„Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2021 21:00 Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill helst láta rífa byggingu Fossvogsskóla. Vísir/Vilhelm Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. Starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu árið 2019. Síðan þá hefur verið ráðist í úrbætur sem hafa kostað á fimmta hundrað milljónir króna. Í nýrri skýrslu kemur hins vegar fram að varasamar myglutegundir séu enn að finnast. „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg. Það kemur fram í þessum skýrsum að tvær tegundir af myglu sem eru að finnast sem eru hættulegar, önnur sem veldur krabbameini,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir vart forsvaranlegt að verja meira fjármagni í endurbætur á skólanum. Helst ætti að rífa hann eða að öðrum kosti koma börnunum burt. „Ég myndi bara helst vilja að börnin fengju að njóta vafans og starfsfólk og myndi vera flutt úr skólanum á meðan verið væri að komast að því hvar mygluna er að finna innan skólans,“ segir Valgerður. Foreldrar lýstu í gær vantrausti á Reykjavíkurborg og gagnrýna að fá engar upplýsingar um stöðu mála. „Börnunum okkar er ekki komið í burtu. Ég er búin að neyðast til að vera með dóttur mína hér í heimakennslu af því að ég hef ekki samvisku í að senda hana þarna, sér í lagi eftir að ég sé hvaða breytingar hafa átt sér stað hjá henni þegar hún er ekki í skólahúsnæðinu,“ segir Jónína Margrét Sigurðardóttir, móðir stúlku í Fossvogsskóla. „Ég fékk oft höfuðverk og var oft mjög þreytt og var stundum með beinverki,“ segir Þórdís Katla Einarsdóttir, dóttir Jónínu Margrétar. „Hún hefur fundið til. Það er svo rosalegt slen og þreyta, gífurleg síþreyta sem fylgir þessu og heilaþoka. En núna er hún kát og hress og vill fara út og leika,“ segir Jónína Margrét. „Það er betra að vera með góða heilsu og vera hér en í skólanum og vera svolítið veikur,“ segir Þórdís Katla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er málið til skoðunar en ekki kemur til greina að rífa skólann eins og staðan er nú því aðeins hafi myglugró verið staðfest en ekki mygla. Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir „Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42 „Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. 22. febrúar 2021 18:16 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu árið 2019. Síðan þá hefur verið ráðist í úrbætur sem hafa kostað á fimmta hundrað milljónir króna. Í nýrri skýrslu kemur hins vegar fram að varasamar myglutegundir séu enn að finnast. „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg. Það kemur fram í þessum skýrsum að tvær tegundir af myglu sem eru að finnast sem eru hættulegar, önnur sem veldur krabbameini,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir vart forsvaranlegt að verja meira fjármagni í endurbætur á skólanum. Helst ætti að rífa hann eða að öðrum kosti koma börnunum burt. „Ég myndi bara helst vilja að börnin fengju að njóta vafans og starfsfólk og myndi vera flutt úr skólanum á meðan verið væri að komast að því hvar mygluna er að finna innan skólans,“ segir Valgerður. Foreldrar lýstu í gær vantrausti á Reykjavíkurborg og gagnrýna að fá engar upplýsingar um stöðu mála. „Börnunum okkar er ekki komið í burtu. Ég er búin að neyðast til að vera með dóttur mína hér í heimakennslu af því að ég hef ekki samvisku í að senda hana þarna, sér í lagi eftir að ég sé hvaða breytingar hafa átt sér stað hjá henni þegar hún er ekki í skólahúsnæðinu,“ segir Jónína Margrét Sigurðardóttir, móðir stúlku í Fossvogsskóla. „Ég fékk oft höfuðverk og var oft mjög þreytt og var stundum með beinverki,“ segir Þórdís Katla Einarsdóttir, dóttir Jónínu Margrétar. „Hún hefur fundið til. Það er svo rosalegt slen og þreyta, gífurleg síþreyta sem fylgir þessu og heilaþoka. En núna er hún kát og hress og vill fara út og leika,“ segir Jónína Margrét. „Það er betra að vera með góða heilsu og vera hér en í skólanum og vera svolítið veikur,“ segir Þórdís Katla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er málið til skoðunar en ekki kemur til greina að rífa skólann eins og staðan er nú því aðeins hafi myglugró verið staðfest en ekki mygla.
Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir „Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42 „Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. 22. febrúar 2021 18:16 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42
„Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. 22. febrúar 2021 18:16
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent