Samkomutakmarkanir ekki leitt til fleiri fæðinga á Vesturlöndum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. mars 2021 07:01 Þótt það komi kannski einhverjum á óvart að fæðingartíðni sé ekki upp á við þá er það einmitt það sem vísindamenn sem rannsaka fólksfjölgun og mannfjölda búast við í kjölfar faraldursins. Vísir/Getty Nýlegar rannsóknir og bráðabirgðatölfræði í Bandaríkjunum og Evrópu leiða í ljós að ekki hefur orðið sprenging í fæðingum í upphafi þessa árs eins og einhverjir bjuggust ef til vill við þegar samkomutakmarkanir voru settar á víða um heim vegna kórónuveirufaraldursins; fólk hefði lítið annað að gera en að fjölga sér. Þvert á móti hefur fæðingartíðni lækkað mjög. Rannsóknir sýna að fæðingartíðni hefur ekki verið lægri í Bandaríkjunum í heila öld og svipuð staða er uppi víða í Evrópu. Fjallað er um málið á vef BBC og rætt við hina þýsku Frederike. Hún er 33 ára og flutti inn til foreldra sinna í byrjun faraldursins til að aðstoða þau við að sinna eldri ástvini. Hún segir að fyrst hafi hún litið á það sem gjöf að fá tækifæri til að gefa af sér með þessum hætti en eftir nokkra mánuði helltist yfir hana tómleikatilfinning. Frederike er einhleyp og áttaði sig á því að faraldurinn með öllum sínum takmörkunum gerði það að verkum að hún gæti ekki hitt neinn til að stofna fjölskyldu með. „Mér finnst tíminn svo dýrmætur og líf mitt hefur verið sett á pásu,“ segir hún. Hún prófaði stefnumótaforrit en það var ekki mjög rómantískt að fara út að labba í kuldanum. Sagan sýnir að fæðingum fækkar í kreppum og heimsfaröldrum.Vísir/Getty Kemur vísindamönnum ekki sérstaklega á óvart Frederike segist hugsa um að hún verði mögulega komin úr barneign þegar faraldrinum lýkur loks endanlega. „Ég sit bara innandyra þessi ár sem ég gæti verið að eignast barn.“ Og þótt það komi kannski einhverjum á óvart að fæðingartíðni sé ekki upp á við þá er það einmitt það sem vísindamenn sem rannsaka fólksfjölgun og mannfjölda búast við. „Faraldurinn var svo slæmur að þetta kemur ekki á óvart þótt það sé engu að síðu sjokkerandi að sjá þetta raungerast,“ segir Philip N Cohen, prófessor í félagsfræði við Háskólann í Maryland í Bandaríkjunum. Í rannsókn sem hagfræðingar Brookings-stofnunarinnar í Bandaríkjunum birtu í júní í fyrra spáðu þeir því að fæðingum myndi fækka um allt að hálfa milljón milli ára á árinu 2021. Ítalía fór mjög illa út úr fyrstu bylgju faraldursins í fyrravetur en myndin er tekin á sjúkrahúsi í Bologna í apríl í fyrra. Fjölmargir Ítalir hafa gefið það upp á bátinn að eignast börn.Getty/Michele Lapin Tæp fjörutíu prósent hætt við að eignast börn Á svipuðum tíma var birt könnun sem gerð var á meðal Evrópubúa sem sýndi að 50 prósent fólks í Frakklandi og Þýskalandi sem hafði planað barneignir á árinu 2020 ætlaði að fresta því. Sama könnun sýndi að 37 prósent fólks á Ítalíu var alveg hætt við að eignast börn. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna áætlar að fæðingartíðni í landinu hafi lækkað um átta prósent í desembermánuði í fyrra. Þá sýna bráðabirgðatölur frá Ítalíu að fæðingartíðni hafi lækkað um 21,6 prósent á fyrstu mánuðum þessa árs. Fæðingartíðni á Spáni hefur svo aldrei verið lægri síðan mælingar hófust; lækkunin nemur 20 prósentum. Tölur frá Frakklandi, Kóreu, Tævan, Eistlandi, Lettlandi og Litháen benda til svipaðrar þróunar þar sem fæðingartíðni í desember 2020 eða janúar 2021 er sú lægsta í tuttugu ár. Vísindamenn við Max Planck-stofnunina í Þýskalandi spáðu því í október í fyrra að fæðingartíðni í Bandaríkjunum í febrúar á þessu ári myndi lækka um 15,2 prósent. Vísindamennirnir telja að lækkun fæðingartíðninnar haldi áfram allt fram í ágúst. Gangi sú spá eftir mun lækkunin vara lengur en hún gerði eftir kreppuna 2008 og kreppuna miklu 1929. Yfirvöld í Indónesíu hafa óttast sprengingu í fæðingum vegna þess að aðgengi fólks að getnaðarvörnum hefur versnað í faraldrinum.Getty/Budiono/ Sijori images/Barcroft Media Efnahagshorfur hafa að öllum líkindum mest áhrif Joshua Wilde, einn vísindamannanna við Max Planck- stofnunina, segir kreppur og heimsfaraldra venjulega leiða til lægri fæðingartíðni heldur en hærri. „Maður hefði þegar fyrstu bylgjunni lauk að allir hefðu verið „Jæja, nú er kominn tími til að eignast þessi börn sem við ætluðum okkur,““ segir Wilde. Það gerðist hins vegar ekki. „Fólk, ef það hefur ákveðið að bíða, þá ætlar það að bíða lengi.“ Sumir hafa jafnvel ákveðið að eignast ekki barnið sem var í framtíðaráætlunum fyrir faraldurinn. Talið er að efnahagshorfur eigi stærstan þátt í þessari þróun þar sem sagan sýnir fylgni á milli góðæris og hærri fæðingartíðni. Efnahagsleg óvissa hefur aftur á móti leitt til lægri tíðni. Þá er rétt að halda því til haga að staðan er ekki sú sama alls staðar í heiminum enda ekki öll í þeirri aðstöðu að geta valið hvenær eða hvort þau eignist barn. Þannig áætla Sameinuðu þjóðirnar að næstum tólf milljónir kvenna í 115 löndum hafi misst aðgang að þjónustu á borð við getnaðarvarnir í faraldrinum. Það gæti leitt til þess að 1,4 milljónir kvenna yrðu óléttar án þess að ætla sér það. Stjórnvöld í Indónesíu fóru til dæmis í herferð fóru til dæmis í herferð þar sem aðgengi fólks að getnaðarvörnum varð mun verra vegna áhrifa Covid á heilbrigðiskerfið. Bílar með stórum hátölurum keyrðu um og úr hátölurunum heyrðust skilaboð á borð við „Feður, vinsamlegast hafið stjórn á ykkur!“ Ekki viss um að óvenju margar fæðingar væru afleiðingar samkomubanns Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands munu upplýsingar um fjölda fæðinga hér á landi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs liggja fyrir í apríl. Í fyrra fæddust 1.080 á fyrsta ársfjórðungi. Í lok síðasta mánaðar sagði fréttastofa frá óvenju mörgum fæðingum á fæðingarvakt Landspítalans á síðustu tveimur vikunum í febrúar. Anna Sigríður Vernharðsdóttir yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans kvaðst ekki viss um að óvenju margar fæðingar væru afleiðingar samkomubannsins. „Kannski en það eru ekkert óvenjulega mörg börn að fæðast eins og í þessum mánuðum eða við eigum ekkert von á óvenjulega mörgum börnum á næstu mánuðum,“ sagði Anna Sigríður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Samkomubann á Íslandi Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Þvert á móti hefur fæðingartíðni lækkað mjög. Rannsóknir sýna að fæðingartíðni hefur ekki verið lægri í Bandaríkjunum í heila öld og svipuð staða er uppi víða í Evrópu. Fjallað er um málið á vef BBC og rætt við hina þýsku Frederike. Hún er 33 ára og flutti inn til foreldra sinna í byrjun faraldursins til að aðstoða þau við að sinna eldri ástvini. Hún segir að fyrst hafi hún litið á það sem gjöf að fá tækifæri til að gefa af sér með þessum hætti en eftir nokkra mánuði helltist yfir hana tómleikatilfinning. Frederike er einhleyp og áttaði sig á því að faraldurinn með öllum sínum takmörkunum gerði það að verkum að hún gæti ekki hitt neinn til að stofna fjölskyldu með. „Mér finnst tíminn svo dýrmætur og líf mitt hefur verið sett á pásu,“ segir hún. Hún prófaði stefnumótaforrit en það var ekki mjög rómantískt að fara út að labba í kuldanum. Sagan sýnir að fæðingum fækkar í kreppum og heimsfaröldrum.Vísir/Getty Kemur vísindamönnum ekki sérstaklega á óvart Frederike segist hugsa um að hún verði mögulega komin úr barneign þegar faraldrinum lýkur loks endanlega. „Ég sit bara innandyra þessi ár sem ég gæti verið að eignast barn.