Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2021 10:25 Derek Chauvin (t.h.), lögreglumaðurinn sem er ákærður fyrir að drepa George Floyd, í réttarsal í gær. Vísir/AP Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í maí í fyrra. Myndband náðist af viðskiptum Chauvin og Floyd sýndi að lögreglumaðurinn hélt hné sínu á hálsi Floyd í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd grátbæði hann um að sleppa takinu. Þrír aðrir lögreglumenn eru ákærðir fyrir aðild að manndrápi en réttað verður yfir þeim síðar á þessu ári. Saksóknarar óskuðu eftir því að ákæra Chauvin einnig fyrir manndráp án ásetnings og er nú beðið niðurstöðu áfrýjunardómstóls um hvort þeir fá að gera það. AP-fréttastofan segir að réttarhöldin gætu tafist í fleiri vikur eða mánuði á meðan fjallað er um kröfuna. Dómarinn í málinu í Hennepin-sýslu ákvað að byrjað yrði að velja kviðdómendur í dag þrátt fyrir að hann gæti þurft að gera hlé á réttarhöldunum bráðlega. Upphaflega átti valið að hefjast í gær. Dráp lögreglumannanna á Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur víða um heim, í fyrra. Chauvin er sagður ætla að neita sök í málinu. Málsvörn hans byggist á því að hann hafi ekki valdið dauða Floyd heldur hafi heilsubrestur og ofskammtur af lyfjum orðið honum að aldurtila. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður í Minneapolis, er ákærður fyrir að hafa valdið dauða Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í maí í fyrra. Myndband náðist af viðskiptum Chauvin og Floyd sýndi að lögreglumaðurinn hélt hné sínu á hálsi Floyd í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd grátbæði hann um að sleppa takinu. Þrír aðrir lögreglumenn eru ákærðir fyrir aðild að manndrápi en réttað verður yfir þeim síðar á þessu ári. Saksóknarar óskuðu eftir því að ákæra Chauvin einnig fyrir manndráp án ásetnings og er nú beðið niðurstöðu áfrýjunardómstóls um hvort þeir fá að gera það. AP-fréttastofan segir að réttarhöldin gætu tafist í fleiri vikur eða mánuði á meðan fjallað er um kröfuna. Dómarinn í málinu í Hennepin-sýslu ákvað að byrjað yrði að velja kviðdómendur í dag þrátt fyrir að hann gæti þurft að gera hlé á réttarhöldunum bráðlega. Upphaflega átti valið að hefjast í gær. Dráp lögreglumannanna á Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur víða um heim, í fyrra. Chauvin er sagður ætla að neita sök í málinu. Málsvörn hans byggist á því að hann hafi ekki valdið dauða Floyd heldur hafi heilsubrestur og ofskammtur af lyfjum orðið honum að aldurtila.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30