Innlent

Áslaug, Ástráður, Kjartan Bjarni og Skúli vilja verða næsti umboðsmaður Alþingis

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Tryggvi Gunnarsson var skipaður umboðsmaður Alþingis árið 1998. Hann hefur beðist lausnar eftir 23 ár í embættinu.
Tryggvi Gunnarsson var skipaður umboðsmaður Alþingis árið 1998. Hann hefur beðist lausnar eftir 23 ár í embættinu.

Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður, Ástráður Haraldsson dómari, Kjartan Bjarni Björgvinsson, dómari og settur umboðsmaður, og Skúli Magnússon dómari hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis.

Tryggvi Gunnarsson baðst lausnar sem umboðsmaður Alþingis í febrúar síðastliðnum, en hann hefur gegnt embættinu frá 1998 eða í 23 ár. Hann mun láta af störfum fyrir lok apríl mánaðar.

Í tilkynningu á heimasíðu Alþingis segir að undirnefnd forsætisnefndar hafi skipað ráðgjafarnefnd sem verði innan handar við að tilnefna einstakling í embættið.

Eftirtaldir sérfræðingar skipa ráðgjafarnefndina: Helgi I. Jónsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri Deloitte, og Kristín Benediktsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Starfsmaður nefndarinnar er Heiðrún Pálsdóttir, ritari forseta Alþingis.

Undirnefnd forsætisnefndar og ráðgjafarnefndin starfa samkvæmt verklagsreglum sem forsætisnefnd hefur sett og gilda um undirbúning fyrir kosningu umboðsmanns og ríkisendurskoðanda.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.