Erlent

45 tróðust undir í minningar­at­höfn Ma­gu­fu­lis

Atli Ísleifsson skrifar
Þúsundir komu saman í Dar es Salaam á sunnudag til að minnast forsetans fyrrverandi.
Þúsundir komu saman í Dar es Salaam á sunnudag til að minnast forsetans fyrrverandi. EPA

Lögregla í Tansaníu segir að 45 manns hafi látið lífið um liðna helgi eftir að hafa troðist undir í stærstu borg landsins, Dar es Salaam, þar sem verið var að heiðra John Pombe Magufuli, forseta Tansaníu, sem lést á dögunum.

Magufuli, sem hafði sætt gagnrýni fyrir fullyrðingar sínar um að bænir kæmu í veg fyrir kórónuveirusmit, lést af völdum hjartaveikinda um miðjan mars.

Þúsundir komu svo saman í Dar es Salaam á sunnudaginn þar sem forsetans var minnst og hann heiðraður. Í tengslum við athöfnina sköpuðust mikil þrengsli og fór þannig að 45 létust eftir að hafa troðist undir.

„Það voru margir sem vildu komast inn á íþróttavöllinn og einhverjir sem voru óþolinmóðir. Þeir reyndu að brjóta sér leið inn og það leiddi til mikillar ringulreiðar,“ segir lögreglustjórinn Lazaro Mambosasa.

Magufuli varð 61 árs að aldri en hann tók við sem forseti árið 2015.


Tengdar fréttir

Forseti Tansaníu látinn 61 árs að aldri

John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál.

„Mamma“ Samia fyrsta konan á forsetastóli í Tansaníu

Samia Suluhu Hassan varð í dag fyrsta konan til þess að gegna embætti forseta Tansaníu þegar hún sór embættiseið. Hassan var varaforseti Johns Magufuli sem er sagður hafa látist úr hjartaáfalli í vikunni. Hún nýtur virðingar á meðal landsmanna sem kalla hana „Mömmu“ Samiu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×