Erlent

Átta skotnir til bana í Atlanta í árás sem beindist gegn asísku fólki

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Átta hið minnsta liggja í valnum. 
Átta hið minnsta liggja í valnum.  ERIK S. LESSER/EPA

Átta voru skotin til bana í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Skotárásirnar voru gerðar á þremur stöðum og er sami einstaklingur grunaður um þær allar.

Að minnsta kosti sex hinna látnu eru konur af asískum uppruna og gerði byssumaðurinn í öllum tilvikum árásir á heilsulindir þar sem boðið er upp á nudd. Skotmaðurinn er tuttugu og eins árs gamall og var hann handtekinn síðar um kvöldið eftir mikla leit en lögreglu tókst að bera kenns á hann í öryggismyndavélum heilsulindanna.

Málið er rannsakað sem hatursglæpur en slíkir glæpir sem beinast gegn fólki af asískum uppruna virðast í vexti í Bandaríkjunum nú um stundir. Ein af ástæðum fyrir því er orðræða sem farið hefur hátt í landinu síðastliðin misseri þar sem Asíubúum er kennt um kórónuveirufaraldurinn.

Donald Trump fyrrverandi forseti talaði til að mynda ítrekað um „Kínavírusinn“ í sínum ræðum. Núverandi forseti Joe Biden tók málið upp í ræðu í síðustu viku þar sem hann fordæmdi árásir á fólk af asískum uppruna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.