Erlent

Fimm ára dómi Gunnars Jóhanns áfrýjað til Hæstaréttar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnar Jóhann Gunnarsson var dæmdur í þrettán ára fangelsi á neðsta dómstigi fyrir að hafa banað hálfbróður sínum í Mehamn í apríl 2019. Áfrýjunardómstóll mildaði dóminn í fimm ára fangelsi og taldi ekki sannað að um ásetning hefði verið að ræða.
Gunnar Jóhann Gunnarsson var dæmdur í þrettán ára fangelsi á neðsta dómstigi fyrir að hafa banað hálfbróður sínum í Mehamn í apríl 2019. Áfrýjunardómstóll mildaði dóminn í fimm ára fangelsi og taldi ekki sannað að um ásetning hefði verið að ræða.

Saksóknari í Noregi hefur áfrýjað fangelsisdómi yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni sem féll í byrjun mánaðar til Hæstaréttar.

Gunnar Jóhann hlaut upphaflega þrettán ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað hálfbróður sínum Gísla Þór Þórarinssyni í bænum Mehamn í apríl 2019. 

Naumur meirihluti áfrýjunardómstóls komst að þeirri niðurstöðu á dögunum að dómurinn skildi mildaður í fimm ár. Gunnar Jóhann hefur verið í gæsluvarðhaldi í tæp tvö ár og getur sótt um reynslulausn eftir rúmt ár. 

Björn André Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns, staðfestir við fréttastofu að saksóknari hafi áfrýjað. Verjandateymið muni bregðast við áfrýjuninni en hann sjái enga ástæðu fyrir því að Hæstiréttur eigi að taka málið fyrir.

Líkt og hér á landi tekur Hæstiréttur í Noregi aðeins lítinn hluta mála fyrir sem áfrýjað er til réttarins. Málin þurfa að hafa fordæmisgefandi gildi eða sérstakar ástæður að vera fyrir hendi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×