Rússar hægja á Twitter Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2021 23:29 Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt að Twitter í símum notenda. AP/Alexander Zemlianichenko Yfirvöld í Rússlandi hafa hægt á Twitter þar í landi vegna deilna ríkisstjórnar Vladímírs Pútíns, forseta, við samfélagsmiðlafyrirtæki. Sérstaklega hefur verið hægt á hraða internetsins þegar kemur að því að hlaða inn myndum og myndböndum á Twitter. Aðgerðirnar ná til allra þeirra sem nota miðilinn í símum sínum og helming þeirra sem notast við fartölvur. Deilur Rússa við Twitter eru til komnar vegna þess að ríkisstjórnin hefur krafist þess að fyrirtækið fjarlægi um þrjú þúsund færslur sem sagðar eru snúa að barnaklámi, fíkniefnum og hvetja ungmenni til þess að svipta sig lífi en færslurnar ná aftur til ársins 2017, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórnin hefur varað við því að verði Twitter ekki við kröfu Rússa verði lokað á aðgang að samfélagsmiðlinum í Rússlandi. Ríkisstjórn Pútíns hefur átt í frekari deilum við samfélagsmiðlafyrirtæki og efnisveitur á undanförnum árum. Rússar hafa sakað fyrirtækin um að ritskoða ríkismiðla Rússlands. Þá hafa fregnir borist af því að Pútín hafi orðið reiður yfir því að vestrænir samfélagsmiðlar hafi verið notaðir til að hvetja til mótmæla vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní í janúar. Mótmælin voru þau stærstu í Rússlandi um margra ára skeið og var mótmælt í minnst 150 borgum og bæjum í landinu. Dómsmál gegn Twitter, Facebook, Google, TikTok og Telegram, fyrir að efni sem snýr að mótmælunum hafi ekki verið eytt, verða tekin fyrir í rússneskum dómstólum á næstunni. Vladímír Pútín, forseti Rússlands.EPA/SPUTNIK/Forsetaembætti Rússlands Hefur sagt samfélagsmiðla tól CIA Eins og fram kemur í frétt Guardian þá hefur Pútín einnig haldið því fram að vestræn samfélagsmiðlafyrirtæki hafi verið sköpuð af leyniþjónustu Bandaríkjanna. Viðmælendur Moscow Times segja aðgerðir yfirvalda gegn Twitter vera fordæmalausar. Hins vegar séu þær skiljanlegar frá sjónarmiði ráðamanna í Rússlandi. Twitter sé frekar lítið notaður samfélagsmiðill í Rússlandi en notendur hans mjög pólitískir. Þá eru þeir sannfærðir um að í rauninni séu Rússar að senda stærri fyrirtækjum eins og Facebook og Google skilaboð. Ráðamenn muni beina sjónum sínum að þeim næst og aðgerðir gegn Twitter séu bara fyrsta skrefið. Á undanförnum árum hafa Rússar hert lög og reglur varðandi internetið í landinu. Pútín hækkaði í síðasta mánuði sektir sem yfirvöld geta beitt gegn samfélagsmiðlum sem sagðir eru hafa mismunað rússneskum ríkismiðlum og gaf ríkinu jafnvel heimild til að loka á samfélagmiðla. Einn sérfræðingur sagði þó óljóst hvort þessar aðgerðir gætu yfir höfuð heppnast. Ríkisstjórn Rússlands hafi til að mynda reynt að loka á skilaboðaþjónustuna Telegram áður en það hefi ekki gengið eftir. Rússland Twitter Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Aðgerðirnar ná til allra þeirra sem nota miðilinn í símum sínum og helming þeirra sem notast við fartölvur. Deilur Rússa við Twitter eru til komnar vegna þess að ríkisstjórnin hefur krafist þess að fyrirtækið fjarlægi um þrjú þúsund færslur sem sagðar eru snúa að barnaklámi, fíkniefnum og hvetja ungmenni til þess að svipta sig lífi en færslurnar ná aftur til ársins 2017, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórnin hefur varað við því að verði Twitter ekki við kröfu Rússa verði lokað á aðgang að samfélagsmiðlinum í Rússlandi. Ríkisstjórn Pútíns hefur átt í frekari deilum við samfélagsmiðlafyrirtæki og efnisveitur á undanförnum árum. Rússar hafa sakað fyrirtækin um að ritskoða ríkismiðla Rússlands. Þá hafa fregnir borist af því að Pútín hafi orðið reiður yfir því að vestrænir samfélagsmiðlar hafi verið notaðir til að hvetja til mótmæla vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní í janúar. Mótmælin voru þau stærstu í Rússlandi um margra ára skeið og var mótmælt í minnst 150 borgum og bæjum í landinu. Dómsmál gegn Twitter, Facebook, Google, TikTok og Telegram, fyrir að efni sem snýr að mótmælunum hafi ekki verið eytt, verða tekin fyrir í rússneskum dómstólum á næstunni. Vladímír Pútín, forseti Rússlands.EPA/SPUTNIK/Forsetaembætti Rússlands Hefur sagt samfélagsmiðla tól CIA Eins og fram kemur í frétt Guardian þá hefur Pútín einnig haldið því fram að vestræn samfélagsmiðlafyrirtæki hafi verið sköpuð af leyniþjónustu Bandaríkjanna. Viðmælendur Moscow Times segja aðgerðir yfirvalda gegn Twitter vera fordæmalausar. Hins vegar séu þær skiljanlegar frá sjónarmiði ráðamanna í Rússlandi. Twitter sé frekar lítið notaður samfélagsmiðill í Rússlandi en notendur hans mjög pólitískir. Þá eru þeir sannfærðir um að í rauninni séu Rússar að senda stærri fyrirtækjum eins og Facebook og Google skilaboð. Ráðamenn muni beina sjónum sínum að þeim næst og aðgerðir gegn Twitter séu bara fyrsta skrefið. Á undanförnum árum hafa Rússar hert lög og reglur varðandi internetið í landinu. Pútín hækkaði í síðasta mánuði sektir sem yfirvöld geta beitt gegn samfélagsmiðlum sem sagðir eru hafa mismunað rússneskum ríkismiðlum og gaf ríkinu jafnvel heimild til að loka á samfélagmiðla. Einn sérfræðingur sagði þó óljóst hvort þessar aðgerðir gætu yfir höfuð heppnast. Ríkisstjórn Rússlands hafi til að mynda reynt að loka á skilaboðaþjónustuna Telegram áður en það hefi ekki gengið eftir.
Rússland Twitter Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira