Þriðja bylgjan skellur á Noregi á ofsahraða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. mars 2021 19:30 Takmarkanir hafa aldrei verið harðari í Osló. EPA/Manuel Lorenzo Yfirvöld í Osló kynntu í kvöld hörðustu takmarkanirnar á svæðinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Íslensk kona í Osló segir óraunverulegt að þriðja bylgja faraldursins skelli nú á Norðmönnum á ofsahraða. Faraldurinn hefur verið í vexti í Noregi síðustu vikur, einkum umhverfis Osló. Borgaryfirvöld kynntu hörðustu aðgerðir frá upphafi faraldurs á sjötta tímanum. Ekki má fá fleiri en tvo gesti og börn frá fimmta bekk grunnskóla og upp þurfa að læra heima. Ásta Hafþórsdóttir er búsett í borginni og segir þessa þriðju bylgju faraldursins hafa læðst aftan að mörgum. Síðustu vikurnar hafi nærri allt verið lokað. „Þetta er ennþá óraunverulegt. Maður er enn ekki alveg að kaupa það að við séum á leið inn í þriðju bylgjuna með svona ofsahraða,“ segir Ásta. Henni þyki að eina vitið að loka samfélaginu alveg eða jafnvel landinu öllu til að ná tökum á breska afbrigði veirunnar. Álitamál sé þó hvort það sé rétt gagnvart börnum. Maður samþykkir það alveg. Maður hugsar bara ókei, þá er þetta bara svona. Hins vegar sit ég með bókunina fyrir framan mig, með Icelandair, að fara heim.“ Skárri staða í Danmörku Í Danmörku hefur faraldurinn verið á niðurleið, ekki síst vegna bólusetninga og áherslu á skimanir. Létt hefur verið á takmörkunum, stærri verslanir verið opnaðar á ný og nú má meira að segja fara í Tívólí, það er að segja ef maður framvísar neikvæðri niðurstöðu úr skimun. Enn fleiri nemum var svo aftur leyft að mæta í skólann í dag. AstraZeneca á ís Írar, Hollendingar, Frakkar, Ítalir og Þjóðverjar gerðu svo tímabundið hlé á bólusetningum með efni AstraZeneca í dag. Fyrir höfðu til dæmis Danir, Austurríkismenn, Íslendingar og Norðmenn gert slíkt hið sama. Óttast er að efnið geti valdið alvarlegum aukaverkunum, einkum blóðtöppum, en rannsóknir hafa ekki sýnt fram á nein tengsl. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Faraldurinn hefur verið í vexti í Noregi síðustu vikur, einkum umhverfis Osló. Borgaryfirvöld kynntu hörðustu aðgerðir frá upphafi faraldurs á sjötta tímanum. Ekki má fá fleiri en tvo gesti og börn frá fimmta bekk grunnskóla og upp þurfa að læra heima. Ásta Hafþórsdóttir er búsett í borginni og segir þessa þriðju bylgju faraldursins hafa læðst aftan að mörgum. Síðustu vikurnar hafi nærri allt verið lokað. „Þetta er ennþá óraunverulegt. Maður er enn ekki alveg að kaupa það að við séum á leið inn í þriðju bylgjuna með svona ofsahraða,“ segir Ásta. Henni þyki að eina vitið að loka samfélaginu alveg eða jafnvel landinu öllu til að ná tökum á breska afbrigði veirunnar. Álitamál sé þó hvort það sé rétt gagnvart börnum. Maður samþykkir það alveg. Maður hugsar bara ókei, þá er þetta bara svona. Hins vegar sit ég með bókunina fyrir framan mig, með Icelandair, að fara heim.“ Skárri staða í Danmörku Í Danmörku hefur faraldurinn verið á niðurleið, ekki síst vegna bólusetninga og áherslu á skimanir. Létt hefur verið á takmörkunum, stærri verslanir verið opnaðar á ný og nú má meira að segja fara í Tívólí, það er að segja ef maður framvísar neikvæðri niðurstöðu úr skimun. Enn fleiri nemum var svo aftur leyft að mæta í skólann í dag. AstraZeneca á ís Írar, Hollendingar, Frakkar, Ítalir og Þjóðverjar gerðu svo tímabundið hlé á bólusetningum með efni AstraZeneca í dag. Fyrir höfðu til dæmis Danir, Austurríkismenn, Íslendingar og Norðmenn gert slíkt hið sama. Óttast er að efnið geti valdið alvarlegum aukaverkunum, einkum blóðtöppum, en rannsóknir hafa ekki sýnt fram á nein tengsl.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Íslendingar erlendis Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira