Erlent

Byssumaður skaut tíu til bana í Colorado

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Að minnsta kosti tíu manns liggja í valnum.
Að minnsta kosti tíu manns liggja í valnum. BRENDAN DAVIS/EPA

Tíu eru látnir eftir að byssumaður hóf skothríð í matvöruverslun í borginni Boulder í Colorado í Bandaríkjunum.

Lögreglumaður er á meðal hinna látnu og árásarmaðurinn er í haldi lögreglu. Atburðarrásin hófst um klukkan hálfníu í gærkvöldi að íslenskum tíma þegar maðurinn gekk inn í matvörubúðina og hóf skothríð og við tók umsátursástand sem stóð í nokkrar klukkustundir.

Maðurinn virðist hafa verið vopnaður herriffli en ekkert vitað um ástæður árásarinnar að svo stöddu. Lögreglumaðurinn sem lét lífið var sá fyrsti sem kom á vettvang en lítið hefur verið gefið upp um hin fórnarlömb árásarinnar.

Árásarmaðurinn særðist lítillega í átökum við lögregluna og fréttamyndir sýna hann vera leiddan út í lögreglubíl á nærbuxum einum klæða. Þetta er í annað sinn á tæpri viku sem slík skotárás er gerð í Bandaríkjunum, á dögunum gekk ungur maður berserksgang í Atlanta og skaut átta til bana, þar á meðal sex konur af asískum uppruna.

Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur nýlega sagt að hann ætli að leggja til lagabreytingar sem geri mönnum erfiðara fyrir að kaupa skotvopn án þess að bakgrunnur kaupandans sé kannaður fyrst.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.