Á annan tug með réttarstöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefna- og fjársvikamáli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2021 17:54 Vel á annan tug manna eru með réttarstöðu sakbornings og tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefna- og fjársvikamáls sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar. Húsleit hefur verið gerð á öðrum tug staða, bæði á heimilum og í fyrirtækjum vegna málsins. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir þann 12. mars síðastliðinn og í framhaldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsóknina sem er mjög umfangsmikil. „Þetta er talsvert stórt mál. Við höfum verið með þetta mál til rannsóknar í marga mánuði og umfangið hefur verið talsvert,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi. „Við erum að tala um innflutning, sölu, dreifingu og framleiðslu á sterkum fíkniefnum, sem og mál er snertir fjármunabrot og þjófnaðarbrot,“ segir Margeir. Klippa: Viðtal við Margeir vegna skipulagðrar glæpastarfsemi Í framhaldi aðgerða lögreglu hafa vel á annan tug einstaklinga verið handteknir og eru með réttarstöðu sakbornings í tenglsum við málið. Margeir segir að um sé að ræða Íslendinga og útlendinga, allt karlmenn. Húsleit hefur verið gerð á öðrum tug staða, bæði á heimilum og í fyrirtækjum vegna málsins. Hald hefur verið lagt á eignir og peninga fyrir tugi milljóna króna. Þá hafa um þrjú kíló af sterkum fíkniefnum verið gerð upptæk í tengslum við málið á síðustu vikum en unnið er að því að skoða tengsl við fíkniefnaframleiðslur sem þegar hefur verið komið upp um. Grunur leikur á að illa fengnu fé, vegna brotastarfseminnar, hafi verið komið inn í löglega atvinnustarfsemi hér á landi og því er um ætlað peningaþvætti að ræða. Margeir vill ekki greina frá því hvers konar fyrirtæki um ræðir. Hvað erum við að tala um háar fjárhæðir í þessu máli? „Í þessu máli má ætla að við séum að tala eitt um 60 til 70 milljónir varðandi þjófnaðinn og fjármunabrotin,“ segir Margeir. Rannsókn málsins miðar vel og er á lokametunum. Lögreglan hefur notið aðstoðar lögreglunnar á Suðurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurnesjum, Norðurlandi. Einnig hefur hún notið aðstoðar ríkislögreglustjóra og tollgæslunnar. Þá hefur hún verið í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. Málið tengist manndrápinu í Rauðagerði ekki á nokkurn hátt. Lögreglumál Reykjavík Efnahagsbrot Fíkniefnabrot Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira
Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir þann 12. mars síðastliðinn og í framhaldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsóknina sem er mjög umfangsmikil. „Þetta er talsvert stórt mál. Við höfum verið með þetta mál til rannsóknar í marga mánuði og umfangið hefur verið talsvert,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi. „Við erum að tala um innflutning, sölu, dreifingu og framleiðslu á sterkum fíkniefnum, sem og mál er snertir fjármunabrot og þjófnaðarbrot,“ segir Margeir. Klippa: Viðtal við Margeir vegna skipulagðrar glæpastarfsemi Í framhaldi aðgerða lögreglu hafa vel á annan tug einstaklinga verið handteknir og eru með réttarstöðu sakbornings í tenglsum við málið. Margeir segir að um sé að ræða Íslendinga og útlendinga, allt karlmenn. Húsleit hefur verið gerð á öðrum tug staða, bæði á heimilum og í fyrirtækjum vegna málsins. Hald hefur verið lagt á eignir og peninga fyrir tugi milljóna króna. Þá hafa um þrjú kíló af sterkum fíkniefnum verið gerð upptæk í tengslum við málið á síðustu vikum en unnið er að því að skoða tengsl við fíkniefnaframleiðslur sem þegar hefur verið komið upp um. Grunur leikur á að illa fengnu fé, vegna brotastarfseminnar, hafi verið komið inn í löglega atvinnustarfsemi hér á landi og því er um ætlað peningaþvætti að ræða. Margeir vill ekki greina frá því hvers konar fyrirtæki um ræðir. Hvað erum við að tala um háar fjárhæðir í þessu máli? „Í þessu máli má ætla að við séum að tala eitt um 60 til 70 milljónir varðandi þjófnaðinn og fjármunabrotin,“ segir Margeir. Rannsókn málsins miðar vel og er á lokametunum. Lögreglan hefur notið aðstoðar lögreglunnar á Suðurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurnesjum, Norðurlandi. Einnig hefur hún notið aðstoðar ríkislögreglustjóra og tollgæslunnar. Þá hefur hún verið í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. Málið tengist manndrápinu í Rauðagerði ekki á nokkurn hátt.
Lögreglumál Reykjavík Efnahagsbrot Fíkniefnabrot Mest lesið Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Sjá meira