Erlent

Fundu stærðarinnar sprengju úr seinni heimsstyrjöldinni í miðju íbúðahverfi

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengingin var mjög stór enda sprengjan stór.
Sprengingin var mjög stór enda sprengjan stór. Lögregla Exeter

Breskir sprengjusérfræðingar sprengdu í gær stóra sprengju úr síðari heimsstyrjöldinni sem fannst í Exeter. Þeir voru kallaðir til eftir að um þúsund kílóa sprengja sem kallast „Hermann“ fannst á byggingarsvæði.

Rúður brotnuðu víða og heimili skemmdust vegna sprengingarinnar sem skyldi eftir sig stærðarinnar gíg í jörðinni.

2.600 manns þurftu að yfirgefa heimili sín vegna sprengjunnar, samkvæmt frétt Sky News.

Rýmingin náði til allra húsa í um 400 metra fjarlægð frá sprengjunni. Sérfræðingar hersins og sjóhers Bretlands reyndu einnig að draga úr áhrifum sprengingarinnar með því að reisa veggi, grafa skurði og setja um 400 tonn af sandi yfir sprengjuna.

Þrátt fyrir það dreifði sprengingin braki í allt að 250 metra fjarlægð og olli hún töluverðum skemmdum á nærliggjandi húsum. Sérstaklega innan hundrað metra.

Hér að neðan má sjá myndbönd af sprengingunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×