„Mamma“ Samia fyrsta konan á forsetastóli í Tansaníu Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2021 08:40 Samia Suluhu Hassan á viðburði á þriðjudag, degi áður en hún tilkynnti um andlát Johns Magufuli forseta. Vísir/AP Samia Suluhu Hassan varð í dag fyrsta konan til þess að gegna embætti forseta Tansaníu þegar hún sór embættiseið. Hassan var varaforseti Johns Magufuli sem er sagður hafa látist úr hjartaáfalli í vikunni. Hún nýtur virðingar á meðal landsmanna sem kalla hana „Mömmu“ Samiu. Það var Hassan sem tilkynnti um andlát Magufuli á miðvikudag. Forsetinn hafði afneitað því að kórónuveirufaraldur geisaði í Tansaníu og sagði að fyrirbærnir þjóðarinnar hefðu eytt veirunni. Þegar ekkert sást til forsetans í tvær vikur veltu margir vöngum yfir hvort að hann hefði sjálfur smitast af veirunni. Opinber dánarorsök hans var sögð hjartaáfall. AP-fréttastofan segir að Magufuli hafi verið búinn að viðurkenna alvarleika faraldursins mörgum vikum fyrir andlát sitt. Samkvæmt stjórnarskrá Tansaníu á Hassan að sitja það sem eftir lifir af fimm ára kjörtímabili Magufuli sem forseti. Þau voru endurkjörin í kosningum í fyrra. Hennar bíður nú meðal annars það verk að ákveða hvort hún falist eftir bóluefni gegn veirunni fyrir 58 milljónir landsmanna. Magufuli neitaði að sækjast eftir bóluefni nema hans eigin sérfræðingar gætu metið ágæti þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunna. Hassan er 61 árs gömul og var fyrst kjörin til opinbers embættis árið 2000. Hún vakti fyrst verulega athygli þegar hún var varaformaður stjórnlagaráðs sem kom saman til að semja nýja stjórnarskrá árið 2014. Í þeim störfum var hún talin standa sig vel í að halda skoðanaglöðustu fulltrúum ráðsins við efnið. Breska ríkisútvarpið BBC tekur sérstaklega fram að gælunafnið „mamma“ sé til marks um virðingu í tansanískri menningu en ekki kynjuð smætting á henni. Hassan er talin yfirvegaðri og íhugulli en Magufuli sem var sagður hvatvís og gjarn á að segja hluti að óathuguðu máli. Hassan verður einnig fyrsti forseti Tansaníu sem kemur frá Sansíbar, sjálfstjórnarhéraði sem tilheyrir Tansaníu. Tansanía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti Tansaníu látinn 61 árs að aldri John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál. 17. mars 2021 22:55 Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Það var Hassan sem tilkynnti um andlát Magufuli á miðvikudag. Forsetinn hafði afneitað því að kórónuveirufaraldur geisaði í Tansaníu og sagði að fyrirbærnir þjóðarinnar hefðu eytt veirunni. Þegar ekkert sást til forsetans í tvær vikur veltu margir vöngum yfir hvort að hann hefði sjálfur smitast af veirunni. Opinber dánarorsök hans var sögð hjartaáfall. AP-fréttastofan segir að Magufuli hafi verið búinn að viðurkenna alvarleika faraldursins mörgum vikum fyrir andlát sitt. Samkvæmt stjórnarskrá Tansaníu á Hassan að sitja það sem eftir lifir af fimm ára kjörtímabili Magufuli sem forseti. Þau voru endurkjörin í kosningum í fyrra. Hennar bíður nú meðal annars það verk að ákveða hvort hún falist eftir bóluefni gegn veirunni fyrir 58 milljónir landsmanna. Magufuli neitaði að sækjast eftir bóluefni nema hans eigin sérfræðingar gætu metið ágæti þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunna. Hassan er 61 árs gömul og var fyrst kjörin til opinbers embættis árið 2000. Hún vakti fyrst verulega athygli þegar hún var varaformaður stjórnlagaráðs sem kom saman til að semja nýja stjórnarskrá árið 2014. Í þeim störfum var hún talin standa sig vel í að halda skoðanaglöðustu fulltrúum ráðsins við efnið. Breska ríkisútvarpið BBC tekur sérstaklega fram að gælunafnið „mamma“ sé til marks um virðingu í tansanískri menningu en ekki kynjuð smætting á henni. Hassan er talin yfirvegaðri og íhugulli en Magufuli sem var sagður hvatvís og gjarn á að segja hluti að óathuguðu máli. Hassan verður einnig fyrsti forseti Tansaníu sem kemur frá Sansíbar, sjálfstjórnarhéraði sem tilheyrir Tansaníu.
Tansanía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti Tansaníu látinn 61 árs að aldri John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál. 17. mars 2021 22:55 Mest lesið Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Forseti Tansaníu látinn 61 árs að aldri John Magufuli, forseti Tansaníu, lést í gær 61 árs að aldri. Varaforseti landsins greindi frá þessu í sjónvarpsávarpi í dag og sagði Magufuli hafa dáið á spítala í Dar es Salaam, stærstu borg landsins, eftir glímu við bráð hjartavandamál. 17. mars 2021 22:55