Foreldrar vilja framkvæmdir í Fossvogsskóla: „Börnin verða að fá að njóta vafans þegar kemur að heilsufari“ Sylvía Hall og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. mars 2021 21:00 Fundur var haldinn með foreldrum í dag og lauk honum nú á áttunda tímanum. Foreldrar hafa kallað eftir því að framkvæmdir hefjist og skólastarf fært annað. Vísir/Egill Ósáttir foreldrar barna í Fossvogsskóla funduðu í dag með fulltrúum Reykjavíkurborgar vegna myglu í skólanum. Þykir mörgum sinnuleysi einkenna viðbrögð þeirra sem ráða og hafa 250 foreldrar skrifað undir áskorun um að skólanum verði lokað og framkvæmdir til þess að uppræta mygluna hefjist þegar í stað. Fundur hófst klukkan fimm í dag og lauk um klukkan hálf átta í kvöld. Í framhaldinu tók svo við fundur milli skólastjórnenda og skóla- og frístundaráðs. Samkvæmt upplýsingum frá foreldrum á fundinum voru þeir foreldrar sem sóttu fundinn afdráttarlausir með þá kröfu sína að rýma þyrfti skólann. Búist er við frekari upplýsingum í kvöld, en að sögn foreldra var tekið tillit til þeirra afstöðu. Foreldrar sem fréttastofa ræddi við í dag töldu nægjanleg rök komin fram fyrir því að loka þyrfti skólanum þar sem myglan væri bersýnilega heilsuspillandi. Dæmi væru um að börn séu keyrð og sótt í skóla þar sem þau hafi ekki orku til að ganga heim. „Við höfum ítrekað bent á að börnin verði að fá að njóta vafans þegar kemur að heilsufari,“ sagði Björn Steinbekk, foreldri barns í Fossvogsskóla. Hann segir umræðuna hafa leitt til ákveðinnar vitundarvakningar meðal foreldra, sem nú séu farnir að taka eftir einkennum sem megi mögulega rekja til myglunnar. Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja ótækt að bjóða börnum og starfsfólki upp á þær aðstæður sem eru í skólanum í dag.Vísir/Egill Óstöðvandi blóðnasir og taugaverkir „Sonur minn er búinn að vera í heimanámi núna í tvær vikur og er allur annar eftir það,“ sagði móðir drengs í 5. bekk í Fossvogsskóla, en hann byrjaði að finna fyrir einkennum strax í fyrsta bekk. Undanfarin ár hafi því litast af læknisheimsóknum og jafnvel á bráðamóttöku. „Óstöðvandi blóðnasir, magaverkir, höfuðverkir, taugaverkir í fótum, sýkingar í augum, ofnæmisviðbrögð.“ Hún segir son sinn hafa tekið ákvörðun um að hætta að mæta í skólann. „Hann sagði bara einn daginn við mig: Mamma mér líður svo illa í skólanum. Af hverju á ég að vera þarna þegar mér líður svona illa. Hann fer ekki aftur inn, ekki á meðan ástandið er svona.“ Ekki áhættunnar virði Í undirskriftasöfnun foreldranna er skorað á borgarstjóra, borgarfulltrúa, stjórnendur skóla- og frístundaráðs og stjórnendur Fossvogsskóla að grípa til aðgerða og setja heilsu barna og starfsfólks í forgang. Ástand skólans skerði lífsgæði bæði barna og starfsfólks og stofni heilsu þeirra í hættu, mögulega með varanlegum afleiðingum. „Undanfarið hafa börn veikst af völdum myglumengunar í skólanum og valda veikindin þeim mikilli vanlíðan. Mörg börn geta ekki mætt í skólann vegna þessa og í öðrum tilvikum hafa foreldrar fært börnin sín í aðra skóla.“ Foreldrar barnanna telja ekki áhættunnar virði að börnin verði áfram í skólanum á meðan mygla sé enn í skólanum, en á rúmlega tveimur árum hafi ekki tekist að uppræta hana. Það sé ómögulegt að tryggja að myglumengun berist ekki inn í skólastofur eða sameiginleg rými. „Þá er ekki skynsamlegt að ráðast í viðgerðir á meðan skólastarf stendur yfir því margoft hefur komið í ljós, m.a. hér á landi, að þegar viðgerðir hefjast vegna myglu í húsum, á meðan fólk er þar inni, hafa veikindi versnað,“ segir í áskorun foreldranna, en þau kalla eftir því að framkvæmdir hefjist þegar í stað og nýtt húsnæði fyrir skólastarf verði fundið sem fyrst. Mygla í Fossvogsskóla Borgarstjórn Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32 „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00 „Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Fundur