Erlent

Ætla ekki að tala við Bandaríkin án ívilnana

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu.
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. EPA/KCNA

Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast ekki ætla að ræða við Bandaríkjamenn um mögulega afvopnun, fyrr en Bandaríkin hafa látið af „fjandsamlegri“ stefnu sinni gagnvart einræðisríkinu. Meðlimir ríkisstjórnar Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa reynt að ná sambandi við kollega sína í Norður-Kóreu frá því í febrúar en án árangurs.

Í Norður-Kóreu hafa ráðmenn krafist þess að viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir verði felldar niður áður en einræðisríkið tekur skref í átt þess að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Í Bandaríkjunum hefur viðhorfið verið að það komi ekki til greina. Fyrst verði Kóreumenn að taka sín fyrstu skref í átt að afvopnun.

Í yfirlýsingu frá Choe Son Hui, aðstoðarutanríkisráðherra Norður-Kóreu, sagði í yfirlýsingu að Bandaríkjamenn hefðu sent tölvupósta og skilaboð í síma en þeim hefði ekki verið safnað. Hún sagði að um „ódýra brellu“ væri að ræða.

Afstaða Norður-Kóreu væri ljós og viðræður tilefnislausar.

„Það eina sem við höfum heyrt frá nýrri ríkisstjórn Bandaríkjanna eru bilaðar kenningar um ógn frá Norður-Kóreu og grunnlaus áróður um algera afvopnun,“ segir hún samkvæmt frétt Reuters.

Sjá einnig: Systir Kim segir Biden að valda ekki vandræðum

Choe gagnrýndi einnig Bandaríkin og Suður-Kóreu fyrir heræfingar ríkjanna á Kóreuskaganum.

Viðræður milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlun einræðisríkisins strönduðu árið 2019, eftir nokkra fundi einræðisherrans Kim Jong Un og Donalds Trump, þáverandi forseta Bandaríkjanna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.