Á annan tug með réttarstöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefna- og fjársvikamáli Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. mars 2021 17:54 Vel á annan tug manna eru með réttarstöðu sakbornings og tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefna- og fjársvikamáls sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar. Húsleit hefur verið gerð á öðrum tug staða, bæði á heimilum og í fyrirtækjum vegna málsins. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir þann 12. mars síðastliðinn og í framhaldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsóknina sem er mjög umfangsmikil. „Þetta er talsvert stórt mál. Við höfum verið með þetta mál til rannsóknar í marga mánuði og umfangið hefur verið talsvert,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi. „Við erum að tala um innflutning, sölu, dreifingu og framleiðslu á sterkum fíkniefnum, sem og mál er snertir fjármunabrot og þjófnaðarbrot,“ segir Margeir. Klippa: Viðtal við Margeir vegna skipulagðrar glæpastarfsemi Í framhaldi aðgerða lögreglu hafa vel á annan tug einstaklinga verið handteknir og eru með réttarstöðu sakbornings í tenglsum við málið. Margeir segir að um sé að ræða Íslendinga og útlendinga, allt karlmenn. Húsleit hefur verið gerð á öðrum tug staða, bæði á heimilum og í fyrirtækjum vegna málsins. Hald hefur verið lagt á eignir og peninga fyrir tugi milljóna króna. Þá hafa um þrjú kíló af sterkum fíkniefnum verið gerð upptæk í tengslum við málið á síðustu vikum en unnið er að því að skoða tengsl við fíkniefnaframleiðslur sem þegar hefur verið komið upp um. Grunur leikur á að illa fengnu fé, vegna brotastarfseminnar, hafi verið komið inn í löglega atvinnustarfsemi hér á landi og því er um ætlað peningaþvætti að ræða. Margeir vill ekki greina frá því hvers konar fyrirtæki um ræðir. Hvað erum við að tala um háar fjárhæðir í þessu máli? „Í þessu máli má ætla að við séum að tala eitt um 60 til 70 milljónir varðandi þjófnaðinn og fjármunabrotin,“ segir Margeir. Rannsókn málsins miðar vel og er á lokametunum. Lögreglan hefur notið aðstoðar lögreglunnar á Suðurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurnesjum, Norðurlandi. Einnig hefur hún notið aðstoðar ríkislögreglustjóra og tollgæslunnar. Þá hefur hún verið í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. Málið tengist manndrápinu í Rauðagerði ekki á nokkurn hátt. Lögreglumál Reykjavík Efnahagsbrot Fíkniefnabrot Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Sjá meira
Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir þann 12. mars síðastliðinn og í framhaldi úrskurðaðir í gæsluvarðhald í tengslum við rannsóknina sem er mjög umfangsmikil. „Þetta er talsvert stórt mál. Við höfum verið með þetta mál til rannsóknar í marga mánuði og umfangið hefur verið talsvert,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi. „Við erum að tala um innflutning, sölu, dreifingu og framleiðslu á sterkum fíkniefnum, sem og mál er snertir fjármunabrot og þjófnaðarbrot,“ segir Margeir. Klippa: Viðtal við Margeir vegna skipulagðrar glæpastarfsemi Í framhaldi aðgerða lögreglu hafa vel á annan tug einstaklinga verið handteknir og eru með réttarstöðu sakbornings í tenglsum við málið. Margeir segir að um sé að ræða Íslendinga og útlendinga, allt karlmenn. Húsleit hefur verið gerð á öðrum tug staða, bæði á heimilum og í fyrirtækjum vegna málsins. Hald hefur verið lagt á eignir og peninga fyrir tugi milljóna króna. Þá hafa um þrjú kíló af sterkum fíkniefnum verið gerð upptæk í tengslum við málið á síðustu vikum en unnið er að því að skoða tengsl við fíkniefnaframleiðslur sem þegar hefur verið komið upp um. Grunur leikur á að illa fengnu fé, vegna brotastarfseminnar, hafi verið komið inn í löglega atvinnustarfsemi hér á landi og því er um ætlað peningaþvætti að ræða. Margeir vill ekki greina frá því hvers konar fyrirtæki um ræðir. Hvað erum við að tala um háar fjárhæðir í þessu máli? „Í þessu máli má ætla að við séum að tala eitt um 60 til 70 milljónir varðandi þjófnaðinn og fjármunabrotin,“ segir Margeir. Rannsókn málsins miðar vel og er á lokametunum. Lögreglan hefur notið aðstoðar lögreglunnar á Suðurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurnesjum, Norðurlandi. Einnig hefur hún notið aðstoðar ríkislögreglustjóra og tollgæslunnar. Þá hefur hún verið í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld vegna málsins. Málið tengist manndrápinu í Rauðagerði ekki á nokkurn hátt.
Lögreglumál Reykjavík Efnahagsbrot Fíkniefnabrot Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Sjá meira