Klopp segir Liverpool ekki í leit að hefnd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 08:01 Jürgen Klopp segir Liverpool ekki vera á höttunum eftir hefnd vegna þess sem gerðist í úrslitaleiknum 2018. Getty/Laurence Griffiths Liverpool heimsækir Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Jürgen Klopp, þjálfari gestanna, segir að liðið sé ekki í leit að hefnd fyrir það sem kom fyrir Mohamed Salah í úrslitaleiknum gegn Real vorið 2018. Klopp gaf þó til kynna á blaðamannafundi fyrir leikinn hversu mikið það myndi þýða fyrir Liverpool að komast áfram á kostnað Real Madrid. „Við viljum komast áfram í næstu umferð, við mætum Real Madrid og það hvetur okkur áfram þar sem þetta er Meistaradeild Evrópu. Það hefur ekkert með það að gera sem gerðist 2018. Þetta er samt í fyrsta skipti sem við spilum við Real síðan þá og auðvitað man ég eftir leiknum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær. „Ég sagði eftir leikinn þá að ef einhver myndi spyrja mig á blaðamannafundi viku síðar hvort ég myndi bjóða Sergio Ramos í sextugsafmæli mitt þá yrði svarið nei. Ég sagði einnig að mér hefði ekki líkað við það sem gerðist það kvöld. Það er langt síðan,“ bætti Klopp við. Real Madrid vann Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu það ár eftir að Sergio Ramos hafði dregið Mohamed Salah niður til að stöðva skyndisókn. Egyptinn fór í kjölfarið meiddur af velli og Liverpool tapaði leiknum eftir skelfileg mistök Loris Karius í marki liðsins. Alisson var keyptur skömmu síðar. Klopp til mikillar gleði þá verður Real án Ramos í kvöld sem og Dani Carvajal. Ekki að sá þýski sé mikið að spá í því. „Liðið okkar er sniðið að svona leikjum. Við erum að fara mæta liði sem vill spila fótbolta og það hjálpar okkur. Ég heyrði útundan mér að Real Madrid sé líklegra til að fara áfram. Frábært, það er ekki vandamál að okkar hálfu,“ sagði Klopp að lokum. Leikur Real Madrid og Liverpool er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld. Upphitun fyrir leikina í 8-liða úrslitum hefst klukkan 18.15. Hinn leikur dagsins er viðureign Borussia Dortmund og Manchester City. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira
Klopp gaf þó til kynna á blaðamannafundi fyrir leikinn hversu mikið það myndi þýða fyrir Liverpool að komast áfram á kostnað Real Madrid. „Við viljum komast áfram í næstu umferð, við mætum Real Madrid og það hvetur okkur áfram þar sem þetta er Meistaradeild Evrópu. Það hefur ekkert með það að gera sem gerðist 2018. Þetta er samt í fyrsta skipti sem við spilum við Real síðan þá og auðvitað man ég eftir leiknum,“ sagði Klopp á blaðamannafundi í gær. „Ég sagði eftir leikinn þá að ef einhver myndi spyrja mig á blaðamannafundi viku síðar hvort ég myndi bjóða Sergio Ramos í sextugsafmæli mitt þá yrði svarið nei. Ég sagði einnig að mér hefði ekki líkað við það sem gerðist það kvöld. Það er langt síðan,“ bætti Klopp við. Real Madrid vann Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu það ár eftir að Sergio Ramos hafði dregið Mohamed Salah niður til að stöðva skyndisókn. Egyptinn fór í kjölfarið meiddur af velli og Liverpool tapaði leiknum eftir skelfileg mistök Loris Karius í marki liðsins. Alisson var keyptur skömmu síðar. Klopp til mikillar gleði þá verður Real án Ramos í kvöld sem og Dani Carvajal. Ekki að sá þýski sé mikið að spá í því. „Liðið okkar er sniðið að svona leikjum. Við erum að fara mæta liði sem vill spila fótbolta og það hjálpar okkur. Ég heyrði útundan mér að Real Madrid sé líklegra til að fara áfram. Frábært, það er ekki vandamál að okkar hálfu,“ sagði Klopp að lokum. Leikur Real Madrid og Liverpool er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport í kvöld. Upphitun fyrir leikina í 8-liða úrslitum hefst klukkan 18.15. Hinn leikur dagsins er viðureign Borussia Dortmund og Manchester City. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira