Erlent

Boðar byltingu gegn her­foringja­stjórninni í Búrma

Kjartan Kjartansson skrifar
Mahn Win Khaing Than er leiðtogi ríkisstjórnarinnar sem er í felum. Aung San Suu Kyi er enn í haldi hersins sem sakar hana um spillingu og ýmis brot.
Mahn Win Khaing Than er leiðtogi ríkisstjórnarinnar sem er í felum. Aung San Suu Kyi er enn í haldi hersins sem sakar hana um spillingu og ýmis brot. Vísir/EPA

Leiðtogi ríkisstjórnar Búrma sem herinn steypti af stóli boðar stuðning við byltingu gegn herforingjastjórninni sem hrifsaði völdin í síðasta mánuði. Hermenn drápu að minnsta kosti fimm manns sem tóku þátt í mótmælum í dag.

Mahn Win Khaing var tilnefndur varaforseti í ríkisstjórninni sem er nú í felum eftir valdarán hersins. Í fyrstu opinberu ummælum sínum frá valdaráninu 1. febrúar í gær sagði hann dögun í nánd eftir dimmustu stundir þjóðarinnar.

„Við munum aldrei gefast upp fyrir óréttlátum her en við munum móta framtíðar okkar saman með sameiginlegum kröftum. Okkur verður að takast ætlunarverk okkar,“ sagði Khaing, að sögn AP-fréttastofunnar.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að í það minnsta fimm manns hafi verið drepnir í áframhaldandi mótmælum í dag. Tólf voru myrtir á mótmælum gærdagsins. Mótmæli hafa verið nær daglegt brauð í landinu frá valdaráninu.

Lýðræðisbandalag Aung San Suu Kyi vann öruggan sigur í kosningum í fyrra en herinn hefur haldið því fram að kosningarnar hafi verið sviksamlegar. Alþjóðlegir eftirlitsmenn urðu ekki varir við kosningasvik.


Tengdar fréttir

Herinn sakar Suu Kyi um mútuþægni

Herforingjastjórn Búrma sakar Aung San Suu Kyi, sem hún steypti af stóli sem lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, um að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Engar sannanir hafa þó verið lagðar fram fyrir ásökununum fram að þessu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×