Enski boltinn

Mikil­vægur sigur Brig­hton og Leicester niður­lægði botn­liðið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vardy með þrumuskot í átt að marki Sheffield í dag.
Vardy með þrumuskot í átt að marki Sheffield í dag. Alex Pantling/Getty Images

Brighton vann lífs nauðsynlegan 2-1 sigur á Southampton í fallbaráttunni á meðan Sheffield United var skellt af Leicester, 5-0.

Lewis Dunk kom Brighton yfir á sextándu mínútu en ellefu mínútum síðar hafði Che Adams jafnað metin á St. Mary’s.

Sigurmarkið kom svo á 56. mínútu með Leandro Trossard en Danny Welbeck lagði upp sigurmarkið. Eins marks sigur Brighton.

Eftir sigurinn er Brighton með 29 stig, þremur stigum frá fallsæti, en Southampton er í fjórtánda sætinu með 33 stig.

Leicester bauð til veislu gegn Chris Wilder lausum Sheffield United, en lokatölurnar urðu 5-0 sigur heimamanna í Leicester.

Kelechi Iheanacho skoraði fyrsta og eina mark fyrri hálfleiksins á 39. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Ayoze Perez tvöfaldaði forystuna á 64. mínútu, Iheanacho skoraði þriðja markið á 69. mínútu og hann fullkomnaði þrennuna níu mínútum síðar.

Ethan Ampadu varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark tíu mínútum fyrir leikslok og lokatölur 5-0. Niðurlæging í Leicester.

Leicester er í öðru sætinu með 56 stig en Sheffield er á botninum með fjórtán stig, fjórtán stigum frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×