Fótbolti

Íslenska landsliðið æfði á snævi þöktum velli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Laugardalsvöllur að vetri til eða Vazgen Sargsyan leikvangurinn?
Laugardalsvöllur að vetri til eða Vazgen Sargsyan leikvangurinn? Skjáskot

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu æfði við erfiðar aðstæður í Jerevan, höfuðborg Armeníu, í dag á vellinum sem liðið spilar við Armena á morgun.

Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan snjóaði hressilega á leikmenn Íslands þegar liðið æfði á þjóðarleikvangi Armena í dag.

Aðstæður sem íslensku landsliðsmennirnir ættu reyndar flestir að þekkja eftir að hafa alist upp á norðlægum slóðum.

Vazgen Sargsyan er með náttúrulegt gras og verður fróðlegt að sjá hvernig aðstæður til knattspyrnuiðkunar verða á morgun þegar Ísland og Armenía mætast í 2.umferð undankeppni HM 2022 en leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma.


Tengdar fréttir

Arnar Þór: Albert er enginn letingi

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, skilur ekkert í umræðunni um lítið vinnuframlag Alberts Guðmundssonar.

Lars ekki með í Armeníu

Lars Lagerback, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, ferðaðist ekki með íslenska hópnum yfir til Armeníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×