„Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2021 13:42 Jónína Margrét ákvað hefja heimakennslu vegna einkenna tólf ára dóttur hennar sem rakin eru til myglu. Stelpan hafði verið orkulaus og verkjuð um nokkurt skeið. Núna er hún hins vegar heilsuhraust og farin að stunda íþróttir aftur. Vísir/Arnar Halldórsson Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. Starfsfólk og nemendur í Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu árið 2019. Í framhaldinu voru tekin sýni og í ljós kom að skólinn var verr farinn af myglu en áður hafði verið talið. Foreldrar sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir segja traustið brostið. Farið er fram á að fundin verði varanleg lausn og að rót vandans verði áfram leitað. Þá vilja þeir verið upplýstir um gang mála sem hafi hingað til ekki verið gert. Fá engar upplýsingar Jónína Margrét Sigurðardóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla, vísar til svartrar skýrslu um stöðuna í skólanum þar sem fram kemur að varasamar sveppategundir hafi fundist. Skýrslan var gefin út í desember en birt síðastliðinn föstudag. „Núna nýverið hafa fulltrúar borgarinnar, Skúli Helgason og Helgi Grímsson, komið í fréttum og talað um að þeir vilji hafa gott samtal og samstarf á milli borgarinnar og foreldra. En svo bara strax á föstudaginn er það rofið. Þá kom í rauninni fram þessar niðurstöður úr síðustu skýrslu og við foreldrar höfum enn ekki fengið neinar upplýsingar frá borginni um það,“ segir Jónína. Mygla greindist í Fossvogsskóla í byrjun árs 2019. Farið hefur verið í miklar framkvæmdir sem hafa kostað í kringum 500 milljónir. Myglan er hins vegar enn að greinast. Vísir/Vilhelm Barnið komið í heimakennslu Jónína segir að foreldrar hafi ítrekað kallað eftir viðbrögðum. „Í lengri tíma var ekki tekið mark á okkur, það var ekki hlustað. Mín tilfinning er sú að fólki sé bara sama.“ Sjálf vill hún ekki senda dóttur sína í skólann en hún fær félagsskapinn úti í frímínútum og annars staðar en inni í skólabyggingunni. „Dóttir mín fer ekki í skólann. Þetta er á aðra viku sem hún fer ekki í skólahúsnæðið. Hún fer í frímínútur og leikfimi og sund,“ segir hún. „Hún hefur fengið rosaleg höfuðverkjaköst, ég þurfti að sækja hana í skólann þar sem hún kastaði upp af verkjum, það hefur liðið yfir hana hérna heima af verkjum. Hún liggur í sófanum mikið algjörlega uppgefin af heilaþoku og fær verki í alla útlimi. Svona sem dæmi,“ segir Jónína, en fram að því hafði dóttir hennar verið heilsuhraust. Dóttir hennar er nú loks að jafna sig, eftir að hafa ekki mætt í skólann í um hálfan mánuð, að sögn Jónínu. „Hún hefur núna orku til að leika sér, vera með vinum sínum. Vera hún.“ Rætt var við Jónínu Margréti í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttatímann í spilaranum hér fyrir neðan. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Þrífa á Fossvogsskóla sem aldrei fyrr Náttúrufræðistofnun Íslands telur líklegt að umfangsmiklar framkvæmdir á liðnum misserum til að uppræta leka- og rakavandamál í Fossvogsskóla hafi borið árangur, m.a. með því að fjarlægja skemmt byggingarefni. 2. október 2020 12:29 Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. 26. september 2020 21:59 Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Starfsfólk og nemendur í Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu árið 2019. Í framhaldinu voru tekin sýni og í ljós kom að skólinn var verr farinn af myglu en áður hafði verið talið. Foreldrar sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir segja traustið brostið. Farið er fram á að fundin verði varanleg lausn og að rót vandans verði áfram leitað. Þá vilja þeir verið upplýstir um gang mála sem hafi hingað til ekki verið gert. Fá engar upplýsingar Jónína Margrét Sigurðardóttir, foreldri barns í Fossvogsskóla, vísar til svartrar skýrslu um stöðuna í skólanum þar sem fram kemur að varasamar sveppategundir hafi fundist. Skýrslan var gefin út í desember en birt síðastliðinn föstudag. „Núna nýverið hafa fulltrúar borgarinnar, Skúli Helgason og Helgi Grímsson, komið í fréttum og talað um að þeir vilji hafa gott samtal og samstarf á milli borgarinnar og foreldra. En svo bara strax á föstudaginn er það rofið. Þá kom í rauninni fram þessar niðurstöður úr síðustu skýrslu og við foreldrar höfum enn ekki fengið neinar upplýsingar frá borginni um það,“ segir Jónína. Mygla greindist í Fossvogsskóla í byrjun árs 2019. Farið hefur verið í miklar framkvæmdir sem hafa kostað í kringum 500 milljónir. Myglan er hins vegar enn að greinast. Vísir/Vilhelm Barnið komið í heimakennslu Jónína segir að foreldrar hafi ítrekað kallað eftir viðbrögðum. „Í lengri tíma var ekki tekið mark á okkur, það var ekki hlustað. Mín tilfinning er sú að fólki sé bara sama.“ Sjálf vill hún ekki senda dóttur sína í skólann en hún fær félagsskapinn úti í frímínútum og annars staðar en inni í skólabyggingunni. „Dóttir mín fer ekki í skólann. Þetta er á aðra viku sem hún fer ekki í skólahúsnæðið. Hún fer í frímínútur og leikfimi og sund,“ segir hún. „Hún hefur fengið rosaleg höfuðverkjaköst, ég þurfti að sækja hana í skólann þar sem hún kastaði upp af verkjum, það hefur liðið yfir hana hérna heima af verkjum. Hún liggur í sófanum mikið algjörlega uppgefin af heilaþoku og fær verki í alla útlimi. Svona sem dæmi,“ segir Jónína, en fram að því hafði dóttir hennar verið heilsuhraust. Dóttir hennar er nú loks að jafna sig, eftir að hafa ekki mætt í skólann í um hálfan mánuð, að sögn Jónínu. „Hún hefur núna orku til að leika sér, vera með vinum sínum. Vera hún.“ Rætt var við Jónínu Margréti í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hlusta má á fréttatímann í spilaranum hér fyrir neðan.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Þrífa á Fossvogsskóla sem aldrei fyrr Náttúrufræðistofnun Íslands telur líklegt að umfangsmiklar framkvæmdir á liðnum misserum til að uppræta leka- og rakavandamál í Fossvogsskóla hafi borið árangur, m.a. með því að fjarlægja skemmt byggingarefni. 2. október 2020 12:29 Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. 26. september 2020 21:59 Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sjá meira
Þrífa á Fossvogsskóla sem aldrei fyrr Náttúrufræðistofnun Íslands telur líklegt að umfangsmiklar framkvæmdir á liðnum misserum til að uppræta leka- og rakavandamál í Fossvogsskóla hafi borið árangur, m.a. með því að fjarlægja skemmt byggingarefni. 2. október 2020 12:29
Sár og reið út í Reykjavíkurborg vegna myglu Barn í Fossvogsskóla finnur enn fyrir einkennum myglu þrátt fyrir að úrbætur hafi verið gerðar á húsnæði skólans. 26. september 2020 21:59
Ástand allra skólanna í borginni verði metið Uppsöfnuð viðhaldsþörf í skólum Reykjavíkurborgar nam þremur milljörðum króna fyrir tveimur árum. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að nú verði farið í markvissa úttekt og endurskoðun á fjármálaáætlun borgarinnar. 3. júlí 2019 07:15