Erlent

Biden skrefinu nær því að ná björgunarpakkanum í gegn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. Getty/Alex Wong

Björgunarpakkafrumvarp Joes Biden Bandaríkjaforseta var samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt. Frumvarpið gerir ráð fyrir opinberum útgjöldum upp á 1.900 milljarða dollara.

Atkvæðagreiðsla um frumvarpið fór nokkurn veginn eftir flokkslínum. Allir þingmenn Demókrataflokksins, flokks forsetans, greiddu atkvæði með frumvarpinu, nema tveir. Allir Repúblikanar í deildinni voru á móti frumvarpinu og kváðust telja það of dýrt.

Næst fer frumvarpið til afgreiðslu í öldungadeild þingsins, þar sem Demókratar hafa nauman meirihluta í formi Kamölu Harris varaforseta. Það er, hvor flokkur er með 50 þingmenn en þegar atkvæði falla jafnt í deildinni er það varaforsetans að greiða úrslitaatkvæði.

Öldungadeildin hefur þegar náð í gegn breytingum á frumvarpinu, meðal annars með því að fá fellt burt ákvæði sem myndi tryggja að lágmarkslaun í Bandaríkjunum yrðu hækkuð í 15 dollara á klukkustund.

Verði frumvarpið að lögum veitir það heimild til aukins fjárstuðnings við heimili og fyrirtæki í Bandaríkjunum sem komið hafa illa út úr kórónuveirufaraldrinum. Hvergi hafa fleiri látist af völdum Covid-19 en í Bandaríkjunum, eða yfir hálf milljón manna. Þá með lagasetningunni að auka útgjöld til skimana fyrir kórónuveirunni, bólusetninga og annars slíks.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.