“ Og þótt það komi kannski einhverjum á óvart að fæðingartíðni sé ekki upp á við þá er það einmitt það sem vísindamenn sem rannsaka fólksfjölgun og mannfjölda búast við. „Faraldurinn var svo slæmur að þetta kemur ekki á óvart þótt það sé engu að síðu sjokkerandi að sjá þetta raungerast,“ segir Philip N Cohen, prófessor í félagsfræði við Háskólann í Maryland í Bandaríkjunum. Í rannsókn sem hagfræðingar Brookings-stofnunarinnar í Bandaríkjunum birtu í júní í fyrra spáðu þeir því að fæðingum myndi fækka um allt að hálfa milljón milli ára á árinu 2021. Ítalía fór mjög illa út úr fyrstu bylgju faraldursins í fyrravetur en myndin er tekin á sjúkrahúsi í Bologna í apríl í fyrra. Fjölmargir Ítalir hafa gefið það upp á bátinn að eignast börn.Getty/Michele Lapin Tæp fjörutíu prósent hætt við að eignast börn Á svipuðum tíma var birt könnun sem gerð var á meðal Evrópubúa sem sýndi að 50 prósent fólks í Frakklandi og Þýskalandi sem hafði planað barneignir á árinu 2020 ætlaði að fresta því. Sama könnun sýndi að 37 prósent fólks á Ítalíu var alveg hætt við að eignast börn. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna áætlar að fæðingartíðni í landinu hafi lækkað um átta prósent í desembermánuði í fyrra. Þá sýna bráðabirgðatölur frá Ítalíu að fæðingartíðni hafi lækkað um 21,6 prósent á fyrstu mánuðum þessa árs. Fæðingartíðni á Spáni hefur svo aldrei verið lægri síðan mælingar hófust; lækkunin nemur 20 prósentum. Tölur frá Frakklandi, Kóreu, Tævan, Eistlandi, Lettlandi og Litháen benda til svipaðrar þróunar þar sem fæðingartíðni í desember 2020 eða janúar 2021 er sú lægsta í tuttugu ár. Vísindamenn við Max Planck-stofnunina í Þýskalandi spáðu því í október í fyrra að fæðingartíðni í Bandaríkjunum í febrúar á þessu ári myndi lækka um 15,2 prósent. Vísindamennirnir telja að lækkun fæðingartíðninnar haldi áfram allt fram í ágúst. Gangi sú spá eftir mun lækkunin vara lengur en hún gerði eftir kreppuna 2008 og kreppuna miklu 1929. Yfirvöld í Indónesíu hafa óttast sprengingu í fæðingum vegna þess að aðgengi fólks að getnaðarvörnum hefur versnað í faraldrinum.Getty/Budiono/ Sijori images/Barcroft Media Efnahagshorfur hafa að öllum líkindum mest áhrif Joshua Wilde, einn vísindamannanna við Max Planck- stofnunina, segir kreppur og heimsfaraldra venjulega leiða til lægri fæðingartíðni heldur en hærri. „Maður hefði þegar fyrstu bylgjunni lauk að allir hefðu verið „Jæja, nú er kominn tími til að eignast þessi börn sem við ætluðum okkur,““ segir Wilde. Það gerðist hins vegar ekki. „Fólk, ef það hefur ákveðið að bíða, þá ætlar það að bíða lengi.“ Sumir hafa jafnvel ákveðið að eignast ekki barnið sem var í framtíðaráætlunum fyrir faraldurinn. Talið er að efnahagshorfur eigi stærstan þátt í þessari þróun þar sem sagan sýnir fylgni á milli góðæris og hærri fæðingartíðni. Efnahagsleg óvissa hefur aftur á móti leitt til lægri tíðni. Þá er rétt að halda því til haga að staðan er ekki sú sama alls staðar í heiminum enda ekki öll í þeirri aðstöðu að geta valið hvenær eða hvort þau eignist barn. Þannig áætla Sameinuðu þjóðirnar að næstum tólf milljónir kvenna í 115 löndum hafi misst aðgang að þjónustu á borð við getnaðarvarnir í faraldrinum. Það gæti leitt til þess að 1,4 milljónir kvenna yrðu óléttar án þess að ætla sér það. Stjórnvöld í Indónesíu fóru til dæmis í herferð fóru til dæmis í herferð þar sem aðgengi fólks að getnaðarvörnum varð mun verra vegna áhrifa Covid á heilbrigðiskerfið. Bílar með stórum hátölurum keyrðu um og úr hátölurunum heyrðust skilaboð á borð við „Feður, vinsamlegast hafið stjórn á ykkur!“ Ekki viss um að óvenju margar fæðingar væru afleiðingar samkomubanns Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands munu upplýsingar um fjölda fæðinga hér á landi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs liggja fyrir í apríl. Í fyrra fæddust 1.080 á fyrsta ársfjórðungi. Í lok síðasta mánaðar sagði fréttastofa frá óvenju mörgum fæðingum á fæðingarvakt Landspítalans á síðustu tveimur vikunum í febrúar. Anna Sigríður Vernharðsdóttir yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans kvaðst ekki viss um að óvenju margar fæðingar væru afleiðingar samkomubannsins. „Kannski en það eru ekkert óvenjulega mörg börn að fæðast eins og í þessum mánuðum eða við eigum ekkert von á óvenjulega mörgum börnum á næstu mánuðum,“ sagði Anna Sigríður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Samkomubann á Íslandi Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira