Blóðugur dagur í Mjanmar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2021 21:36 Mótmælendur bera særðan liðsfélaga sinn í skjól. EPA-EFE/STRINGER Minnst 21 mótmælandi var drepinn í átökum við öryggissveitir í borginni Yangon í dag eftir að leiðtogi ríkisstjórnarinnar sem herinn steypti af stóli í byrjun febrúar boðaði byltingu. Öryggissveitir skutu á mótmælendur á færi í Hlaing Tharyar hverfi í Yangon en mótmælendur beittu prikum og kutum í átökunum. Herforingjastjórnin lýsti yfir herlögum eftir að mótmælendur réðust á kínversk fyrirtæki í hverfinu. Mótmælendur trúa því að mjanmarski herinn njóti stuðnings kínverskra yfirvalda. Öryggissveitir hersins í Mjanmar mættu mótmælendum í átökum í Yangon í dag.EPA-EFE/STRINGER Auk þeirra sem dóu í Yangon í dag voru fleiri dauðsföll víðar um landið tilkynnt. Samtökin Stuðningur við pólitíska fanga (AAPP) sem fylgist grannt með málum í Mjanmar sagði í dag að minnst 38 hefðu dáið í átökum við öryggissveitir. Mótmælaalda hefur riðið yfir landið frá 1. febrúar síðastliðnum þegar herinn steypti lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum af stóli. Herforingjastjórnin haft Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtoga landsins og formann Lýðræðisflokksins (NLD), í haldi síðan. Margir þingmannanna, sem sátu á lýðræðislega kjörnu þingi, hafa neitað að viðurkenna lögmæti herforingjastjórnarinnar, hafa flúið land og eru nú í felum. Leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Mahn Win Khaing, sem var tilnefndur varaforseti í ríkisstjórninni sem nú er í felum, flutti í dag sitt fyrsta ávarp eftir valdaránið. Þar hvatti hann til byltingar. „Við munum aldrei gefast upp fyrir óréttlátum her en við munum móta framtíð okkar saman með sameiginlegum kröftum. Okkur verður að takast ætlunarverk okkar,“ sagi Khaing. Mjanmar Tengdar fréttir Herinn sakar Suu Kyi um mútuþægni Herforingjastjórn Búrma sakar Aung San Suu Kyi, sem hún steypti af stóli sem lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, um að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökununum fram að þessu. 11. mars 2021 11:55 Öryggisráðið kallar eftir því að her Mjanmar stígi til hliðar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallaði í kvöld eftir því að forsvarsmenn herafla Mjanmar létu af valdaráni sínu og hættu ofbeldi gegn mótmælendum. 10. mars 2021 23:58 Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar sviptir útvarpsleyfinu Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur bannað fimm fjölmiðlafyritækjum í landinu að starfa og er ástæðan sú að fjölmiðlarnir sögðu frá hinum víðtæku mótmælum sem staðið hafa yfir síðan herforingjarnir tóku völdin í Mjanmar á dögunum. 9. mars 2021 07:34 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Öryggissveitir skutu á mótmælendur á færi í Hlaing Tharyar hverfi í Yangon en mótmælendur beittu prikum og kutum í átökunum. Herforingjastjórnin lýsti yfir herlögum eftir að mótmælendur réðust á kínversk fyrirtæki í hverfinu. Mótmælendur trúa því að mjanmarski herinn njóti stuðnings kínverskra yfirvalda. Öryggissveitir hersins í Mjanmar mættu mótmælendum í átökum í Yangon í dag.EPA-EFE/STRINGER Auk þeirra sem dóu í Yangon í dag voru fleiri dauðsföll víðar um landið tilkynnt. Samtökin Stuðningur við pólitíska fanga (AAPP) sem fylgist grannt með málum í Mjanmar sagði í dag að minnst 38 hefðu dáið í átökum við öryggissveitir. Mótmælaalda hefur riðið yfir landið frá 1. febrúar síðastliðnum þegar herinn steypti lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum af stóli. Herforingjastjórnin haft Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtoga landsins og formann Lýðræðisflokksins (NLD), í haldi síðan. Margir þingmannanna, sem sátu á lýðræðislega kjörnu þingi, hafa neitað að viðurkenna lögmæti herforingjastjórnarinnar, hafa flúið land og eru nú í felum. Leiðtogi ríkisstjórnarinnar, Mahn Win Khaing, sem var tilnefndur varaforseti í ríkisstjórninni sem nú er í felum, flutti í dag sitt fyrsta ávarp eftir valdaránið. Þar hvatti hann til byltingar. „Við munum aldrei gefast upp fyrir óréttlátum her en við munum móta framtíð okkar saman með sameiginlegum kröftum. Okkur verður að takast ætlunarverk okkar,“ sagi Khaing.
Mjanmar Tengdar fréttir Herinn sakar Suu Kyi um mútuþægni Herforingjastjórn Búrma sakar Aung San Suu Kyi, sem hún steypti af stóli sem lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, um að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökununum fram að þessu. 11. mars 2021 11:55 Öryggisráðið kallar eftir því að her Mjanmar stígi til hliðar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallaði í kvöld eftir því að forsvarsmenn herafla Mjanmar létu af valdaráni sínu og hættu ofbeldi gegn mótmælendum. 10. mars 2021 23:58 Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar sviptir útvarpsleyfinu Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur bannað fimm fjölmiðlafyritækjum í landinu að starfa og er ástæðan sú að fjölmiðlarnir sögðu frá hinum víðtæku mótmælum sem staðið hafa yfir síðan herforingjarnir tóku völdin í Mjanmar á dögunum. 9. mars 2021 07:34 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Herinn sakar Suu Kyi um mútuþægni Herforingjastjórn Búrma sakar Aung San Suu Kyi, sem hún steypti af stóli sem lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, um að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökununum fram að þessu. 11. mars 2021 11:55
Öryggisráðið kallar eftir því að her Mjanmar stígi til hliðar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallaði í kvöld eftir því að forsvarsmenn herafla Mjanmar létu af valdaráni sínu og hættu ofbeldi gegn mótmælendum. 10. mars 2021 23:58
Sjálfstæðir fjölmiðlar í Mjanmar sviptir útvarpsleyfinu Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur bannað fimm fjölmiðlafyritækjum í landinu að starfa og er ástæðan sú að fjölmiðlarnir sögðu frá hinum víðtæku mótmælum sem staðið hafa yfir síðan herforingjarnir tóku völdin í Mjanmar á dögunum. 9. mars 2021 07:34