Fótbolti

Sex breytingar á byrjunarliði Íslands urðu fimm

Sindri Sverrisson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson er klár í slaginn með Íslandi. Það snjóaði vel á Jóhann og félaga á æfingu íslenska landsliðsins í Armeníu í gær.
Jóhann Berg Guðmundsson er klár í slaginn með Íslandi. Það snjóaði vel á Jóhann og félaga á æfingu íslenska landsliðsins í Armeníu í gær. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Arnar Þór Viðarsson hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands sem mætir Armeníu í undankeppni HM karla í fótbolta í Jerevan kl. 16.

Arnar gerði sex breytingar á byrjunarliðinu sem mætti Þýskalandi á fimmtudaginn í fyrsta leik Íslands í undankeppninni, þar sem Þjóðverjar unnu 3-0 sigur. Á sama tíma vann Armenía 1-0 útisigur gegn Liechtenstein.

Uppfært kl. 15.48: Ragnar Sigurðsson dró sig út úr byrjunarliðinu í upphitun, vegna meiðsla, og Kári Árnason kom inn í hans stað. Því voru fimm breytingar en ekki sex á byrjunarliðinu sem mætti Þýskalandi.

Byrjunarlið Íslands gegn Armeníu.@footballiceland

Birkir Már Sævarsson og Ari Freyr Skúlason koma inn í vörn Íslands. Arnór Sigurðsson og Albert Guðmundsson fá jafnframt tækifæri í byrjunarliðinu, og Jóhann Berg Guðmundsson er klár í slaginn eftir að hafa ekki getað æft af fullum krafti fyrir leikinn við Þjóðverja.

Alfons Sampsted, Hörður Björgvin Magnússon, Guðlaugur Victor Pálsson, Arnór Ingvi Traustason og Rúnar Már Sigurjónsson taka sér sæti á bekknum.

Byrjunarlið Íslands:

Markvörður: Hannes Þór Halldórsson.

Varnarmenn: Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason, Sverrir Ingi Ingason, Ari Freyr Skúlason.

Miðjumenn: Arnór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason.

Sóknarmenn: Jóhann Berg Guðmundsson, Jón Daði Böðvarsson, Albert Guðmundsson.

Leikurinn gegn Armeníu hefst eins og fyrr segir kl. 16 og er að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Vísi


Tengdar fréttir

Arnar Þór: Albert er enginn letingi

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, skilur ekkert í umræðunni um lítið vinnuframlag Alberts Guðmundssonar.

Lars ekki með í Armeníu

Lars Lagerback, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, ferðaðist ekki með íslenska hópnum yfir til Armeníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×