Átta þúsund viðbótarskammtar væntanlegir frá Pfizer Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2021 10:33 Pfizer-bólusetning í fullum gangi í Laugardalshöll um daginn. Vísir/Vilhelm Ísland fær átta þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer á öðrum ársfjórðungi frá því sem áður var gert ráð fyrir, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá viðbótarskömmtunum í morgun. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði frá því á Twitter í gær að Evrópusambandið hefði samið við Pfizer um að flýta afhendingu á tíu milljón skömmtum á öðrum ársfjórðungi. 200 milljónir skammta verði þannig afhentir á fjórðungnum. We agreed with @BioNTech_Group @pfizer on an accelerated delivery of 10 million doses for quarter 2.⁰This will bring the total deliveries of this vaccine to 200 million doses for that quarter.⁰It will give Member States room to manoeuvre and possibly fill gaps in deliveries. pic.twitter.com/abBr3lKUXc— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 16, 2021 Áðurnefndir átta þúsund viðbótarskammtar sem samkomulagið færir Íslendingum duga fyrir fjögur þúsund manns. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum fær Ísland þannig 166 þúsund Pfizer-skammta á öðrum ársfjórðungi, þ.e. apríl til júní, sem duga fyrir 83 þúsund manns. Afhendingaráætlun liggur ekki fyrir. Alls mun Ísland fá um 56 þúsund Pfizer-skammta á fyrsta ársfjórðungi en innifalið í þeirri tölu eru 3.500 viðbótarskammtar sem fást í mars. Þá komu tíu þúsund Pfizer-skammtar til landsins í desember. Ísland hefur í heildina samið um kaup á 410 þúsund Pfizer-skömmtum, sem duga fyrir um 205 þúsund manns. Þá er enn beðið eftir afhendingaráætlun frá Janssen en gert er ráð fyrir að fyrirtækið byrji að afhenda bóluefni sitt um miðjan apríl. Alls hafa tæplega 13 þúsund manns verið fullbólusettir gegn kórónuveirunni hér á landi, samkvæmt tölum á Covid.is í gær. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá viðbótarskömmtunum í morgun. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði frá því á Twitter í gær að Evrópusambandið hefði samið við Pfizer um að flýta afhendingu á tíu milljón skömmtum á öðrum ársfjórðungi. 200 milljónir skammta verði þannig afhentir á fjórðungnum. We agreed with @BioNTech_Group @pfizer on an accelerated delivery of 10 million doses for quarter 2.⁰This will bring the total deliveries of this vaccine to 200 million doses for that quarter.⁰It will give Member States room to manoeuvre and possibly fill gaps in deliveries. pic.twitter.com/abBr3lKUXc— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 16, 2021 Áðurnefndir átta þúsund viðbótarskammtar sem samkomulagið færir Íslendingum duga fyrir fjögur þúsund manns. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum fær Ísland þannig 166 þúsund Pfizer-skammta á öðrum ársfjórðungi, þ.e. apríl til júní, sem duga fyrir 83 þúsund manns. Afhendingaráætlun liggur ekki fyrir. Alls mun Ísland fá um 56 þúsund Pfizer-skammta á fyrsta ársfjórðungi en innifalið í þeirri tölu eru 3.500 viðbótarskammtar sem fást í mars. Þá komu tíu þúsund Pfizer-skammtar til landsins í desember. Ísland hefur í heildina samið um kaup á 410 þúsund Pfizer-skömmtum, sem duga fyrir um 205 þúsund manns. Þá er enn beðið eftir afhendingaráætlun frá Janssen en gert er ráð fyrir að fyrirtækið byrji að afhenda bóluefni sitt um miðjan apríl. Alls hafa tæplega 13 þúsund manns verið fullbólusettir gegn kórónuveirunni hér á landi, samkvæmt tölum á Covid.is í gær.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira