Tólf einstaklingar undir í fimm málum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2021 18:30 Fyrirtaka í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. VILHELM Þinghald stendur enn yfir í máli sóttvarnalæknis og gesta sóttkvíarhótels sem krefjast þess að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Ákvörðun var tekin um að loka þinghaldi á seinustu stundu að ósk eins lögmanna. Fyrirtaka í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Í fyrstu leit út fyrir að þinghald yrði opið og höfðu fjölmiðlamenn komið sér fyrir í salnum þegar Reimar Pétursson, einn lögmannana, fór fram á að þinghald yrði lokað og var sammælst um það. Þrjár kröfur gesta á sóttkvíarhótelinu voru teknar fyrir í dag en þeir krefjast þess vistuninni verði aflétt tafarlaust. Kröfur tveggja fjölskyldna til viðbótar bættust við í dag og verður þær til meðferðar síðar. Alls eru tólf einstaklingar undir í málunum fimm að sögn Ómars R. Valdimarssonar, lögmanns. Lögmenn gesta á hótelinu telja að ekki sé næg lagastoð fyrir því að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli hafi það önnur úrræði. Kröfugerð sóttvarnalæknis barst héraðsdómi á hádegi í dag. Þórólfur Guðnason ítrekaði mikilvægi sóttvarnaraðgerða í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Ég bara bendi á að þungamiðjan í þessu máli og fókusinn eru sóttvarnarsjónarmið en ekki endilega lögfræðihlutinn þó hann verði auðvitað að vera í lagi. Við erum að reyna að koma í veg fyrir smit hingað inn með öllum tiltækum ráðum sem við getum og koma þannig í veg fyrir að við fáum faraldur innanlands á meðan við erum að reyna að ná útbreiddari þátttöku í bólusetningu,“ sagði Þórólfur. Þá veltir hann upp ábyrgð sóttvarnalæknis. „Það voru smá umræður um þetta í gær hvort það væri ráðuneytið eða sóttvarnalæknir og niðurstaðan var þessi, að það væri sóttvarnalæknir sem þyrfti að leggja fram þessa kröfugerð. Þetta er tilgreint svona í sóttvarnarlögum og reyndar kemur þetta líka fram í reglugerðinni.“ „En jújú ég tek alveg undir það. Mér finnst alveg sérkennilegt að sóttvarnalæknir þurfi að svara fyrir reglugerð ráðuneytisins en svona er þetta nú bara og ég tek því bara eins og öðru,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2. apríl 2021 00:59 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Fyrirtaka í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Í fyrstu leit út fyrir að þinghald yrði opið og höfðu fjölmiðlamenn komið sér fyrir í salnum þegar Reimar Pétursson, einn lögmannana, fór fram á að þinghald yrði lokað og var sammælst um það. Þrjár kröfur gesta á sóttkvíarhótelinu voru teknar fyrir í dag en þeir krefjast þess vistuninni verði aflétt tafarlaust. Kröfur tveggja fjölskyldna til viðbótar bættust við í dag og verður þær til meðferðar síðar. Alls eru tólf einstaklingar undir í málunum fimm að sögn Ómars R. Valdimarssonar, lögmanns. Lögmenn gesta á hótelinu telja að ekki sé næg lagastoð fyrir því að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli hafi það önnur úrræði. Kröfugerð sóttvarnalæknis barst héraðsdómi á hádegi í dag. Þórólfur Guðnason ítrekaði mikilvægi sóttvarnaraðgerða í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Ég bara bendi á að þungamiðjan í þessu máli og fókusinn eru sóttvarnarsjónarmið en ekki endilega lögfræðihlutinn þó hann verði auðvitað að vera í lagi. Við erum að reyna að koma í veg fyrir smit hingað inn með öllum tiltækum ráðum sem við getum og koma þannig í veg fyrir að við fáum faraldur innanlands á meðan við erum að reyna að ná útbreiddari þátttöku í bólusetningu,“ sagði Þórólfur. Þá veltir hann upp ábyrgð sóttvarnalæknis. „Það voru smá umræður um þetta í gær hvort það væri ráðuneytið eða sóttvarnalæknir og niðurstaðan var þessi, að það væri sóttvarnalæknir sem þyrfti að leggja fram þessa kröfugerð. Þetta er tilgreint svona í sóttvarnarlögum og reyndar kemur þetta líka fram í reglugerðinni.“ „En jújú ég tek alveg undir það. Mér finnst alveg sérkennilegt að sóttvarnalæknir þurfi að svara fyrir reglugerð ráðuneytisins en svona er þetta nú bara og ég tek því bara eins og öðru,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2. apríl 2021 00:59 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06
Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2. apríl 2021 00:59