„Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2021 21:00 Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill helst láta rífa byggingu Fossvogsskóla. Vísir/Vilhelm Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. Starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu árið 2019. Síðan þá hefur verið ráðist í úrbætur sem hafa kostað á fimmta hundrað milljónir króna. Í nýrri skýrslu kemur hins vegar fram að varasamar myglutegundir séu enn að finnast. „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg. Það kemur fram í þessum skýrsum að tvær tegundir af myglu sem eru að finnast sem eru hættulegar, önnur sem veldur krabbameini,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir vart forsvaranlegt að verja meira fjármagni í endurbætur á skólanum. Helst ætti að rífa hann eða að öðrum kosti koma börnunum burt. „Ég myndi bara helst vilja að börnin fengju að njóta vafans og starfsfólk og myndi vera flutt úr skólanum á meðan verið væri að komast að því hvar mygluna er að finna innan skólans,“ segir Valgerður. Foreldrar lýstu í gær vantrausti á Reykjavíkurborg og gagnrýna að fá engar upplýsingar um stöðu mála. „Börnunum okkar er ekki komið í burtu. Ég er búin að neyðast til að vera með dóttur mína hér í heimakennslu af því að ég hef ekki samvisku í að senda hana þarna, sér í lagi eftir að ég sé hvaða breytingar hafa átt sér stað hjá henni þegar hún er ekki í skólahúsnæðinu,“ segir Jónína Margrét Sigurðardóttir, móðir stúlku í Fossvogsskóla. „Ég fékk oft höfuðverk og var oft mjög þreytt og var stundum með beinverki,“ segir Þórdís Katla Einarsdóttir, dóttir Jónínu Margrétar. „Hún hefur fundið til. Það er svo rosalegt slen og þreyta, gífurleg síþreyta sem fylgir þessu og heilaþoka. En núna er hún kát og hress og vill fara út og leika,“ segir Jónína Margrét. „Það er betra að vera með góða heilsu og vera hér en í skólanum og vera svolítið veikur,“ segir Þórdís Katla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er málið til skoðunar en ekki kemur til greina að rífa skólann eins og staðan er nú því aðeins hafi myglugró verið staðfest en ekki mygla. Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir „Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42 „Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. 22. febrúar 2021 18:16 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu árið 2019. Síðan þá hefur verið ráðist í úrbætur sem hafa kostað á fimmta hundrað milljónir króna. Í nýrri skýrslu kemur hins vegar fram að varasamar myglutegundir séu enn að finnast. „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg. Það kemur fram í þessum skýrsum að tvær tegundir af myglu sem eru að finnast sem eru hættulegar, önnur sem veldur krabbameini,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir vart forsvaranlegt að verja meira fjármagni í endurbætur á skólanum. Helst ætti að rífa hann eða að öðrum kosti koma börnunum burt. „Ég myndi bara helst vilja að börnin fengju að njóta vafans og starfsfólk og myndi vera flutt úr skólanum á meðan verið væri að komast að því hvar mygluna er að finna innan skólans,“ segir Valgerður. Foreldrar lýstu í gær vantrausti á Reykjavíkurborg og gagnrýna að fá engar upplýsingar um stöðu mála. „Börnunum okkar er ekki komið í burtu. Ég er búin að neyðast til að vera með dóttur mína hér í heimakennslu af því að ég hef ekki samvisku í að senda hana þarna, sér í lagi eftir að ég sé hvaða breytingar hafa átt sér stað hjá henni þegar hún er ekki í skólahúsnæðinu,“ segir Jónína Margrét Sigurðardóttir, móðir stúlku í Fossvogsskóla. „Ég fékk oft höfuðverk og var oft mjög þreytt og var stundum með beinverki,“ segir Þórdís Katla Einarsdóttir, dóttir Jónínu Margrétar. „Hún hefur fundið til. Það er svo rosalegt slen og þreyta, gífurleg síþreyta sem fylgir þessu og heilaþoka. En núna er hún kát og hress og vill fara út og leika,“ segir Jónína Margrét. „Það er betra að vera með góða heilsu og vera hér en í skólanum og vera svolítið veikur,“ segir Þórdís Katla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er málið til skoðunar en ekki kemur til greina að rífa skólann eins og staðan er nú því aðeins hafi myglugró verið staðfest en ekki mygla.
Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir „Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42 „Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. 22. febrúar 2021 18:16 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
„Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42
„Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. 22. febrúar 2021 18:16