Enski boltinn

Jordan Henderson missir af öllum leikjum Liverpool fram í apríl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Henderson liggur sárþjáður í grasinu eftir að hafa meiðst í leik Liverpool og Everton á Anfield um síðustu helgi.
Jordan Henderson liggur sárþjáður í grasinu eftir að hafa meiðst í leik Liverpool og Everton á Anfield um síðustu helgi. AP/Paul Ellis

Liverpool liðið verður án fyrirliða sína næstu tíu vikurnar en Jordan Henderson meiddist á nára í leiknum á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Henderson þurfti að leggjast á skurðarborðið vegna meiðslanna. Hann bætist því að meiðslalistann ásamt Virgil van Dijk, Joel Matip, Joe Gomez og Fabinho.

Henderson hefur verið að leysa að stöðu miðvarðar í öllum meiðslavandræðum liðsins í þeirri stöðu en það er eins og það séu álög á mönnum sem spila miðvörð í Liverpool liðinu á þessari leiktíð.

Liverpool sagði að aðgerðin hefði gengið vel en gaf ekki út neinn tímaramma fyrir endurkomu. Breska ríkisútvarpið og Sky Sports hafa heimildir fyrir því að Henderon verði frá í tíu vikur.

Fyrirliðinn missir af minnsta kosti fimm leikjum en þar á meðal er deildarleikur á móti Chelsea og seinni leikurinn á móti RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Henderson missti ekki aðeins af öllum leikjum Liverpool fram í apríl heldur einnig af þremur leikjum enska landsliðsins í undankeppni HM. England spilar við San Marínó, Albaníu og Pólland.

Það er samt búist við því að Henderson nái restinni af tímabilinu og verði með enska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×