Klopp segir Liverpool ekki í leit að hefnd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 08:01 Jürgen Klopp segir Liverpool ekki vera á höttunum eftir hefnd vegna þess sem gerðist í úrslitaleiknum 2018. Getty/Laurence Griffiths Liverpool heimsækir Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Jürgen Klopp, þjálfari gestanna, segir að liðið sé ekki í leit að hefnd fyrir það sem kom fyrir Mohamed Salah í úrslitaleiknum gegn Real vorið 2018. Klopp gaf þó til kynna á blaðamannafundi fyrir leikinn hversu mikið það myndi þýða fyrir Liverpool að komast áfram á kostnað Real Madrid. „Við viljum komast áfram í næstu umferð, við mætum Real Madrid og það hvetur okkur áfram þar sem þetta er Meistaradeild Evrópu. Það hefur ekkert með það að gera sem gerðist 2018. Þetta er samt í fyrsta skipti sem við spilum við Real síðan þá og auðvitað man ég eftir leiknum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær. „Ég sagði eftir leikinn þá að ef einhver myndi spyrja mig á blaðamannafundi viku síðar hvort ég myndi bjóða Sergio Ramos í sextugsafmæli mitt þá yrði svarið nei. Ég sagði einnig að mér hefði ekki líkað við það sem gerðist það kvöld. Það er langt síðan,“ bætti Klopp við. Real Madrid vann Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu það ár eftir að Sergio Ramos hafði dregið Mohamed Salah niður til að stöðva skyndisókn. Egyptinn fór í kjölfarið meiddur af velli og Liverpool tapaði leiknum eftir skelfileg mistök Loris Karius í marki liðsins. Alisson var keyptur skömmu síðar. Klopp til mikillar gleði þá verður Real án Ramos í kvöld sem og Dani Carvajal. Ekki að sá þýski sé mikið að spá í því. „Liðið okkar er sniðið að svona leikjum. Við erum að fara mæta liði sem vill spila fótbolta og það hjálpar okkur. Ég heyrði útundan mér að Real Madrid sé líklegra til að fara áfram. Frábært, það er ekki vandamál að okkar hálfu,“ sagði Klopp að lokum. Leikur Real Madrid og Liverpool er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld. Upphitun fyrir leikina í 8-liða úrslitum hefst klukkan 18.15. Hinn leikur dagsins er viðureign Borussia Dortmund og Manchester City. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Klopp gaf þó til kynna á blaðamannafundi fyrir leikinn hversu mikið það myndi þýða fyrir Liverpool að komast áfram á kostnað Real Madrid. „Við viljum komast áfram í næstu umferð, við mætum Real Madrid og það hvetur okkur áfram þar sem þetta er Meistaradeild Evrópu. Það hefur ekkert með það að gera sem gerðist 2018. Þetta er samt í fyrsta skipti sem við spilum við Real síðan þá og auðvitað man ég eftir leiknum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær. „Ég sagði eftir leikinn þá að ef einhver myndi spyrja mig á blaðamannafundi viku síðar hvort ég myndi bjóða Sergio Ramos í sextugsafmæli mitt þá yrði svarið nei. Ég sagði einnig að mér hefði ekki líkað við það sem gerðist það kvöld. Það er langt síðan,“ bætti Klopp við. Real Madrid vann Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu það ár eftir að Sergio Ramos hafði dregið Mohamed Salah niður til að stöðva skyndisókn. Egyptinn fór í kjölfarið meiddur af velli og Liverpool tapaði leiknum eftir skelfileg mistök Loris Karius í marki liðsins. Alisson var keyptur skömmu síðar. Klopp til mikillar gleði þá verður Real án Ramos í kvöld sem og Dani Carvajal. Ekki að sá þýski sé mikið að spá í því. „Liðið okkar er sniðið að svona leikjum. Við erum að fara mæta liði sem vill spila fótbolta og það hjálpar okkur. Ég heyrði útundan mér að Real Madrid sé líklegra til að fara áfram. Frábært, það er ekki vandamál að okkar hálfu,“ sagði Klopp að lokum. Leikur Real Madrid og Liverpool er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld. Upphitun fyrir leikina í 8-liða úrslitum hefst klukkan 18.15. Hinn leikur dagsins er viðureign Borussia Dortmund og Manchester City. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira