Erlent

Verður sviptur riddara­tign vegna barna­níðs

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ron Brierley var sleginn til riddara á níunda áratugnum. Nú stendur til að svipta hann tigninni.
Ron Brierley var sleginn til riddara á níunda áratugnum. Nú stendur til að svipta hann tigninni. Mick Tsikas/AAP Image via AP

Einn þekktasti viðskiptamaður Nýja-Sjálands, Ron Brierley, hefur gengist við því að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Myndefnið sýndi börn allt niður í tveggja ára gömul. Vinna er hafin við að svipta Brierley riddaratign vegna málsins.

Guardian greinir frá því að hinn 83 ára Brierley, sem efnaðist með umsvifamiklum fjárfestingum á áttunda og níunda áratugnum, hafi gengist við þremur ákæruliðum á hendur sér. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi.

Fallið var frá fjórtán öðrum ákæruliðum á hendur Brierley í kjölfar játningar hans. Hann gekkst meðal annars við því að hafa haft í fórum sínum myndir sem sýndu tveggja ára stúlku á kynferðislegan hátt.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, segir vinnu hafna við það að svipta Brierley riddaratign sem honum var veitt árið 1988. Elísabet Englandsdrottning þarf að leggja blessun sína yfir ákvörðunina um að svipta Brierley riddaratign, svo hún nái fram að ganga.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.