hófst klukkan fimm í dag og lauk um klukkan hálf átta í kvöld. Í framhaldinu tók svo við fundur milli skólastjórnenda og skóla- og frístundaráðs. Samkvæmt upplýsingum frá foreldrum á fundinum voru þeir foreldrar sem sóttu fundinn afdráttarlausir með þá kröfu sína að rýma þyrfti skólann. Búist er við frekari upplýsingum í kvöld, en að sögn foreldra var tekið tillit til þeirra afstöðu. Foreldrar sem fréttastofa ræddi við í dag töldu nægjanleg rök komin fram fyrir því að loka þyrfti skólanum þar sem myglan væri bersýnilega heilsuspillandi. Dæmi væru um að börn séu keyrð og sótt í skóla þar sem þau hafi ekki orku til að ganga heim. „Við höfum ítrekað bent á að börnin verði að fá að njóta vafans þegar kemur að heilsufari,“ sagði Björn Steinbekk, foreldri barns í Fossvogsskóla. Hann segir umræðuna hafa leitt til ákveðinnar vitundarvakningar meðal foreldra, sem nú séu farnir að taka eftir einkennum sem megi mögulega rekja til myglunnar. Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja ótækt að bjóða börnum og starfsfólki upp á þær aðstæður sem eru í skólanum í dag.Vísir/Egill Óstöðvandi blóðnasir og taugaverkir „Sonur minn er búinn að vera í heimanámi núna í tvær vikur og er allur annar eftir það,“ sagði móðir drengs í 5. bekk í Fossvogsskóla, en hann byrjaði að finna fyrir einkennum strax í fyrsta bekk. Undanfarin ár hafi því litast af læknisheimsóknum og jafnvel á bráðamóttöku. „Óstöðvandi blóðnasir, magaverkir, höfuðverkir, taugaverkir í fótum, sýkingar í augum, ofnæmisviðbrögð.“ Hún segir son sinn hafa tekið ákvörðun um að hætta að mæta í skólann. „Hann sagði bara einn daginn við mig: Mamma mér líður svo illa í skólanum. Af hverju á ég að vera þarna þegar mér líður svona illa. Hann fer ekki aftur inn, ekki á meðan ástandið er svona.“ Ekki áhættunnar virði Í undirskriftasöfnun foreldranna er skorað á borgarstjóra, borgarfulltrúa, stjórnendur skóla- og frístundaráðs og stjórnendur Fossvogsskóla að grípa til aðgerða og setja heilsu barna og starfsfólks í forgang. Ástand skólans skerði lífsgæði bæði barna og starfsfólks og stofni heilsu þeirra í hættu, mögulega með varanlegum afleiðingum. „Undanfarið hafa börn veikst af völdum myglumengunar í skólanum og valda veikindin þeim mikilli vanlíðan. Mörg börn geta ekki mætt í skólann vegna þessa og í öðrum tilvikum hafa foreldrar fært börnin sín í aðra skóla.“ Foreldrar barnanna telja ekki áhættunnar virði að börnin verði áfram í skólanum á meðan mygla sé enn í skólanum, en á rúmlega tveimur árum hafi ekki tekist að uppræta hana. Það sé ómögulegt að tryggja að myglumengun berist ekki inn í skólastofur eða sameiginleg rými. „Þá er ekki skynsamlegt að ráðast í viðgerðir á meðan skólastarf stendur yfir því margoft hefur komið í ljós, m.a. hér á landi, að þegar viðgerðir hefjast vegna myglu í húsum, á meðan fólk er þar inni, hafa veikindi versnað,“ segir í áskorun foreldranna, en þau kalla eftir því að framkvæmdir hefjist þegar í stað og nýtt húsnæði fyrir skólastarf verði fundið sem fyrst.
Mygla í Fossvogsskóla Borgarstjórn Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32 „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00 „Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Telur ekki rétt að rífa Fossvogsskóla en fólk með mygluóþol þoli ástandið illa Sveppafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands sem greindi sýni í desember úr Fossvogsskóla segir að þó mygla hafi minnkað þar frá síðustu rannsókn hafi hlutfallslega mikið fundist af einni sveppategund. Tegundin sem kallast kúlustrýnebba getur valdið valdið fólki með sveppaóþol miklum óþægindum. Hún telur að ekki þurfi að rífa skólann en erfitt geti verið erfitt að finna upptök myglunnar. 4. mars 2021 09:32
„Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. 2. mars 2021 21:00
„Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42