Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2020 19:17 Kathie Klages baðst ekki beinlínis afsökunar á að hafa hylmt yfir brot Nassar en bað konur sem báru vitni um að hafa greint Klages frá ofbeldinu fyrir meira en tuttugu árum afsökunar ef þau samtöl hefðu raunverulega átt sér stað. Vísir/Getty Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. Tvær konur báru vitni fyrir dómi árið 2018 að þær hefðu sagt Kathie Klages, yfirfimleikaþjálfara Ríkisháskólans í Michigan, frá því að Nassar hefði misnotað þær kynferðislega árið 1997. Þær voru þá táningar. Önnur þeirra sagði að Klages hefði varað þær við alvarlegum afleiðingum ef þær kvörtuðu undan lækninum. Þegar rannsakendur í máli Nassar tóku skýrslu af Klages hafnaði hún því að hafa vitað af misnotkun Nassar á fimleikastúlkum og konum fyrir árið 2016 þegar fórnarlamb hans byrjuðu að greina frá ofbeldinu opinberlega. Hélt hún því fram fyrir dómi að hún myndi ekki eftir að hafa verið sagt frá misnotkuninni og að hún gengi til sálfræðings til að reyna að rifja samtölin upp. Klages var sakfelld fyrir meinsæri í febrúar og hefur nú verið dæmd í þriggja mánaða fangelsi. Hún verður þar að auki á skilorði í átján mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Nassar var dæmdur til 40 til 175 ára fangelsisvistar árið 2018 fyrir að hafa misnotað ungar stúlkur og konur undir því yfirskyni að ofbeldið væri læknismeðferð. Yfirmaður Nassar hjá háskólanum, William Strampel, var dæmdur í fangelsi fyrir vanrækslu í starfi vegna þess að hann fylgdi ekki reglum háskólans þegar skjólstæðingur Nassar kvartaði undan kynferðislegri snertingu árið 2014. Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Tengdar fréttir Biles vill að fimleikasamband Bandaríkjanna geri hið rétta í stöðunni Simone Biles, ein merkasta fimleikastjarna allra tíma, sendi bandaríska fimleikasambandinu kaldar kveðjur. Hún vill að sambandið rannsaki kynferðisbrot Larry Nassars, fyrrum læknis hjá sambandinu. 15. mars 2020 22:00 Fórnarlömbum Nassar boðið meira en 26 milljarðar í bætur Bandaríska fimleikasambandið ætlar að bjóða fórnarlömbum læknisins Larry Nassar samtals 215 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur vegna áratuga kynferðisbrot hans þegar hann starfaði sem læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 31. janúar 2020 14:30 Háskóli fær metsekt vegna kynferðisbrota fimleikalæknisins Ríkisháskólinn í Michigan er talinn hafa brugðist nemendum sínum þegar hann aðhafðist ekkert þrátt fyrir áralangar kvartanir undan Larry Nassar og deildarforseta skólans. 5. september 2019 23:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. Tvær konur báru vitni fyrir dómi árið 2018 að þær hefðu sagt Kathie Klages, yfirfimleikaþjálfara Ríkisháskólans í Michigan, frá því að Nassar hefði misnotað þær kynferðislega árið 1997. Þær voru þá táningar. Önnur þeirra sagði að Klages hefði varað þær við alvarlegum afleiðingum ef þær kvörtuðu undan lækninum. Þegar rannsakendur í máli Nassar tóku skýrslu af Klages hafnaði hún því að hafa vitað af misnotkun Nassar á fimleikastúlkum og konum fyrir árið 2016 þegar fórnarlamb hans byrjuðu að greina frá ofbeldinu opinberlega. Hélt hún því fram fyrir dómi að hún myndi ekki eftir að hafa verið sagt frá misnotkuninni og að hún gengi til sálfræðings til að reyna að rifja samtölin upp. Klages var sakfelld fyrir meinsæri í febrúar og hefur nú verið dæmd í þriggja mánaða fangelsi. Hún verður þar að auki á skilorði í átján mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Nassar var dæmdur til 40 til 175 ára fangelsisvistar árið 2018 fyrir að hafa misnotað ungar stúlkur og konur undir því yfirskyni að ofbeldið væri læknismeðferð. Yfirmaður Nassar hjá háskólanum, William Strampel, var dæmdur í fangelsi fyrir vanrækslu í starfi vegna þess að hann fylgdi ekki reglum háskólans þegar skjólstæðingur Nassar kvartaði undan kynferðislegri snertingu árið 2014.
Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Tengdar fréttir Biles vill að fimleikasamband Bandaríkjanna geri hið rétta í stöðunni Simone Biles, ein merkasta fimleikastjarna allra tíma, sendi bandaríska fimleikasambandinu kaldar kveðjur. Hún vill að sambandið rannsaki kynferðisbrot Larry Nassars, fyrrum læknis hjá sambandinu. 15. mars 2020 22:00 Fórnarlömbum Nassar boðið meira en 26 milljarðar í bætur Bandaríska fimleikasambandið ætlar að bjóða fórnarlömbum læknisins Larry Nassar samtals 215 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur vegna áratuga kynferðisbrot hans þegar hann starfaði sem læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 31. janúar 2020 14:30 Háskóli fær metsekt vegna kynferðisbrota fimleikalæknisins Ríkisháskólinn í Michigan er talinn hafa brugðist nemendum sínum þegar hann aðhafðist ekkert þrátt fyrir áralangar kvartanir undan Larry Nassar og deildarforseta skólans. 5. september 2019 23:45 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Biles vill að fimleikasamband Bandaríkjanna geri hið rétta í stöðunni Simone Biles, ein merkasta fimleikastjarna allra tíma, sendi bandaríska fimleikasambandinu kaldar kveðjur. Hún vill að sambandið rannsaki kynferðisbrot Larry Nassars, fyrrum læknis hjá sambandinu. 15. mars 2020 22:00
Fórnarlömbum Nassar boðið meira en 26 milljarðar í bætur Bandaríska fimleikasambandið ætlar að bjóða fórnarlömbum læknisins Larry Nassar samtals 215 milljónir Bandaríkjadala í miskabætur vegna áratuga kynferðisbrot hans þegar hann starfaði sem læknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 31. janúar 2020 14:30
Háskóli fær metsekt vegna kynferðisbrota fimleikalæknisins Ríkisháskólinn í Michigan er talinn hafa brugðist nemendum sínum þegar hann aðhafðist ekkert þrátt fyrir áralangar kvartanir undan Larry Nassar og deildarforseta skólans. 5. september 2019 23:45