Guardiola og De Bruyne framlengja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2021 12:30 Pep Guardiola og Kevin De Bruyne verða áfram hjá Man City næstu árin. EPA-EFE/PETER POWELL Manchester City tilkynnti nú rétt í þessu að Pep Guardiola og Kevin De Bruyne hafi skrifað undir framlengingar á samningum sínum. Pep verður hjá félaginu til 2023 en De Bruyne til 2025. Það er nóg um að vera hjá Manchester City þessa dagana. Félagið á enn möguleika á að vinna fernuna, vann dramatískan 2-1 sigur á Borussia Dortmund í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær og gaf það nýverið út að félagið hefði tapað 126 milljónum punda á síðustu leiktíð. Það virðist ekki hafa mikil áhrif á fjárhag liðsins en í morgun tilkynnti félagið að tveir af mikilvægustu mönnum þess hefðu skrifað undir framlengingar á samningum sínum. Pep: signed to 2023KDB: signed to 2025Manchester City s mission continues pic.twitter.com/b6dNAttwiO— B/R Football (@brfootball) April 7, 2021 Pep Guardiola, þjálfari félagsins, er nú samningsbundinn til sumarsins 2023 á meðan Kevin De Bruyne skrifaði undir nýjan samning sem gildir til ársins 2025. Talið var að hinn fimmtugi Pep hefði fengið nóg á síðustu leiktíð eftir að hafa verið hjá Manchester City síðan 2016. Hann virkaði þreyttur og liðið var engan veginn að ná sömu hæðum og árin tvö á undan þegar það vann ensku úrvalsdeildina. City-liðið hefur hins vegar verið stórkostlegt á þessari leiktíð og Guardiola virðist ekki hafa neinn áhuga á að stíga til hliðar. Eftir fjögur frábær ár með Barcelona tók hann sér ársfrí áður en hann hélt til Þýskalands og tók við Bayern. Þar var hann í þrjú ár áður en hann tók við Manchester City. Klári hann samning sinn hjá City þá hefur hann eytt alls sjö árum í Manchester-borg eða jafn miklum tíma og hann gerði með Barcelona og Bayern til samans. Til að gera daginn enn betri fyrir stuðningsfólk City var einnig tilkynnt að hinn 29 ára gamli Kevin De Bruyne - einn besti leikmaður liðsins, ensku úrvalsdeildarinnar og heims – hefði skrifað undir nýjan samning sem gildir til ársins 2025. Þá verður De Bruyne orðinn 34 ára gamall og verið í herbúðum City í áratug. After penning his new deal, we sat down with the man himself! Watch the full interview with @DeBruyneKev! #ManCity | https://t.co/axa0klUGiM— Manchester City (@ManCity) April 7, 2021 Belgíski miðjumaðurinn hefur verið hreint út sagt magnaður undanfarin ár þó hann hafi glímt við erfið meiðsli um tíma. Alls hefur De Bruyne spilað 255 leiki fyrir City og skorað 65 mörk ásamt því að leggja upp önnur 105. Tímabilið 2019/2020 var hans besta á ferlinum í ensku úrvalsdeildinni en í 35 leikjum skoraði hann 13 mörk og lagði upp 20 til viðbótar. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við áskorunum tímabilsins Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks. 6. apríl 2021 21:25 Foden hetja Manchester City í torsóttum sigri Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 6. apríl 2021 20:55 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Það er nóg um að vera hjá Manchester City þessa dagana. Félagið á enn möguleika á að vinna fernuna, vann dramatískan 2-1 sigur á Borussia Dortmund í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær og gaf það nýverið út að félagið hefði tapað 126 milljónum punda á síðustu leiktíð. Það virðist ekki hafa mikil áhrif á fjárhag liðsins en í morgun tilkynnti félagið að tveir af mikilvægustu mönnum þess hefðu skrifað undir framlengingar á samningum sínum. Pep: signed to 2023KDB: signed to 2025Manchester City s mission continues pic.twitter.com/b6dNAttwiO— B/R Football (@brfootball) April 7, 2021 Pep Guardiola, þjálfari félagsins, er nú samningsbundinn til sumarsins 2023 á meðan Kevin De Bruyne skrifaði undir nýjan samning sem gildir til ársins 2025. Talið var að hinn fimmtugi Pep hefði fengið nóg á síðustu leiktíð eftir að hafa verið hjá Manchester City síðan 2016. Hann virkaði þreyttur og liðið var engan veginn að ná sömu hæðum og árin tvö á undan þegar það vann ensku úrvalsdeildina. City-liðið hefur hins vegar verið stórkostlegt á þessari leiktíð og Guardiola virðist ekki hafa neinn áhuga á að stíga til hliðar. Eftir fjögur frábær ár með Barcelona tók hann sér ársfrí áður en hann hélt til Þýskalands og tók við Bayern. Þar var hann í þrjú ár áður en hann tók við Manchester City. Klári hann samning sinn hjá City þá hefur hann eytt alls sjö árum í Manchester-borg eða jafn miklum tíma og hann gerði með Barcelona og Bayern til samans. Til að gera daginn enn betri fyrir stuðningsfólk City var einnig tilkynnt að hinn 29 ára gamli Kevin De Bruyne - einn besti leikmaður liðsins, ensku úrvalsdeildarinnar og heims – hefði skrifað undir nýjan samning sem gildir til ársins 2025. Þá verður De Bruyne orðinn 34 ára gamall og verið í herbúðum City í áratug. After penning his new deal, we sat down with the man himself! Watch the full interview with @DeBruyneKev! #ManCity | https://t.co/axa0klUGiM— Manchester City (@ManCity) April 7, 2021 Belgíski miðjumaðurinn hefur verið hreint út sagt magnaður undanfarin ár þó hann hafi glímt við erfið meiðsli um tíma. Alls hefur De Bruyne spilað 255 leiki fyrir City og skorað 65 mörk ásamt því að leggja upp önnur 105. Tímabilið 2019/2020 var hans besta á ferlinum í ensku úrvalsdeildinni en í 35 leikjum skoraði hann 13 mörk og lagði upp 20 til viðbótar.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við áskorunum tímabilsins Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks. 6. apríl 2021 21:25 Foden hetja Manchester City í torsóttum sigri Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 6. apríl 2021 20:55 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Fleiri fréttir Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Sáttur með hvernig liðið hefur brugðist við áskorunum tímabilsins Kevin De Bruyne skoraði fyrra mark Manchester City í 2-1 sigri á Borussia Dortmund í kvöld er liðin mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þá var De Bruyne ein aðalástæða þess að Phil Foden skoraði sigurmark leiksins undir lok leiks. 6. apríl 2021 21:25
Foden hetja Manchester City í torsóttum sigri Manchester City lagði Borussia Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hinn ungi Phil Foden reyndist hetja City en sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins. 6. apríl 2021 20:55