Íslenski boltinn

Öruggt hjá FH og KA í Lengjubikarnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði eitt af mörkunum sjö fyrir KA
Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði eitt af mörkunum sjö fyrir KA vísir/ernir

FH vann sannfærandi 4-0 sigur þegar Þór frá Akureyri kom í heimsókn í Skessuna í Hafnarfirði í 2.riðli Lengjubikars karla. KA heimsótti Aftureldingu á Fagverksvöllin og fóru illa með heimamenn. lokatölur 1-7, gestunum í vil.

FH átti ekki í miklum vandræðum þegar Þórsarar kíktu í heimsókn. Einar Örn Harðarson og Matthías Vilhjálmsson sáu um markaskorun heimamanna í fyrri hálfleik, en Þórir Jóhann Helgason og Vuk Oskar Dimitrijevic skoruðu sitt markið hvor í þeim seinni. 

FH situr í þriðja sæti riðilsins með sjö stig, en Þórsarar eru enn stigalausir á botninum.

KA átti svo ekki í vandræðum með Aftureldingu þegar liðin mættust á Fagverksvellinum í dag. Staðan var 0-2 í hálfleik, þar sem Brynjar Ingi Bjarnason og Jonathan Kevin C. Hendrickx sáu um markaskorunina. 

Seinni hálfleikur var algjör einstefna. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði á 67.mínútu, áður en Daníel Hafsteinsson skoraði tvö mörk með stuttu millibili. Valgeir Árni Svansson klóraði í bakkann á 80.mínútu, en skaðinn var skeður. Brynjar Ingi bætti svo við sínu öðru marki á 85.mínútu og Steinþór Freyr  Þorsteinsson innsiglaði svo 1-7 sigur undir lokin.

KA er í öðru sæti riðilsins með níu stig, en Afturelding situr í því fjórða með þrjú stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.