Erlent

Þriðjungur bandaríska hermanna afþakkar bólusetningu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Yngri hermenn eru sérstaklega neikvæðir í garð bólusetninga.
Yngri hermenn eru sérstaklega neikvæðir í garð bólusetninga. epa/Philipp Guelland

Þriðjungur bandaríska hermanna hefur afþakkað bólusetningu gegn Covid-19. Sums staðar, til dæmis í Fort Bragg í Norður-Karolínu, hefur minna en helmingur látið bólusetja sig.

Eins og stendur er bandarískum hermönnum frjálst að velja hvort þeir þiggja bólusetningu eða ekki. Samkvæmt New York Times er það helst yngra fólkið sem er tregt til en það er bæði vegna þess að það treystir ekki bóluefnunum og vill fá að ráða sér sjálft.

Síðarnefndu ástæðuna má eflaust að einhverju marki rekja til þess mikla aga sem fólkið undirgengst þegar það gengur í herinn.

Afstaðan virðist vera fjölskyldumál þar sem könnun meðal maka hermanna leiddi í ljós að 58 prósent myndu ekki láta bólusetja börnin sín þótt það stæði til boða.

Meðal annarra ástæða sem hermenn gefa upp fyrir því að fara ekki í bólusetningu er bóluefnið gegn miltisbrandi sem hermönnum var gefið á tíunda áratug síðustu aldar sem margir sögðu hafa valdið alvarlegum aukaverkunum.

Einn hermaður sagði í samtali við New York Times að hann vildi síður vera tilraunadýr við prófun bóluefnanna og að það hefði vakið efasemdir hvernig bólusetningar voru gerðar að pólitísku hitamáli í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra.

Yfirmenn innan hersins segja mikið af röngum upplýsingum í dreifingu og þá hefur, Gary Peters, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Michigan sagt að þeir hermenn sem afþakka bólusetningu stofni öllum öðrum í hættu.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá New York Times.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.