Enski boltinn

Liverpool goðsögn lést í gærkvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ian St John átti flottan feril hjá Liverpool þar sem hann spilaði á árunum 1961 til 1971.
Ian St John átti flottan feril hjá Liverpool þar sem hann spilaði á árunum 1961 til 1971. Getty/Peter Robinson

Liverpool fjölskyldan og aðrir minnast nú goðsagnarinnar Ian St John sem er lést í gærkvöldi 82 ára gamall.

Liverpool greindi frá fráfalli fyrrum leikmanns félagsins á samfélagsmiðlum sínum en St John hafði glímt við veikindi. Í framhaldinu hafa margir fyrrum leikmenn Liverpool sent samúðarkveðjur og falleg orð um magnaðan mann.

Ian St John var ekki aðeins öflugur fótboltamaður á sínum ferli heldur einnig mjög vinsæll sjónvarpsmaður í Bretlandi.

Ian St John varð tvisvar sinnum enskur meistari með Liverpool undir stjórn Bill Shankly (1963-64 og 1965-66) og skoraði auk þess sigurmarkið í enska bikarúrslitaleiknum árið 1965.

Ian St John lék 26 landsleiki fyrir Skotland en hann var líka knattspyrnustjóri hjá Motherwell sem var hans æskufélag.

Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar þá stjórnaði hann vinsælum fótboltaþætti á BBC með annarri goðsögn Jimmy Greaves en þátturinn hét „Saint and Greavsie“.

Liverpool keypti St. John frá Motherwell og koma hans markaði tímamót hjá liðinu undir stjórn Bill Shankly.

St John myndaði frábært framherjapar með Roger Hunt og liðið komst upp í efstu deild á ný á hans fyrsta ári. Nokkrum árum síðar var Liverpool orðið besta lið Englands og þetta markaði upphafið að frábærum árangri liðsins á næstu áratugum.

St John skoraði alls 118 mörk í 425 leikjum fyrir Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×