Erlent

Öryggisráðið kallar eftir því að her Mjanmar stígi til hliðar

Samúel Karl Ólason skrifar
FILE - In this March 8, 2021, file photo, an anti-coup protester discharges a fire extinguisher to counter the impact of the tear gas fired by police during a demonstration in Yangon, Myanmar. The plentiful and unsettling imagery from protests, filmed by participants on the ground and uploaded, is bringing protests and crackdowns to millions of handheld devices almost immediately. (AP Photo/File)
FILE - In this March 8, 2021, file photo, an anti-coup protester discharges a fire extinguisher to counter the impact of the tear gas fired by police during a demonstration in Yangon, Myanmar. The plentiful and unsettling imagery from protests, filmed by participants on the ground and uploaded, is bringing protests and crackdowns to millions of handheld devices almost immediately. (AP Photo/File)

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallaði í kvöld eftir því að forsvarsmenn herafla Mjanmar létu af valdaráni sínu og hættu ofbeldi gegn mótmælendum.

Öll fimmtán aðildarríki öryggisráðsins samþykktu yfirlýsingu þar að lútandi í kvöld. Þar er kallað eftir því að lýðræðislega kjörnum leiðtogum Mjanmar verði sleppt úr haldi hersins hið snarasta og en þau Aung San Suu Kyi, leiðtogi ríkisins, go Win Myint, forseti, hafa verið í haldi frá því herinn tók völd þann 1. febrúar.

Forsvarsmenn hersins hafa haldið því fram að kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningunum í nóvember, þar sem flokkur Aung San Suu Kyi vann mikinn sigur. Herinn hefur þó ekki fært neinar sannanir fyrir þeirri staðhæfingu.

Óttast er að valdaránið verði til þess að sá árangur sem hafi náðst í átt að lýðræði í landinu á undanförnum tíu árum verði til einskis en herinn stjórnaði Mjanmar með harðri hendi í fimm áratugi þar áður.

Umfangsmikil mótmæli hafa farið fram í landinu að undanförnu og hafa hermenn mætt mótmælendum af mikilli hörku. Fjölmargir hafa verið handteknir og minnst 60 mótmælendur hafa dáið.

Yfirlýsing öryggisráðsins var samin af breskum embættismönnum en í upprunalegri mynd hennar var um ályktun að ræða þar sem herstjórn Mjanmar var hótað refsiaðgerðum ef ástandið í landinu yrði ekki bætt. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar, voru erindrekar Kína, Rússlands, Indlands og Víetnam andvígir því.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×