Aðstoðarmaður Lady Gaga tjáir sig um skotárásina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2021 23:20 Önnur myndanna sem Fischer birti á Instagram. Búist er við að hann nái fullum bata. Instagram/@valleyofthedogs Ryan Fischer, aðstoðarmaður söngkonunnar Lady Gaga, er á batavegi eftir að hann var skotinn í síðustu viku þegar hann var á gangi með hunda söngkonunnar. Tveimur hundanna var stolið en þeim var komið aftur til söngkonunnar á föstudag. Fischer var á gangi með hundana í Los Angeles síðastliðið miðvikudagskvöld þegar tveir menn réðust að honum og skutu hann einu skoti í bringuna. Því næst námu þeir tvo hunda Gaga á brott, þá Koji og Gustav. Þriðji hundurinn, Miss Asia, varð eftir hjá Fischer. Það segir hann að hafi orðið honum til happs. „Angistaróp mín róuðust þegar ég horfði á hana, þó ég hafi áttað mig á því að blóðið sem umlauk hana hafi verið mitt eigið,“ sagði Fischer í annari af tveimur Instagram-færslum sem hann birti um árásina í dag. View this post on Instagram A post shared by Valley of the Dogs (@valleyofthedogs) „Ég hélt utan um hana eins og ég gat, þakkaði henni fyrir öll ævintýrin okkar, bað hana afsökunar á að hafa ekki getað passað upp á bræður hennar og lofaði svo að ég myndi reyna að bjarga þeim, og sjálfum mér,“ skrifaði Fischer í færslunni. Færslunni fylgdi mynd af Fischer á spítalanum en gert er ráð fyrir að hann nái sér að fullu af sárum sínum. Hundar Lady Gaga skiluðu sér til söngkonunnar á föstudag. Kona sem kveðst hafa fundið hundana kom þeim til lögreglunnar í Los Angeles, sem kom þeim síðan á réttan stað. Þá liggur ekki fyrir hvort konan fær í sinn hlut þá hálfa milljón dollara sem Gaga hafði heitið hundaræningjunum ef þeir skiluðu Koji og Gustav. Gaga hét því þó í tísti að hver sem skilaði hundunum fengi verðlaunin, sem nema rúmlega 63 milljónum króna. View this post on Instagram A post shared by Valley of the Dogs (@valleyofthedogs) Hollywood Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi. 25. febrúar 2021 14:06 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Sjá meira
Fischer var á gangi með hundana í Los Angeles síðastliðið miðvikudagskvöld þegar tveir menn réðust að honum og skutu hann einu skoti í bringuna. Því næst námu þeir tvo hunda Gaga á brott, þá Koji og Gustav. Þriðji hundurinn, Miss Asia, varð eftir hjá Fischer. Það segir hann að hafi orðið honum til happs. „Angistaróp mín róuðust þegar ég horfði á hana, þó ég hafi áttað mig á því að blóðið sem umlauk hana hafi verið mitt eigið,“ sagði Fischer í annari af tveimur Instagram-færslum sem hann birti um árásina í dag. View this post on Instagram A post shared by Valley of the Dogs (@valleyofthedogs) „Ég hélt utan um hana eins og ég gat, þakkaði henni fyrir öll ævintýrin okkar, bað hana afsökunar á að hafa ekki getað passað upp á bræður hennar og lofaði svo að ég myndi reyna að bjarga þeim, og sjálfum mér,“ skrifaði Fischer í færslunni. Færslunni fylgdi mynd af Fischer á spítalanum en gert er ráð fyrir að hann nái sér að fullu af sárum sínum. Hundar Lady Gaga skiluðu sér til söngkonunnar á föstudag. Kona sem kveðst hafa fundið hundana kom þeim til lögreglunnar í Los Angeles, sem kom þeim síðan á réttan stað. Þá liggur ekki fyrir hvort konan fær í sinn hlut þá hálfa milljón dollara sem Gaga hafði heitið hundaræningjunum ef þeir skiluðu Koji og Gustav. Gaga hét því þó í tísti að hver sem skilaði hundunum fengi verðlaunin, sem nema rúmlega 63 milljónum króna. View this post on Instagram A post shared by Valley of the Dogs (@valleyofthedogs)
Hollywood Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi. 25. febrúar 2021 14:06 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Sjá meira
Aðstoðarmaður Lady Gaga skotinn og hundum hennar rænt Tveir menn réðust að aðstoðarmanni söngkonunnar Lady Gaga í Los Angeles í gærkvöldi og skutu hann einu sinni í bringuna. Því næst rændu mennirnir tveimur af þremur hundum söngkonunnar og flúðu af vettvangi. 25. febrúar 2021 14:06