Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2021 14:10 Stuðningsmaður Alexe Navalní heldur á mynd af honum. Navalní var dæmdur til að afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm þegar dómstóll taldi hann hafa brotið gegn reynslulausn á meðan hann lá á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum í Rússlandi. Vísir/EPA Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. Þegar einn lögmanna Navalní ætlaði að hitta hann í fangelsi í Vladímír-héraði í dag var honum sagt að skjólstæðingur sinn hefði verið fluttur annað. „Fangelsið sagði að hann væri ekki þar og ekkert meira,“ segir Vadim Kobzev, einn lögmanna Navalní, við Reuters-fréttastofuna. Navalní hafi verið við góða heilsu daginn áður þegar annar lögmaður heimsótti hann í fangelsið. Fangelsismálastofnun Rússlands vildi ekki gefa upp hvar Navalní væri haldið og vísaði til persónuverndarsjónarmiða. TASS-ríkisfréttastofan sagði frá því á sínum tíma að Navalní hefði verið fluttur úr fangelsi í Moskvu í annað fangelsið í Vladímír þar sem hann yrði í sóttkví í síðasta mánuði. Síðan stæði til að flytja hann í IK-2-fanganýlenduna sem einnig er í Vladímír-héraði. Navalní var fangelsaður við komuna til Rússlands frá Þýskalandi í janúar. Hann hafði verið í Berlín um nokkurra mánaða skeið eftir að hann var fluttur þangað á sjúkrahús þegar eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi. Rússnesk yfirvöld sökuðu Navalní um að hafa brotið gegn reynslulausn sem hann hlaut vegna annars fangelsisdóms með því að hafa ekki látið vita af sér á meðan hann lá í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa látið eitra fyrir sér en stjórnvöld í Kreml neita því. Vestræn ríki telja fangelsun Navalní nú eiga sér pólitískar rætur og hafa krafist þess að hann verði látinn laus. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa lagt refsiaðgerðir á Rússa vegna þess. Fjöldi andstæðinga Pútín Rússlandsforseta, andófsfólks og blaðamanna hefur verið myrtur, fangelsaður eða látist við grunsamlegar aðstæður á undanförnum árum og áratugum. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10. mars 2021 23:29 Beita rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í dag refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins, Alexei Navalní. Meðal annars beinast aðgerðirnar gegn háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. 2. mars 2021 15:33 Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09 Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Þegar einn lögmanna Navalní ætlaði að hitta hann í fangelsi í Vladímír-héraði í dag var honum sagt að skjólstæðingur sinn hefði verið fluttur annað. „Fangelsið sagði að hann væri ekki þar og ekkert meira,“ segir Vadim Kobzev, einn lögmanna Navalní, við Reuters-fréttastofuna. Navalní hafi verið við góða heilsu daginn áður þegar annar lögmaður heimsótti hann í fangelsið. Fangelsismálastofnun Rússlands vildi ekki gefa upp hvar Navalní væri haldið og vísaði til persónuverndarsjónarmiða. TASS-ríkisfréttastofan sagði frá því á sínum tíma að Navalní hefði verið fluttur úr fangelsi í Moskvu í annað fangelsið í Vladímír þar sem hann yrði í sóttkví í síðasta mánuði. Síðan stæði til að flytja hann í IK-2-fanganýlenduna sem einnig er í Vladímír-héraði. Navalní var fangelsaður við komuna til Rússlands frá Þýskalandi í janúar. Hann hafði verið í Berlín um nokkurra mánaða skeið eftir að hann var fluttur þangað á sjúkrahús þegar eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi. Rússnesk yfirvöld sökuðu Navalní um að hafa brotið gegn reynslulausn sem hann hlaut vegna annars fangelsisdóms með því að hafa ekki látið vita af sér á meðan hann lá í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa látið eitra fyrir sér en stjórnvöld í Kreml neita því. Vestræn ríki telja fangelsun Navalní nú eiga sér pólitískar rætur og hafa krafist þess að hann verði látinn laus. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa lagt refsiaðgerðir á Rússa vegna þess. Fjöldi andstæðinga Pútín Rússlandsforseta, andófsfólks og blaðamanna hefur verið myrtur, fangelsaður eða látist við grunsamlegar aðstæður á undanförnum árum og áratugum.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10. mars 2021 23:29 Beita rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í dag refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins, Alexei Navalní. Meðal annars beinast aðgerðirnar gegn háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. 2. mars 2021 15:33 Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09 Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21 Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Sjá meira
Rússar hægja á Twitter Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. 10. mars 2021 23:29
Beita rússneska embættismenn refsiaðgerðum vegna eitrunarinnar Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í dag refsiaðgerðir gegn rússneskum embættismönnum og fyrirtækjum vegna eitrunar stjórnarandstæðingsins, Alexei Navalní. Meðal annars beinast aðgerðirnar gegn háttsettum embættismönnum í ríkisstjórn Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands. 2. mars 2021 15:33
Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. 1. mars 2021 15:09
Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. 28. febrúar 2021 18:21