Innlent

Úrskurðurinn kærður til Landsréttar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm

Úrskurður héraðsdóms frá því í tengslum við sóttvarnarhús verður kærður til Landsréttar. Frá þessu greindi Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi rétt í þessu. Fimmtán völdu að yfirgefa sóttvarnahús eftir að úrskurðurinn lá fyrir í gær, af um 250.

Þórólfur sagðist hafa tekið ákvörðunina um kæru í samráði við heilbrigðisráðuneytið en hún frestaði ekki réttaráhrifunum. Sagðist hann gera ráð fyrir að fleiri myndu mögulega yfirgefa sóttvarnarhús í dag.

Sóttvarnalæknir sagði ákvörðun Hæstaréttar virðast byggja á því að umrætt reglugerðarákvæði hefði ekki nægjanlega skýra lagastoð og þá sérstaklega að skilgreiningin á sóttvarnarhúsi væri ekki fullnægjandi.

Hann sagði dóminn óheppilegan útfrá sóttvarnasjónarmiðum og að hann teldi að ef hann yrði látinn standa þá myndu líkur aukast á fleiri smitum innanlands og mögulega hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslensku þjóðina.

Þær yrðu mögulega þær að ekki yrði hægt að slaka á aðgerðum innanlands.

Sagðist Þórólfur telja mikilvægt að lagalegur grundvöllur aðgerða yrði tryggður til að vernda þjóðina sem best. Sagðist hann hafa ítrekað þetta við stjórnvöld.


Tengdar fréttir

Þór­ólfur segir úr­skurðinn mikil von­brigði fyrir ís­­lenska þjóð

„Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt.

Gestum sótt­kvíar­hótels frjálst að ljúka sótt­kví annars staðar

Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús.

„Gríðarlega veigamiklir hagsmunir“ fyrir alla sem dvelja á sóttkvíarhótelinu

Málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur er lokið en ekki er að vænta niðurstöðu fyrr en í fyrsta lagi á morgun í máli þeirra sem látið hafa reyna á lögmæti þess að vera skikkaðir til að sæta sóttkví á sóttvarnarhóteli. Þetta staðfestir Ómar R. Valdimarsson lögmaður samtali við Vísi.

Tólf einstaklingar undir í fimm málum

Þinghald stendur enn yfir í máli sóttvarnalæknis og gesta sóttkvíarhótels sem krefjast þess að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Ákvörðun var tekin um að loka þinghaldi á seinustu stundu að ósk eins lögmanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×