Undirbúa páskaumferð að Geldingadölum: „Það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 19:18 Mikil gæsla hefur verið á gossvæðinu en tekið er að mæða á fólki sem henni sinnir, sérstaklega björgunarsveitarfólki. Vísir/Vilhelm „Við sjáum það alveg fyrir að við getum ekki haldið slíkri gæslu úti eins og búin er að vera,“ segir Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Mikið hefur mætt á lögreglu- og björgunarsveitarfólki sem sinnt hefur gæslu við gossvæðið í Geldingadölum frá því gos hófst þar 19. mars. Í samtali við fréttastofu segir Hjálmar að verið sé að skoða framhaldið, meðal annars páskatímann. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum frá því gosið hófst og því viðbúið að margt verði um manninn við gossvæðið um páskana. Hann telji að hægt sé að undirbúa betur undir þá umferð sem fyrirséð er á næstunni. „Bæði með viðgerð á veginum og eins bílastæði við bæinn Hraun. Ef það kemur yfirfylli á svæðið þá getum við lokað, fólk getur þó lagt við Hraun. Það er stysta gangan, fyrir utan frá bílastæðunum sem eru á svæðinu.“ Tekin var ákvörðun um að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan níu í gærkvöldi. Var það gert af öryggisástæðum, þar sem þörf var á að hvíla björgunarlið sem staðið hefur vaktina við svæðið í rúma viku. Geldingadalir voru svo rýmdir á miðnætti en aftur var opnað fyrir umferð þangað í morgun. „Ég vorkenni svo sem ekkert okkur löggunum, við erum að fá aðstoð bæði úr Reykjavík og frá sérsveit við okkar pósta. En það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar,“ segir Hjálmar. Einstefnu aflétt í dag Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að einstefnuakstri um Suðurstrandarveg til austurs frá Grindavík hefur verið aflétt, í ljósi þess að bráðabirgðaviðgerðum Vegagerðarinnar á vegi upp með Festarfjalli sé lokið. „Vegagerðin sett upp umferðarskilti um lækkaðan hámarkshraða, auk þess sem bann hefur verið lagt við lagningum bifreiða við Suðurstrandarveg. Öllum bifreiðum verður beint á bifreiðastæði sem útbúin hafa verið í grennd við upphafsstað gönguleiðar. Áætlað er að bifreiðastæði sem útbúin hafa verið, geti tekið við um 1000 bifreiðum,“ segir í tilkynningunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Lögreglumál Páskar Tengdar fréttir Hvetja til gjaldtöku við gosstöðvarnar Fjölbreyttur hópur fólks er sammála um að skynsamlegt væri að koma á gjaldtöku fyrir bílastæði við Suðurstrandarveg. Björn Teitsson, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. 29. mars 2021 16:38 Eldri kynslóðin vill fljúga „Það er rosalega mikið að gera. Eiginlega bara gríðarlega mikið að gera,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Segja má að eldgosið í Geldingadölum hafi verið kærkomið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki landsins því þar stoppar síminn varla og hjá Norðurflugi er biðlisti fram að páskum líkt og staðan er nú. Birgir segir eitt og annað hafa komið á óvart undanfarna daga. 29. mars 2021 16:11 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Í samtali við fréttastofu segir Hjálmar að verið sé að skoða framhaldið, meðal annars páskatímann. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum frá því gosið hófst og því viðbúið að margt verði um manninn við gossvæðið um páskana. Hann telji að hægt sé að undirbúa betur undir þá umferð sem fyrirséð er á næstunni. „Bæði með viðgerð á veginum og eins bílastæði við bæinn Hraun. Ef það kemur yfirfylli á svæðið þá getum við lokað, fólk getur þó lagt við Hraun. Það er stysta gangan, fyrir utan frá bílastæðunum sem eru á svæðinu.“ Tekin var ákvörðun um að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan níu í gærkvöldi. Var það gert af öryggisástæðum, þar sem þörf var á að hvíla björgunarlið sem staðið hefur vaktina við svæðið í rúma viku. Geldingadalir voru svo rýmdir á miðnætti en aftur var opnað fyrir umferð þangað í morgun. „Ég vorkenni svo sem ekkert okkur löggunum, við erum að fá aðstoð bæði úr Reykjavík og frá sérsveit við okkar pósta. En það mæðir mikið á björgunarsveitarfólkinu okkar,“ segir Hjálmar. Einstefnu aflétt í dag Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að einstefnuakstri um Suðurstrandarveg til austurs frá Grindavík hefur verið aflétt, í ljósi þess að bráðabirgðaviðgerðum Vegagerðarinnar á vegi upp með Festarfjalli sé lokið. „Vegagerðin sett upp umferðarskilti um lækkaðan hámarkshraða, auk þess sem bann hefur verið lagt við lagningum bifreiða við Suðurstrandarveg. Öllum bifreiðum verður beint á bifreiðastæði sem útbúin hafa verið í grennd við upphafsstað gönguleiðar. Áætlað er að bifreiðastæði sem útbúin hafa verið, geti tekið við um 1000 bifreiðum,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Lögreglumál Páskar Tengdar fréttir Hvetja til gjaldtöku við gosstöðvarnar Fjölbreyttur hópur fólks er sammála um að skynsamlegt væri að koma á gjaldtöku fyrir bílastæði við Suðurstrandarveg. Björn Teitsson, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. 29. mars 2021 16:38 Eldri kynslóðin vill fljúga „Það er rosalega mikið að gera. Eiginlega bara gríðarlega mikið að gera,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Segja má að eldgosið í Geldingadölum hafi verið kærkomið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki landsins því þar stoppar síminn varla og hjá Norðurflugi er biðlisti fram að páskum líkt og staðan er nú. Birgir segir eitt og annað hafa komið á óvart undanfarna daga. 29. mars 2021 16:11 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Hvetja til gjaldtöku við gosstöðvarnar Fjölbreyttur hópur fólks er sammála um að skynsamlegt væri að koma á gjaldtöku fyrir bílastæði við Suðurstrandarveg. Björn Teitsson, kynningarstjóri hjá Krabbameinsfélaginu og fyrrverandi formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vakti máls á þessu í Morgunblaðinu í dag. 29. mars 2021 16:38
Eldri kynslóðin vill fljúga „Það er rosalega mikið að gera. Eiginlega bara gríðarlega mikið að gera,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Segja má að eldgosið í Geldingadölum hafi verið kærkomið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki landsins því þar stoppar síminn varla og hjá Norðurflugi er biðlisti fram að páskum líkt og staðan er nú. Birgir segir eitt og annað hafa komið á óvart undanfarna daga. 29. mars 2021 16:11