„Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2021 21:00 Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill helst láta rífa byggingu Fossvogsskóla. Vísir/Vilhelm Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. Starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu árið 2019. Síðan þá hefur verið ráðist í úrbætur sem hafa kostað á fimmta hundrað milljónir króna. Í nýrri skýrslu kemur hins vegar fram að varasamar myglutegundir séu enn að finnast. „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg. Það kemur fram í þessum skýrsum að tvær tegundir af myglu sem eru að finnast sem eru hættulegar, önnur sem veldur krabbameini,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir vart forsvaranlegt að verja meira fjármagni í endurbætur á skólanum. Helst ætti að rífa hann eða að öðrum kosti koma börnunum burt. „Ég myndi bara helst vilja að börnin fengju að njóta vafans og starfsfólk og myndi vera flutt úr skólanum á meðan verið væri að komast að því hvar mygluna er að finna innan skólans,“ segir Valgerður. Foreldrar lýstu í gær vantrausti á Reykjavíkurborg og gagnrýna að fá engar upplýsingar um stöðu mála. „Börnunum okkar er ekki komið í burtu. Ég er búin að neyðast til að vera með dóttur mína hér í heimakennslu af því að ég hef ekki samvisku í að senda hana þarna, sér í lagi eftir að ég sé hvaða breytingar hafa átt sér stað hjá henni þegar hún er ekki í skólahúsnæðinu,“ segir Jónína Margrét Sigurðardóttir, móðir stúlku í Fossvogsskóla. „Ég fékk oft höfuðverk og var oft mjög þreytt og var stundum með beinverki,“ segir Þórdís Katla Einarsdóttir, dóttir Jónínu Margrétar. „Hún hefur fundið til. Það er svo rosalegt slen og þreyta, gífurleg síþreyta sem fylgir þessu og heilaþoka. En núna er hún kát og hress og vill fara út og leika,“ segir Jónína Margrét. „Það er betra að vera með góða heilsu og vera hér en í skólanum og vera svolítið veikur,“ segir Þórdís Katla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er málið til skoðunar en ekki kemur til greina að rífa skólann eins og staðan er nú því aðeins hafi myglugró verið staðfest en ekki mygla. Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir „Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42 „Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. 22. febrúar 2021 18:16 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu árið 2019. Síðan þá hefur verið ráðist í úrbætur sem hafa kostað á fimmta hundrað milljónir króna. Í nýrri skýrslu kemur hins vegar fram að varasamar myglutegundir séu enn að finnast. „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg. Það kemur fram í þessum skýrsum að tvær tegundir af myglu sem eru að finnast sem eru hættulegar, önnur sem veldur krabbameini,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir vart forsvaranlegt að verja meira fjármagni í endurbætur á skólanum. Helst ætti að rífa hann eða að öðrum kosti koma börnunum burt. „Ég myndi bara helst vilja að börnin fengju að njóta vafans og starfsfólk og myndi vera flutt úr skólanum á meðan verið væri að komast að því hvar mygluna er að finna innan skólans,“ segir Valgerður. Foreldrar lýstu í gær vantrausti á Reykjavíkurborg og gagnrýna að fá engar upplýsingar um stöðu mála. „Börnunum okkar er ekki komið í burtu. Ég er búin að neyðast til að vera með dóttur mína hér í heimakennslu af því að ég hef ekki samvisku í að senda hana þarna, sér í lagi eftir að ég sé hvaða breytingar hafa átt sér stað hjá henni þegar hún er ekki í skólahúsnæðinu,“ segir Jónína Margrét Sigurðardóttir, móðir stúlku í Fossvogsskóla. „Ég fékk oft höfuðverk og var oft mjög þreytt og var stundum með beinverki,“ segir Þórdís Katla Einarsdóttir, dóttir Jónínu Margrétar. „Hún hefur fundið til. Það er svo rosalegt slen og þreyta, gífurleg síþreyta sem fylgir þessu og heilaþoka. En núna er hún kát og hress og vill fara út og leika,“ segir Jónína Margrét. „Það er betra að vera með góða heilsu og vera hér en í skólanum og vera svolítið veikur,“ segir Þórdís Katla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er málið til skoðunar en ekki kemur til greina að rífa skólann eins og staðan er nú því aðeins hafi myglugró verið staðfest en ekki mygla.
Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir „Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42 „Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. 22. febrúar 2021 18:16 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
„Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42
„Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. 22. febrúar 2021 18:16