Klopp segir Liverpool ekki í leit að hefnd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 08:01 Jürgen Klopp segir Liverpool ekki vera á höttunum eftir hefnd vegna þess sem gerðist í úrslitaleiknum 2018. Getty/Laurence Griffiths Liverpool heimsækir Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Jürgen Klopp, þjálfari gestanna, segir að liðið sé ekki í leit að hefnd fyrir það sem kom fyrir Mohamed Salah í úrslitaleiknum gegn Real vorið 2018. Klopp gaf þó til kynna á blaðamannafundi fyrir leikinn hversu mikið það myndi þýða fyrir Liverpool að komast áfram á kostnað Real Madrid. „Við viljum komast áfram í næstu umferð, við mætum Real Madrid og það hvetur okkur áfram þar sem þetta er Meistaradeild Evrópu. Það hefur ekkert með það að gera sem gerðist 2018. Þetta er samt í fyrsta skipti sem við spilum við Real síðan þá og auðvitað man ég eftir leiknum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær. „Ég sagði eftir leikinn þá að ef einhver myndi spyrja mig á blaðamannafundi viku síðar hvort ég myndi bjóða Sergio Ramos í sextugsafmæli mitt þá yrði svarið nei. Ég sagði einnig að mér hefði ekki líkað við það sem gerðist það kvöld. Það er langt síðan,“ bætti Klopp við. Real Madrid vann Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu það ár eftir að Sergio Ramos hafði dregið Mohamed Salah niður til að stöðva skyndisókn. Egyptinn fór í kjölfarið meiddur af velli og Liverpool tapaði leiknum eftir skelfileg mistök Loris Karius í marki liðsins. Alisson var keyptur skömmu síðar. Klopp til mikillar gleði þá verður Real án Ramos í kvöld sem og Dani Carvajal. Ekki að sá þýski sé mikið að spá í því. „Liðið okkar er sniðið að svona leikjum. Við erum að fara mæta liði sem vill spila fótbolta og það hjálpar okkur. Ég heyrði útundan mér að Real Madrid sé líklegra til að fara áfram. Frábært, það er ekki vandamál að okkar hálfu,“ sagði Klopp að lokum. Leikur Real Madrid og Liverpool er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld. Upphitun fyrir leikina í 8-liða úrslitum hefst klukkan 18.15. Hinn leikur dagsins er viðureign Borussia Dortmund og Manchester City. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sjá meira
Klopp gaf þó til kynna á blaðamannafundi fyrir leikinn hversu mikið það myndi þýða fyrir Liverpool að komast áfram á kostnað Real Madrid. „Við viljum komast áfram í næstu umferð, við mætum Real Madrid og það hvetur okkur áfram þar sem þetta er Meistaradeild Evrópu. Það hefur ekkert með það að gera sem gerðist 2018. Þetta er samt í fyrsta skipti sem við spilum við Real síðan þá og auðvitað man ég eftir leiknum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær. „Ég sagði eftir leikinn þá að ef einhver myndi spyrja mig á blaðamannafundi viku síðar hvort ég myndi bjóða Sergio Ramos í sextugsafmæli mitt þá yrði svarið nei. Ég sagði einnig að mér hefði ekki líkað við það sem gerðist það kvöld. Það er langt síðan,“ bætti Klopp við. Real Madrid vann Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu það ár eftir að Sergio Ramos hafði dregið Mohamed Salah niður til að stöðva skyndisókn. Egyptinn fór í kjölfarið meiddur af velli og Liverpool tapaði leiknum eftir skelfileg mistök Loris Karius í marki liðsins. Alisson var keyptur skömmu síðar. Klopp til mikillar gleði þá verður Real án Ramos í kvöld sem og Dani Carvajal. Ekki að sá þýski sé mikið að spá í því. „Liðið okkar er sniðið að svona leikjum. Við erum að fara mæta liði sem vill spila fótbolta og það hjálpar okkur. Ég heyrði útundan mér að Real Madrid sé líklegra til að fara áfram. Frábært, það er ekki vandamál að okkar hálfu,“ sagði Klopp að lokum. Leikur Real Madrid og Liverpool er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld. Upphitun fyrir leikina í 8-liða úrslitum hefst klukkan 18.15. Hinn leikur dagsins er viðureign Borussia Dortmund og Manchester City. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Í beinni: Man. City - Napoli | De Bruyne, Höjlund og McTominay aftur í Manchester Í beinni: Newcastle - Barcelona | Spænska stóveldið án Yamal Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sjá meira