Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2021 21:15 Geddert þjálfaði fimleikalandslið Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 2012 í London. Hann er ákærður í 20 liðum fyrir mansal. AP Photo/Kathy Willens John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. Geddert átti áður æfingastöð þar sem fimleikafólk kveðst hafa þolað kynferðislegt ofbeldi af hendi Larry Nassar, sem eitt sinn var læknir landsliðsins. NYT hefur eftir Dönu Nessel, ríkissaksóknara Michigan, að tuttugu ákæruliðir á hendur Geddert hafi snúið að mansali. Þar af voru fjórtán vegna nauðungarvinnu sem leiddu til meiðsla, en sex vegna barnamansals. Brotin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2018. Þá var Geddert einnig ákærður fyrir fjárkúgun, fyrstu- og annarrar gráðu kynferðisglæpi og að ljúga að lögreglunni. Saksóknarinn Nessel hafði ekki viljað gefa upp nákvæmlega hversu mörg mansalsfórnarlömbin eru. Hún hefur þó sagt að þau séu færri en 50 og öll undir lögaldri. Geddert hafði samþykkt að gefa sig fram við lögreglu í dag. Hann mætti þó ekki á tilsettum tíma, sem varð kveikjan að leit lögreglu að honum. Hann fannst svo látinn við áningarstað í Grand Ledge í Michigan. Geddert þjálfaði fimleikalandslið Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 2012, en hann hafði verið sakaður um að hafa beitt fimleikafólk sem hann þjálfaði grófu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Degi eftir að Geddert var tímabundið vísað úr fimleikasamtökum Bandaríkjanna vegna rannsóknar á ásökununum á hendur honum hætti hann þjálfun. Það var árið 2018. Fréttin var uppfærð klukkan 21:54 með upplýsingum um andlát Geddert. Áður hafði verið greint frá ákæru á hendur honum. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Tengdar fréttir Simone Biles myndi ekki leyfa dóttur sinni að æfa hjá USA Gymnastics Fimleikakonan Simone Biles er ein sigursælasta fimleikakona sögunnar en hún sparaði ekki stóru orðin þegar hún ræddi fimleikalandslið Bandaríkjanna í nýju viðtali. 16. febrúar 2021 10:31 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira
Geddert átti áður æfingastöð þar sem fimleikafólk kveðst hafa þolað kynferðislegt ofbeldi af hendi Larry Nassar, sem eitt sinn var læknir landsliðsins. NYT hefur eftir Dönu Nessel, ríkissaksóknara Michigan, að tuttugu ákæruliðir á hendur Geddert hafi snúið að mansali. Þar af voru fjórtán vegna nauðungarvinnu sem leiddu til meiðsla, en sex vegna barnamansals. Brotin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2018. Þá var Geddert einnig ákærður fyrir fjárkúgun, fyrstu- og annarrar gráðu kynferðisglæpi og að ljúga að lögreglunni. Saksóknarinn Nessel hafði ekki viljað gefa upp nákvæmlega hversu mörg mansalsfórnarlömbin eru. Hún hefur þó sagt að þau séu færri en 50 og öll undir lögaldri. Geddert hafði samþykkt að gefa sig fram við lögreglu í dag. Hann mætti þó ekki á tilsettum tíma, sem varð kveikjan að leit lögreglu að honum. Hann fannst svo látinn við áningarstað í Grand Ledge í Michigan. Geddert þjálfaði fimleikalandslið Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 2012, en hann hafði verið sakaður um að hafa beitt fimleikafólk sem hann þjálfaði grófu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Degi eftir að Geddert var tímabundið vísað úr fimleikasamtökum Bandaríkjanna vegna rannsóknar á ásökununum á hendur honum hætti hann þjálfun. Það var árið 2018. Fréttin var uppfærð klukkan 21:54 með upplýsingum um andlát Geddert. Áður hafði verið greint frá ákæru á hendur honum. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Tengdar fréttir Simone Biles myndi ekki leyfa dóttur sinni að æfa hjá USA Gymnastics Fimleikakonan Simone Biles er ein sigursælasta fimleikakona sögunnar en hún sparaði ekki stóru orðin þegar hún ræddi fimleikalandslið Bandaríkjanna í nýju viðtali. 16. febrúar 2021 10:31 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Sjá meira
Simone Biles myndi ekki leyfa dóttur sinni að æfa hjá USA Gymnastics Fimleikakonan Simone Biles er ein sigursælasta fimleikakona sögunnar en hún sparaði ekki stóru orðin þegar hún ræddi fimleikalandslið Bandaríkjanna í nýju viðtali. 16. febrúar 2021 10:31
Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17