Eldri kynslóðin vill fljúga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. mars 2021 16:11 Ferðaþjónustan hefur átt betri daga en nú í heimsfaraldi. Staðan breyttist hins vegar óvænt hjá mörgum þeirra þegar eldgos hófst á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm „Það er rosalega mikið að gera. Eiginlega bara gríðarlega mikið að gera,“ segir Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs. Segja má að eldgosið í Geldingadölum hafi verið kærkomið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki landsins því þar stoppar síminn varla og hjá Norðurflugi er biðlisti fram að páskum líkt og staðan er nú. Birgir segir eitt og annað hafa komið á óvart undanfarna daga. „Það er talsvert um að fullorðið fólk sé að bóka hjá okkur,“ segir Birgir. „Og ekki bara fullorðið fólk heldur fólk sem treystir sér ekki að ganga inn á svæðið. Við sjáum það í fréttum að fólk getur lent í alls kyns hremmingum þarna sem verður til þess að fólk hikstar við að fara,“ bætir hann við. Birgir segir það algengan misskilning að þyrluflug séu aðeins fyrir efnaða. Fólk úr öllum áttum sæki í slíkan fararskjóta – ekki síst þegar sjónarspilið sé með þessum hætti. Þá segir hann það hafa komið á óvart hversu margir útlendingar bóki þyrluferð yfir gosið en tekur fram að sóttvörnum sé gætt í hvívetna. Hann líkir ástandinu við „hálfgert brjálæði“. „Þetta eru einhvers staðar á bilinu sextíu til níutíu manns á dag,“ segir hann en flogið er á um það bil klukkustundar fresti allan daginn og fram á kvöld. Algengt verð fyrir þyrluferð á gosstöðvarnar er í kringum 44 þúsund krónur hjá ferðaþjónustuaðilum. Er þar miðað við verð á einstakling og eru yfirleitt um fjórir til sex í hverri ferð eftir stærð þyrlunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
„Það er talsvert um að fullorðið fólk sé að bóka hjá okkur,“ segir Birgir. „Og ekki bara fullorðið fólk heldur fólk sem treystir sér ekki að ganga inn á svæðið. Við sjáum það í fréttum að fólk getur lent í alls kyns hremmingum þarna sem verður til þess að fólk hikstar við að fara,“ bætir hann við. Birgir segir það algengan misskilning að þyrluflug séu aðeins fyrir efnaða. Fólk úr öllum áttum sæki í slíkan fararskjóta – ekki síst þegar sjónarspilið sé með þessum hætti. Þá segir hann það hafa komið á óvart hversu margir útlendingar bóki þyrluferð yfir gosið en tekur fram að sóttvörnum sé gætt í hvívetna. Hann líkir ástandinu við „hálfgert brjálæði“. „Þetta eru einhvers staðar á bilinu sextíu til níutíu manns á dag,“ segir hann en flogið er á um það bil klukkustundar fresti allan daginn og fram á kvöld. Algengt verð fyrir þyrluferð á gosstöðvarnar er í kringum 44 þúsund krónur hjá ferðaþjónustuaðilum. Er þar miðað við verð á einstakling og eru yfirleitt um fjórir til sex í hverri ferð eftir stærð þyrlunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira