Tugum sakfellinga snúið vegna skáldskapar lögreglumanns Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. apríl 2021 09:14 Franco starfaði hjá lögreglunni í um tvo áratugi. Tugir dæmdra einstaklinga í New York kunna að fá mál sín endurupptekin eða útmáð eftir að upp komst að lögreglumaður laug ítrekað upp sakir á saklausa einstaklinga. Honum hefur verið sagt upp störfum og ákærður, meðal annars fyrir að bera ljúgvitni. Joseph E. Franco framkvæmdi þúsundir handtaka á tveimur áratugum og bar vitni í fjölda dómsmála. Upp komst um óheiðarleika lögreglumannsins árið 2018, þegar skoðun öryggismyndavéla leiddi í ljós að hann laug til um hvað hann hafði séð. Nú liggur fyrir að um 90 sakfellingar í Brooklyn verða dregnar til baka og aðrar kunna að fylgja í öðrum hverfum New York. Um er að ræða eitt viðamesta málið af þessu tagi í sögu borgarinnar. Flesta málin tengjast fíkniefnum og er talið að stór hluti sakborninganna séu svartir og af rómönskum uppruna. Það sem vekur sérstaka athygli er að margir þeirra sem vitað er að Franco laug upp á játuðu engu að síður hinn óframda glæp, þar sem það er almennt vitað að það þýðir ekkert að mæta fyrir dómara og segjast saklaus þegar lögreglumaður segir annað. Sagðist hafa orðið vitni að fíkniefnaviðskiptum sem áttu sér aldrei stað Grunsemdir vöknuðu fyrst sumarið 2018 en þá var rannsókn sett af stað þegar framburður lögreglumannsins og sönnunargögn fóru ekki saman. Í einu tilviki sem rannsóknin náði til hafði Franco sagst hafa séð mann selja eiturlyf í anddyri byggingar en í ljós kom að viðskiptin áttu sér aldrei stað né fór lögreglumaðurinn inn í bygginguna yfir höfuð. Í öðru tilviki sagðist Franco hafa séð konu selja eiturlyf í fordyri byggingar á Madison-stræti en lögreglumaðurinn reyndist ekki heldur hafa farið inn í bygginguna í því tilviki og var alltof langt frá konunni til að sjá hvað hún var að gera. Þá sagðist hann í þriðja tilvikinu hafa séð mann selja konu kókaín en upptökur leiddu í ljós að það eina sem maðurinn vann sér til saka var að halda hurðinni opinni fyrir konuna. Tveir af sakborningunum þremur voru enn í fangelsi þegar upp komst um Franco. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times en miðillin hefur áður greint frá því að á árunum 2015 til 2018 komust ákæruvaldið eða dómarar að þeirri niðurstöðu í að minnsta kosti 25 tilvikum að hlutar framburðar lögreglumanna væru ósannir. Bandaríkin Lögreglumál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Joseph E. Franco framkvæmdi þúsundir handtaka á tveimur áratugum og bar vitni í fjölda dómsmála. Upp komst um óheiðarleika lögreglumannsins árið 2018, þegar skoðun öryggismyndavéla leiddi í ljós að hann laug til um hvað hann hafði séð. Nú liggur fyrir að um 90 sakfellingar í Brooklyn verða dregnar til baka og aðrar kunna að fylgja í öðrum hverfum New York. Um er að ræða eitt viðamesta málið af þessu tagi í sögu borgarinnar. Flesta málin tengjast fíkniefnum og er talið að stór hluti sakborninganna séu svartir og af rómönskum uppruna. Það sem vekur sérstaka athygli er að margir þeirra sem vitað er að Franco laug upp á játuðu engu að síður hinn óframda glæp, þar sem það er almennt vitað að það þýðir ekkert að mæta fyrir dómara og segjast saklaus þegar lögreglumaður segir annað. Sagðist hafa orðið vitni að fíkniefnaviðskiptum sem áttu sér aldrei stað Grunsemdir vöknuðu fyrst sumarið 2018 en þá var rannsókn sett af stað þegar framburður lögreglumannsins og sönnunargögn fóru ekki saman. Í einu tilviki sem rannsóknin náði til hafði Franco sagst hafa séð mann selja eiturlyf í anddyri byggingar en í ljós kom að viðskiptin áttu sér aldrei stað né fór lögreglumaðurinn inn í bygginguna yfir höfuð. Í öðru tilviki sagðist Franco hafa séð konu selja eiturlyf í fordyri byggingar á Madison-stræti en lögreglumaðurinn reyndist ekki heldur hafa farið inn í bygginguna í því tilviki og var alltof langt frá konunni til að sjá hvað hún var að gera. Þá sagðist hann í þriðja tilvikinu hafa séð mann selja konu kókaín en upptökur leiddu í ljós að það eina sem maðurinn vann sér til saka var að halda hurðinni opinni fyrir konuna. Tveir af sakborningunum þremur voru enn í fangelsi þegar upp komst um Franco. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times en miðillin hefur áður greint frá því að á árunum 2015 til 2018 komust ákæruvaldið eða dómarar að þeirri niðurstöðu í að minnsta kosti 25 tilvikum að hlutar framburðar lögreglumanna væru ósannir.
Bandaríkin Lögreglumál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira