dag og greindi frá því að flest tilfelli blóðtappa hafi greinst hjá konum yngri en 60 ára innan við tveimur vikum frá bólusetningu. Ekki hafa þó enn verið staðfestir sérstakir áhættuþættir fyrir umrædd tilvik sjaldgæfra blóðtappa. Bóluefni AstraZeneca var aftur tekið í notkun á Íslandi þann 25. mars eftir tímabundið hlé. Í svari til fréttastofu segir sóttvarnalæknir að niðurstaða EMA renni stoðum undir núverandi fyrirkomulag. Fyrri rannsóknir bentu sömuleiðis til að blóðtappatilfelli greindust fyrst og fremst hjá yngra fólki. Sérfræðingar hafa lagt áherslu á að bóluefni AstraZeneca sé gott, virkt og öruggt fyrir eldri aldurshópa en nýlegar rannsóknir sýna að efnið veiti eldra fólki jafn mikla vernd og þeim yngri, eða um um 85 prósent eftir tvo skammta. Munu líklega fikra sig niður Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær að ekkert væri hægt að gefa upp um það hvort fólk yngra en 70 ára sem hafi fengið fyrri skammt AstraZeneca muni fá þann seinni. Meðal annars væri beðið niðurstöðu úr erlendum rannsóknum sem skoði hvort í lagi sé að gefa fólki seinni skammtinn af öðru bóluefni. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem duga fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Aðspurður um það á upplýsingafundinum hvað myndi yrði gert þegar búið væri að bólusetja alla 70 ára og eldri hér á landi sagðist Þórólfur búast við því að bóluefnið yrði boðið fólki á aldrinum 65 til 69 ára. Fréttin verður uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53 AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. 25. mars 2021 11:52 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en bóluefnið er nú einungis gefið 70 ára og eldri hér á landi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort yngra fólk sem hafi fengið fyrri skammt bóluefnisins fái þann seinni. Flest tilfelli hjá konum yngri en 60 ára EMA hefur fyrirskipað að blóðtappar skuli skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun bóluefnisins er þó áfram sagður vega þyngra en áhættan af aukaverkunum þess. Sérfræðinganefnd EMA kynnti niðurstöður sínar í dag og greindi frá því að flest tilfelli blóðtappa hafi greinst hjá konum yngri en 60 ára innan við tveimur vikum frá bólusetningu. Ekki hafa þó enn verið staðfestir sérstakir áhættuþættir fyrir umrædd tilvik sjaldgæfra blóðtappa. Bóluefni AstraZeneca var aftur tekið í notkun á Íslandi þann 25. mars eftir tímabundið hlé. Í svari til fréttastofu segir sóttvarnalæknir að niðurstaða EMA renni stoðum undir núverandi fyrirkomulag. Fyrri rannsóknir bentu sömuleiðis til að blóðtappatilfelli greindust fyrst og fremst hjá yngra fólki. Sérfræðingar hafa lagt áherslu á að bóluefni AstraZeneca sé gott, virkt og öruggt fyrir eldri aldurshópa en nýlegar rannsóknir sýna að efnið veiti eldra fólki jafn mikla vernd og þeim yngri, eða um um 85 prósent eftir tvo skammta. Munu líklega fikra sig niður Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær að ekkert væri hægt að gefa upp um það hvort fólk yngra en 70 ára sem hafi fengið fyrri skammt AstraZeneca muni fá þann seinni. Meðal annars væri beðið niðurstöðu úr erlendum rannsóknum sem skoði hvort í lagi sé að gefa fólki seinni skammtinn af öðru bóluefni. Íslensk stjórnvöld hafa tryggt sér 230 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem duga fyrir um 115 þúsund einstaklinga. Aðspurður um það á upplýsingafundinum hvað myndi yrði gert þegar búið væri að bólusetja alla 70 ára og eldri hér á landi sagðist Þórólfur búast við því að bóluefnið yrði boðið fólki á aldrinum 65 til 69 ára. Fréttin verður uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53 AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. 25. mars 2021 11:52 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Ekki verið ákveðið hvort starfsfólk Landspítala fái seinni skammtinn Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir starfsmenn Landspítalans sem hafa fengið fyrri skammt AstraZeneca bóluefnisins fái þann seinni. 29. mars 2021 13:53
AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. 25. mars 2021 11:52