Klopp segir Liverpool ekki í leit að hefnd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 08:01 Jürgen Klopp segir Liverpool ekki vera á höttunum eftir hefnd vegna þess sem gerðist í úrslitaleiknum 2018. Getty/Laurence Griffiths Liverpool heimsækir Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Jürgen Klopp, þjálfari gestanna, segir að liðið sé ekki í leit að hefnd fyrir það sem kom fyrir Mohamed Salah í úrslitaleiknum gegn Real vorið 2018. Klopp gaf þó til kynna á blaðamannafundi fyrir leikinn hversu mikið það myndi þýða fyrir Liverpool að komast áfram á kostnað Real Madrid. „Við viljum komast áfram í næstu umferð, við mætum Real Madrid og það hvetur okkur áfram þar sem þetta er Meistaradeild Evrópu. Það hefur ekkert með það að gera sem gerðist 2018. Þetta er samt í fyrsta skipti sem við spilum við Real síðan þá og auðvitað man ég eftir leiknum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær. „Ég sagði eftir leikinn þá að ef einhver myndi spyrja mig á blaðamannafundi viku síðar hvort ég myndi bjóða Sergio Ramos í sextugsafmæli mitt þá yrði svarið nei. Ég sagði einnig að mér hefði ekki líkað við það sem gerðist það kvöld. Það er langt síðan,“ bætti Klopp við. Real Madrid vann Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu það ár eftir að Sergio Ramos hafði dregið Mohamed Salah niður til að stöðva skyndisókn. Egyptinn fór í kjölfarið meiddur af velli og Liverpool tapaði leiknum eftir skelfileg mistök Loris Karius í marki liðsins. Alisson var keyptur skömmu síðar. Klopp til mikillar gleði þá verður Real án Ramos í kvöld sem og Dani Carvajal. Ekki að sá þýski sé mikið að spá í því. „Liðið okkar er sniðið að svona leikjum. Við erum að fara mæta liði sem vill spila fótbolta og það hjálpar okkur. Ég heyrði útundan mér að Real Madrid sé líklegra til að fara áfram. Frábært, það er ekki vandamál að okkar hálfu,“ sagði Klopp að lokum. Leikur Real Madrid og Liverpool er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld. Upphitun fyrir leikina í 8-liða úrslitum hefst klukkan 18.15. Hinn leikur dagsins er viðureign Borussia Dortmund og Manchester City. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Klopp gaf þó til kynna á blaðamannafundi fyrir leikinn hversu mikið það myndi þýða fyrir Liverpool að komast áfram á kostnað Real Madrid. „Við viljum komast áfram í næstu umferð, við mætum Real Madrid og það hvetur okkur áfram þar sem þetta er Meistaradeild Evrópu. Það hefur ekkert með það að gera sem gerðist 2018. Þetta er samt í fyrsta skipti sem við spilum við Real síðan þá og auðvitað man ég eftir leiknum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær. „Ég sagði eftir leikinn þá að ef einhver myndi spyrja mig á blaðamannafundi viku síðar hvort ég myndi bjóða Sergio Ramos í sextugsafmæli mitt þá yrði svarið nei. Ég sagði einnig að mér hefði ekki líkað við það sem gerðist það kvöld. Það er langt síðan,“ bætti Klopp við. Real Madrid vann Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu það ár eftir að Sergio Ramos hafði dregið Mohamed Salah niður til að stöðva skyndisókn. Egyptinn fór í kjölfarið meiddur af velli og Liverpool tapaði leiknum eftir skelfileg mistök Loris Karius í marki liðsins. Alisson var keyptur skömmu síðar. Klopp til mikillar gleði þá verður Real án Ramos í kvöld sem og Dani Carvajal. Ekki að sá þýski sé mikið að spá í því. „Liðið okkar er sniðið að svona leikjum. Við erum að fara mæta liði sem vill spila fótbolta og það hjálpar okkur. Ég heyrði útundan mér að Real Madrid sé líklegra til að fara áfram. Frábært, það er ekki vandamál að okkar hálfu,“ sagði Klopp að lokum. Leikur Real Madrid og Liverpool er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld. Upphitun fyrir leikina í 8-liða úrslitum hefst klukkan 18.15. Hinn leikur dagsins er viðureign Borussia Dortmund og Manchester City. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira